Eineltis- og ofbeldisáætlun
Í Grunnskólanum á Drangsnesi er lögð rík áhersla á vellíðan nemenda og að þaðan útskriftist lífsglaðir nemendur með jákvæða sjálfsmynd. Einn mikilvægasti liður í því að svo megi verða er að skapa skilyrði sem draga verulega á líkum á því að einelti komi upp. Einelti er skilgreint á eftirfarandi hátt. Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Einelti getur verið margskonar; líkamlegt, andlegt, félagslegt, rafrænt, munnlegt o.s.frv. Vorið 2020 verður núgildandi eineltisáætlun endurskoðuð af starfsmönnum, foreldrum og nemendum skólans.