Starfsáætlun

Starfsáætlun Grunnskólans á Drangsnesi er ætlað að lýsa skólahaldi í skólanum ásamt því að gera grein fyrir sérstöðu skólans og staðbundnum aðstæðum. Starfsáætlunin er hluti skólanámskrárinnar en hana er einnig að finna á heimasíðu skólans. Í árlegri starfsáætlun er meðal annars gerð grein fyrir starfsfólki skólans, starfstíma, hefðum og mikilvægum viðburðum í skólastarfinu ásamt fleiri hagnýtum upplýsingum er varða skólastarfið.

Starfsáætlun er endurskoðuð á ári hverju og lögð fyrir bæði skólaráð og skólanefnd sveitarfélagsins. Hér má hlaða niður starfsáætlun yfirstandandi skólaárs í heild sinni: Starfsáætlun 2020-2021 Starfsáætlun 2022-2023