EmiLína frumsýnd 1. maí kl. 17:00- leikskrá
Komið er að árshátíðarsýningu Grunnskóla Drangsness en að þessu sinni verður leikverkið EmiLína frumsýnt í samkomuhúsinu Baldri. EmiLína er bræðingur tveggja verka úr smiðju sænska rithöfundarins Astrid Lindgren; barnasöngleiksins Emil í Kattholti og sögum af hinni stórkostlegu Línu langsokk. Hér mætast sem sagt tvær uppáatækjasamar persónur og allt getur gerst!
Leikskráin er hér að neðan á rafrænu formi.
Að sýningu lokinni verður boðið upp á veitingar.
Öll hjartanlega velkomin!