Gleðilega hátíð
Smellið hér til að hlusta á Jólaskemmtunina.
Jólaskemmtun Grunnskóla Drangsness var haldin með breyttu sniði í ár vegna heimsfaraldursins Covid-19. Í stað þess að fylla húsið af góðum gestum tóku aðeins nemendur og kennarar þátt en Kristín Einarsdóttir okkar kona á Ströndum var svo elskuleg að koma með upptökutækið sitt svo allir gætu fengið að heyra yngstu börnin syngja við undirleik þeirra eldri, spjalla um jólin, hitta bjúgnakræki í gegnum Zoom og dansa í kringum jólatréð. Lögin sem sungin voru: Jólin eru okkar, Vánoce, Vánoce přicházejí (tékkneskt jólalag) og Jingle Bells.
Með jólakveðju frá nemendum og starfsmönnum Grunnskóla Drangsness