Árshátíð frestað

Plakat: Teikning efitr Athenu Nótt Hermannsdóttur 4. bekk og málverk í bakgrunni eftir Ása Þór Finnsson 2. bekk. Samsetning Ásta Þórisdóttir.

Árshátíð Grunnskóla Drangsness og miðdeildar Grunnskólans á Hólmavík frestast þar til eftir páska vegna veðurs. Áætlað er að árshátíðin verði fimmtudag og föstudag 11. og 12. apríl í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Árshátíðarleikritið okkar í ár heitir Ævintýraferð að miðju jarðar og er sérstaklega skrifað fyrir leikhópinn upp úr sögu Jules Verne um Leyndardóma Snæfellsjökuls. 21 nemandi frá 1. – 8. bekk hafa verið í nokkrar vikur að vinna að þessu verkefni. Þetta er ekki eingöngu leiklist heldur einnig heilmikil myndlist, hönnun hljóðmynd og söngur sem nemendur hafa verið að vinna að. Handrit og leikstjórn er í höndum Kolbrúnar Ernu Pétursdóttur.

Continue Reading

Má bjóða þér starf við ræstingar í Grunnskóla Drangsness?

Grunnskóli Drangsness leitar að starfskrafti til þess að taka við ræstingum við skólann frá og með 1. desember 2023, um 22% hlutastarf er að ræða.

Í Grunnskóla Drangsness starfa að jafnaði um 10 nemendur og 3-4 starfsmenn, skólinn er á tveimur hæðum og eingöngu er unnið með vistvæn efni við þrifin. Nálgast má upplýsingar um skólastarfið í gegnum heimasíðu skólans skoli.drangsnes.is

Menntunar- og hæfnikröfur:
Sveigjanleiki, samviskusemi og jákvæðni. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkvest.

Með umsóknum skal fylgja ferilskrá og meðmæli. Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.
Umsókn skal skila á netfangið skoli@drangsnes.is

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2023
Allar nánari upplýsingar um ofangreint starf veitir Ásta Þórisdóttir skólastjóri í síma 4513436 / 6635319 og í gegnum netfangið skoli@drangsnes.is

Continue Reading

Árshátíð!!

Árshátíð Grunnskóla Drangsness og miðstigs Grunnskóla Hólmavíkur verður haldin dagana 11. og 12. apríl í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Sýnt verður nýtt frumsamið verk Ævintýraferð að miðju jarðar eftir ævintýri Jules Vernes í leikgerð og leikstjórn Kolbrúnar Ernu Pétursdóttur.

Fyrri sýning fimmtudaginn 11. apríl kl. 16:30. Miðaverð er 3000 kr. fyrir fullorðna og frítt fyrir börn yngri en 6 ára og yngri (veitingar innifaldar). UPPSELT

Seinni sýning föstudaginn 12. apríl kl. 16:00. Miðaverð 2000 kr. fyrir fullorðna og frítt fyrir börn yngri en 6 ára og yngri.

Hægt er að kaupa miða við inngangin en það væri gott ef fólk meldaði sig á viðburðinn ef það hyggst koma. Verið öll velkomin.

Viðburður á Facebook

Continue Reading

Jóla- og nýárskveðja

Við óskum öllu Strandafólki gleðilegrar hátíðar og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. 

Starfsfólk og nemendur Grunnskóla Drangsness eru nú komin í jólafrí. Nemendur mæta aftur 3. janúar 2024 í skólann.

Continue Reading

Jólaskemmtun Grunnskóla Drangsness

Verið öll hjartanlega velkomin á jólaskemmtun Grunnskóla Drangsness þriðjudaginn 19. desember í húsnæði skólans við Aðalbraut kl. 17:00 – 18:30

Nemendur skólans flytja nokkur atriði, dansað verður í kringum jólatréð og jólasveinar líta í heimsókn. Boðið verður upp á heitt súkkulaði, kaffi og kökur.

Með jólakveðju

nemendur og starfsfólk GD

 

Continue Reading

Bátaskeyti – verkefni

Hópurinn með bátana sína út við Malarhorn. Mynd: ÁÞ

Nemendur í grunnskólunum á Drangsnesi og Hólmavík sendu bátaskeyti út í Golfstrauminn með kærleiksríkum kveðjum til þeirra sem finna kunnu. Verkefnið er hluti af útikennslu- og náttúruviku 22. – 25. ágúst 2023 þar sem nemendur í 4. – 6. bekk hafa unnið saman að ýmsum verkefnum á Drangsnesi. Yngri nemendur á Drangsnesi gerðu einnig bátaskeyti svo allir 13 nemendur Grunnskóla Drangsness tóku þá þátt í verkefninu. Þetta verkefni er hluti af verkefni um hafstrauma, siglingaleiðir og Baska á Ströndum. Þeir sem kunna að finna einhvern bátanna eru beðnir um að hafa samband og senda tölvupóst um fundarstað á skoli@drangsnes.is 

Allir bátarnir hafa einhver jákvæð og falleg skilaboð til finnenda. Á bátunum er QR kóði sem vísar á þessa síðu. 

Allir bátarnir. Skilaboðin laserbrennd á tréð í samvinnu við Fab Lab Strandir. Mynd: ÁÞ

Nemendur lærðu um flöskuskeyti fyrri alda og ákveðið var að umhverfisvænna væri að senda skeyti með litlum timburbátum. Hver nemandi skrifaði eða teiknaði falleg og jákvæð skilaboð til þess sem myndi finna bátaskeytið. Samstarf var við Fab Lab Strandir á Hólmavík sem laserbrenndi skilaboðin á bátana. Hópurinn fór svo í góðu veðri á útfallinu að fleyta bátunum í sjóinn við Malarhornið og freista þess að þeir myndu ná í straum út í Húnaflóann.

Bátunum fleygt í sjóinn á útfalli. Mynd: ÁÞ

Samkvæmt þjóðsögum á Grímsey á Steingrímsfirði að hafa sprungið út úr berginu á Malarhorni þegar tröllkerling nokkur stakk skóflu sinni í jörð og út sprakk eyjan og Uxinn hennar fylgdi með brotinu. Kerlingin hafði verið í kappi við tvö önnur nátttröll að moka Vestfirðina frá meginlandinu til að búa til tröllaparadís. Ekki tókst betur til en að öll tröllin þrjú urðu sólinni að bráð og má sjá Kerlinguna við sundlaugina á Drangsnesi en hin tvö í fjörunni í Kollafirði. 

Bátarnir komnir í sjóinn við Malarhorn á Drangsnesi. Mynd: ÁÞ

Hér fyrir neðan má sjá nemendur á Drangsnesi með sína báta rétt fyrir fleytingu.

Continue Reading