Þríleikur Þorbjörns árshátíðarsýnings skólans

Það stendur mikið til í Grunnskólanum á Drangsnesi þessa dagana en æfingar hafa staðið yfir á nýju verki, Þríleik Þorbjörns sem unnið er upp úr þremur af þekktustu verkum norska leikskáldsins Thorbjörns Egners. Nemendur og starfsfólk skólans ásamt vinum sínum í leikskólanum hafa staðið í ströngu við að undirbúa sýninguna en nú líður að uppskerutíma því sýningin verður frumsýnd föstudaginn 7. apríl í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Sýningin hefst kl. 19:00 og að henni lokinni verður boðið upp á stórkostlegar veitingar sem foreldrar barna í leik- og grunnskólanum hafa undirbúið.

Páskaleyfi hefst mánudaginn 10. apríl og skóli hefst að nýju þriðjudaginn 18. apríl.

Við hlökkum til að sjá ykkur á föstudaginn og vonum að þið njótið samverunnar í páskaleyfinu!