Jólaskemmtun Grunnskóla Drangsness

Verið öll hjartanlega velkomin á jólaskemmtun Grunnskóla Drangsness þriðjudaginn 19. desember í húsnæði skólans við Aðalbraut kl. 17:00 – 18:30

Nemendur skólans flytja nokkur atriði, dansað verður í kringum jólatréð og jólasveinar líta í heimsókn. Boðið verður upp á heitt súkkulaði, kaffi og kökur.

Með jólakveðju

nemendur og starfsfólk GD