
Skólaíþróttir
Þessi kafli verður uppfærður haust 2025
Í fámennum skóla eins og Grunnskólanum á Drangsnesi fer kennsla að mestu leyti fram í samkennslu árganga. Námsgreinarnar þróttir og sund eru kenndar í samkennslu.
Heilbrigði og velferð er einn grunnþáttanna í skólastarfi í dag og byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan sem ræðst af flóknu samspili einstaklings, aðstæðna og umhverfis. Því skal skólastarf skipulagt til að efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan nemenda. Skólaíþróttir gegna veigamiklu hlutverki í heilsuuppeldi og heilsurækt nemandans allan grunnskólann. Öll hæfniviðmið skulu höfð í huga því markviss hreyfing og notkun líkamans í skólaíþróttum er mikilvægur hluti þeirrar heilsuræktar og heilsueflingar sem nemendur þurfa á að halda í grunnskóla. Í samkennslu, eins og er í Grunnskóla Drangsness, þar sem nemendur eru á öllum aldri, með ólíkar þarfir og afkastagetu þá þarf að sníða íþróttatímana að því að þeir henti öllum og að námsmarkmið allra aldurshópa séu til staðar. Mikið er unnið með stöðvaþjálfun þar sem nemendur læra að vinna með eigin líkama, algjörlega út frá einstaklingsgetu. Með því móti er hægt að vinna sem best út frá hæfniviðmiðum aðalnámskrár með því að nýta hæfniviðmiðin í uppsetningu og skipulagningu æfinga og stöðva. Sund er kennt í lotum þar sem nemendur fá 1×60 mín kennslustund í viku í tæpar 12 vikur á haustönn og vorönn. Kennsluaðferðir koma til móts við sundgetu nemenda en um leið er byggt ofaná getu hvers og eins. Mest er notast við sjálfstæð vinnubrögð þar sem nemendur vinna eftir sýnikennslu kennara. Reynt er að hafa tímana fjölbreytta til þess að nemendur séu sem best undirbúnir undir námsmat auk þess sem rík áhersla er lögð á að gera viðhorf nemenda til notkun sundstaða jákvæða með því að gefa þeim möguleika á að slaka á í heitum pottum eða leika sér að hefðbundinni sundkennslu lokinni. Markmiðið er að nemendur þekki allar helstu íþróttagreinar og fái færi á að öðlast næmi fyrir því hvers konar hreyfing hentar þeim. Á skólaárinu 2019-2020 fá nemendur kennslu í undirstöðuatriðum í skíðaíþróttinni (gönguskíði) hjá kennara Skíðafélags Strandamanna og barnajóga.
Grunnskóli Drangsness 2025 – 2026 Námsgrein: Íþróttir og sund í öllum deildum Kennarar: Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir, Magnea Dröfn Hlynsdóttir sundkennari. Auk þess kemur hjúkrunarfræðingur frá HVE tvisvar á ári og ræðir við nemendur. Tímafjöldi á viku: 2 kennslustundir í íþróttum á viku og 1×60 mín. sundtími á viku (haustönn og vorönn). Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn |
Á haustönn verður áhersla á þrek- og þolæfingar með t.d. með stöðvaþjálfun hjá eldri og “píp” prófum hjá miðdeild á vorönn verður áhersla á jóga. Eldri nemendum hefur verið boðið upp á valtíma sem heitir “Rækt” en enginn nemandi er í eldri deild þetta skólaárið.
Námsmat: Í lok annar fá nemendur í mið og yngri deild umsögn. Eldri nemendur fá bókstaf. |