Styttist í frumsýningu

Nú styttist í árshátíð Grunnskólans á Drangsnesi en við munum frumsýna leikverk föstudaginn 7. apríl í samkomuhúsinu Baldri kl. 19:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Að þessu sinni var ákveðið að setja saman verk þar sem ýmsar þekktar senur úr Dýrunum í Hálsaskógi, Karíusi og Baktusi og Kardemommubænum eftir norska leikskáldið Thorbjörn Egner er blandað saman við frumsamið efni. Sjálfur Egner treður meira að segja upp í verkinu og þeir bræður Karíus og Baktus koma við hjá Hérastubbi bakara. Börn og starfsfólk leikskólans mun taka þátt í uppsetningunni ásamt nemendum GáD. Margt fleira er framundan hjá okkur s.s. eins og matjurta- og grásleppusmiðja, danskennsla á Hólmavík o.fl.

Við bendum ykkur á að fylgjast með á vinasíðunni okkar á Facebook þar sem fréttir úr starfinu birtast vikulega.