Gestakennsla
Í Grunnskólanum á Drangsnesi hefur skapast hefð fyrir komu gestakennara sem sjá um kennslu í styttri tíma í tilteknum námsgreinum fyrst og fremst list- og verkgreinum. Björn Kristjánsson tónlistarmaður og kennari hefur kennt tónlist að hausti og vori við skólann og Gerður Kristný Guðjónsdóttir sá um gestakennarasmiðju í skapandi skrifum vorið 2016. Með því að fá gestakennara á sviði list- og verkgreina til starfa við skólann í eina til tvær kennsluvikur á hverju skólaári er fjölbreytni í námi við skólann aukin og nemendum tryggð fagleg og góð kennsla í greinunum. Gestakennsla hefur mælst vel fyrir og er starfsfólk skólans þátttakendur í gestakennslu en hún þjónar einnig þeim tilgangi að kynna nýjar aðferðir í kennslu og fellur því undir endur- og símenntunarþátt kennara.
Á skólaárinu 2019-2020 verða nokkrir gestakennarar með okkur en þeir eru allir búsettir í Kaldrananeshreppi; forritarinn og tónlistarmaðurinn Bjarni mun kynna forritun og hljómsveitarstarf fyrir nemendum, Pat mun kenna jóga og fleiri frábærir hreppsbúar munu koma að kennslu í list- og verkgreinum.