Skólaíþróttir

Í fámennum skóla eins og Grunnskólanum á Drangsnesi fer kennsla að mestu leyti fram í samkennslu árganga. Námsgreinarnar þróttir og sund eru kenndar í samkennslu. 

Heilbrigði og velferð er einn grunnþáttanna í skólastarfi í dag og byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan sem ræðst af flóknu samspili einstaklings, aðstæðna og umhverfis. Því skal skólastarf skipulagt til að efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan nemenda. Skólaíþróttir gegna veigamiklu hlutverki í heilsuuppeldi og heilsurækt nemandans allan grunnskólann. Öll hæfniviðmið skulu höfð í huga því markviss hreyfing og notkun líkamans í skólaíþróttum er mikilvægur hluti þeirrar heilsuræktar og heilsueflingar sem nemendur þurfa á að halda í grunnskóla. Í samkennslu, eins og er í Grunnskóla Drangsness, þar sem nemendur eru á öllum aldri, með ólíkar þarfir og afkastagetu þá þarf að sníða íþróttatímana að því að þeir henti öllum og að námsmarkmið allra aldurshópa séu til staðar. Mikið er unnið með stöðvaþjálfun þar sem nemendur læra að vinna með eigin líkama, algjörlega út frá einstaklingsgetu. Með því móti er hægt að vinna sem best út frá hæfniviðmiðum aðalnámskrár með því að nýta hæfniviðmiðin í uppsetningu og skipulagningu æfinga og stöðva.  Sund er kennt í lotum þar sem nemendur fá 1×60 mín kennslustund í viku í tæpar 12 vikur á haustönn og vorönn. Kennsluaðferðir koma til móts við sundgetu nemenda en um leið er byggt ofaná getu hvers og eins. Mest er notast við sjálfstæð vinnubrögð þar sem nemendur vinna eftir sýnikennslu kennara. Reynt er að hafa tímana fjölbreytta til þess að nemendur séu sem best undirbúnir undir námsmat auk þess sem rík áhersla er lögð á að gera viðhorf nemenda til notkun sundstaða jákvæða með því að gefa þeim möguleika á að slaka á í heitum pottum eða leika sér að hefðbundinni sundkennslu lokinni. Markmiðið er að nemendur þekki allar helstu íþróttagreinar og fái færi á að öðlast næmi fyrir því hvers konar hreyfing hentar þeim. Á skólaárinu 2019-2020 fá nemendur kennslu í undirstöðuatriðum í skíðaíþróttinni (gönguskíði) hjá kennara Skíðafélags Strandamanna og barnajóga. 

 

Grunnskóli Drangsness 2019-2020

Námsgrein: Íþróttir og sund í öllum deildum

Kennarar: Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir, Patricia Burk stundakennari og Hjördís Klara Hjartardóttir sundkennari. Auk þess kemur hjúkrunarfræðingur frá HVE tvisvar á ári og ræðir við nemendur.   

Tímafjöldi á viku: 2 kennslustundir í íþróttum á viku og 1×60 mín. sundtími á viku (haustönn og vorönn).

Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn 

Á haustönn verður áhersla á þrek- og þolæfingar með t.d. með stöðvaþjálfun hjá eldri og “píp” prófum hjá miðdeild á vorönn verður áhersla á jóga. 

Eldri nemendum hefur verið boðið upp á valtíma sem heitir “Rækt” en enginn nemandi er í eldri deild þetta skólaárið.


Námsmat: Í lok annar fá nemendur í mið og yngri deild umsögn. Eldri nemendur fá bókstaf.

 

Hæfniviðmið, við lok 4. bekkjar getur nemandi

Leiðir

Námsmat

Líkamsvitund, leikni og afkastageta

•gert æfingar sem reyna á þol, 

•gert hreyfingar sem reyna á stöðujafnvægi og hreyfijafnvægi, 

•sýnt einfaldar hreyfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu, 

•sýnt nokkra boltafærni og tekið þátt í nokkrum mismunandi boltaleikjum, 

• tekið þátt í stöðluðum prófum, 

•kafað, velt sér af kvið á bak og öfugt og tekið þátt í leikjum í vatni. Synt sporðtök, bringusund, skólabaksund, baksund og skriðsund með eða án hjálpartækja stuttar vegalengdir. 

  • Ýmsar æfingar og leikir sem miðast að því að ná markmiðunum t.d. Boltaleikir, jafnvægisþrautabrautir, kollhnís o.fl. 
  • Jógaæfingar   
  • SUND

Símat

Félagslegir þættir

unnið með þær tilfinningar sem fylgja því að vinna og tapa í leikjum, 

•skilið skipulagshugtök í skólaíþróttum og farið eftir leikreglum, 

• gert sér grein fyrir eigin líkamsvitund og einkastöðum líkamans.

  • nemendum er skipt í lið í leikjum og hvattir til að vinna saman. 
  • Starfsmaður HVE fer yfir líkamsvitund og einkastaði með nemendum. 

Símat

Heilsa og efling þekkingar

•skýrt mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun, 

• útskýrt líkamlegan mun á kynjum, 

•notað einföld hugtök sem tengjast sundiðkun, íþróttum og líkamlegri áreynslu, 

• þekkt heiti helstu líkamshluta, magn- og afstöðuhugtaka og hreyfinga, 

•sett sér einföld þjálfunarmarkmið í íþróttum og heilsurækt og unnið að þeim, 

• gert einfaldar mælingar og talningar í leikjum, 

• tekið þátt í gömlum íslenskum leikjum og æfingum, 

• tekið þátt í útivist og búið sig til útiveru með tilliti til veðurs. Ratað um skólahverfi sitt og þekkt göngu- og hjólaleiðir nærumhverfis.

  • Starfsmaður HVE ræðir mikilvægi hreinlætis og líkamlegan mun á kynjum.
  • SUND
  • Lífshlaupið, göngum í skólann o.s.frv.
  • göngutúrar
  • farið í leiki,
  • gönguskíðanámskeið
  • Símat

Öryggis- og skipulagsreglur

farið eftir öryggis-, skipulags og umgengnisreglum sundstaða og brugðist við óhöppum.

  • farið yfir umgengisreglur sundstaðarins. 
  • Símat

 

Hæfniviðmið, við lok 7. bekkjar getur nemandi

Leiðir

Námsmat

Líkamsvitund, leikni og afkastageta

•gert æfingar sem reyna á loftháð þol, 

• gert æfingar sem reyna á styrk og stöðugleika útlima og bols, 

• gert flóknar samsettar æfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu, 

• sýnt leikni í nokkrum mismunandi íþróttagreinum, 

• tekið þátt í stöðluðum prófum til að meta þrek og hreysti, lipurð og samhæfingu, 

• synt viðstöðulaust baksund, skriðsund og kafsund 8 m auk þess að stinga sér af bakka. 

  • Ýmsar æfingar og leikir sem miðast að því að ná markmiðunum t.d. Boltaleikir, jafnvægisþrautabrautir, kollhnís o.fl. 
  • Jógaæfingar   
  • SUND
  • Símat

Félagslegir þættir

•sýnt virðingu og góða framkomu hvort sem leikur vinnst eða tapast. Jafnframt viðhaft jákvæð og árangursrík samskipti til að efla liðsanda, 

• skýrt mikilvægi þess að hafa leikreglur, farið eftir þeim bæði í hóp- og einstaklingsíþrótt, 

• rætt líkamsvitund, kynheilbrigði, staðalímyndir í íþróttaumfjöllun og tekið virka afstöðu gegn ofbeldi.

  • nemendum er skipt í lið og hvattir til að vinna saman. 
  • Starfsmaður HVE fer yfir líkamsvitund og einkastaði með nemendum. 
  • Símat

Heilsa og efling þekkingar

•gert sér grein fyrir gildi heilbrigðs lífernis fyrir starfsemi líkamans og mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun, 

• útskýrt misjafnan líkamlegan þroska einstaklinga og kynja, 

• notað hugtök sem tengjast sundiðkun og íþróttum, 

• tengt hlutverk taugakerfis, hjarta, blóðrásar og lungna við líkamlega áreynslu, 

• nýtt niðurstöður prófa til að setja sér skammtíma- og langtímamarkmið í íþróttum og heilsurækt og unnið að þeim, 

• sótt sér margvíslegar upplýsingar við undirbúning og úrvinnslu verkefna í skólaíþróttum og útivist, 

• notað mælingar með mismunandi mælinákvæmni við mat á afkastagetu. 

• tekið þátt í glímu og ýmsum leikjum, • tekið þátt á ábyrgan hátt í útivist með tilliti til aðstæðna og ratað um landsvæði eftir korti.

Öryggis- og skipulagsreglur

  • tekið ákvarðanir á grundvelli öryggis- og umgengnisreglna og brugðist við óvæntum aðstæðum. Framkvæmt og útskýrt helstu atriði skyndihjálpar, endurlífgunar og björgunar úr vatni og notkun björgunaráhalda. Bjargað jafningja á björgunarsundi.
  • Starfsmaður HVE ræðir gildi heilbrigðis lífernis og mikilvægi hreinlætis 
  • SUND
  • Lífshlaupið, göngum í skólann o.s.frv.
  • göngutúrar
  • gönguskíðanámskeið
  • farið yfir umgengisreglur sundstaðarins.
  • Símat
     

 

Hæfniviðmið, við lok 7. bekkjar getur nemandi

Leiðir

Námsmat

Líkamsvitund, leikni og afkastageta

•gert æfingar sem reyna á loftháð þol, 

• gert æfingar sem reyna á styrk og stöðugleika útlima og bols, 

• gert flóknar samsettar æfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu, 

• sýnt leikni í nokkrum mismunandi íþróttagreinum, 

• tekið þátt í stöðluðum prófum til að meta þrek og hreysti, lipurð og samhæfingu, 

• synt viðstöðulaust baksund, skriðsund og kafsund 8 m auk þess að stinga sér af bakka. 

  • Ýmsar æfingar og leikir sem miðast að því að ná markmiðunum t.d. Boltaleikir, jafnvægisþrautabrautir, kollhnís o.fl. 
  • Jógaæfingar   
  • SUND
  • Símat

Félagslegir þættir

•sýnt virðingu og góða framkomu hvort sem leikur vinnst eða tapast. Jafnframt viðhaft jákvæð og árangursrík samskipti til að efla liðsanda, 

• skýrt mikilvægi þess að hafa leikreglur, farið eftir þeim bæði í hóp- og einstaklingsíþrótt, 

• rætt líkamsvitund, kynheilbrigði, staðalímyndir í íþróttaumfjöllun og tekið virka afstöðu gegn ofbeldi.

  • nemendum er skipt í lið og hvattir til að vinna saman. 
  • Starfsmaður HVE fer yfir líkamsvitund og einkastaði með nemendum. 
  • Símat

Heilsa og efling þekkingar

•gert sér grein fyrir gildi heilbrigðs lífernis fyrir starfsemi líkamans og mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun, 

• útskýrt misjafnan líkamlegan þroska einstaklinga og kynja, 

• notað hugtök sem tengjast sundiðkun og íþróttum, 

• tengt hlutverk taugakerfis, hjarta, blóðrásar og lungna við líkamlega áreynslu, 

• nýtt niðurstöður prófa til að setja sér skammtíma- og langtímamarkmið í íþróttum og heilsurækt og unnið að þeim, 

• sótt sér margvíslegar upplýsingar við undirbúning og úrvinnslu verkefna í skólaíþróttum og útivist, 

• notað mælingar með mismunandi mælinákvæmni við mat á afkastagetu. 

• tekið þátt í glímu og ýmsum leikjum, • tekið þátt á ábyrgan hátt í útivist með tilliti til aðstæðna og ratað um landsvæði eftir korti.

  • Starfsmaður HVE ræðir gildi heilbrigðis lífernis og mikilvægi hreinlætis 
  • SUND
  • Lífshlaupið, göngum í skólann o.s.frv.
  • göngutúrar
  • gönguskíðanámskeið
  • Símat

Öryggis- og skipulagsreglur

•gert sér grein fyrir mikilvægi öryggis- og umgengnisregla og tekið ákvarðanir á þeim grunni. Beitt helstu atriðum skyndihjálpar, endurlífgun og bjargað jafningja á sundi stutta sundleið.

  • farið yfir umgengisreglur sundstaðarins. 
  • Símat

 

Hæfniviðmið, við lok 10. bekkjar getur nemandi

Leiðir

Námsmat

Líkamsvitund, leikni og afkastageta

  •gert æfingar sem reyna á loftháð og loftfirrt þol, 

•sýnt og framkvæmt styrktaræfingar sem reyna á hámarksgetu og úthald í kyrrstöðu og hreyfingu, 

•gert liðleikaæfingar sem reyna á hreyfivídd og hreyfigetu, sýnt útfærslu flókinna hreyfinga þannig að þær renni vel saman, gert rytmískar æfingar og fylgt takti, 

•tekið þátt í hópíþróttum, einstaklingsíþróttum og heilsurækt innan og utan skólans, 

•nýtt sér stöðluð próf til að meta þrek og hreysti, lipurð og samhæfingu, 

•sýnt leikni og synt viðstöðulaust í bringusundi, baksundi, skriðsundi, flugsundi og kafsundi auk þess að geta troðið marvaða. 

  • Kennari kennir nemendum ákveðna færni í hinum ýmsu æfingum svo námsmarkmið árgangsins náist. Síendurteknar æfingar með hliðsjón af námsmarkmiðunum eru lykillinn að því að þau náist 
  • Geta sýnt og framkvæmt styrktaræfingar sem reyna á hámarksgetu og úthald í kyrrstöðu og hreyfingu
  • Ýmsar æfingar og leikir sem miðast að því að ná markmiðunum t.d. Boltaleikir, jafnvægisþrautabrautir, kollhnís o.fl.
  • Jógaæfingar
  • SUND
  • Símat

Félagslegir þættir

skilið mikilvægi virðingar og góðrar framkomu til að efla liðsandann og skilið mikilvægi góðrar ástundunar, sjálfsaga, sjálfstæðra vinnubragða, samvinnu og tillitsemi í tengslum við góðan árangur í íþróttum,

•þekkt mismunandi tegundir leikreglna, farið eftir þeim og sýnt háttvísi í leik, bæði í hóp og einstaklingsíþrótt, 

•rökrætt kynheilbrigði, kyn-og staðalímyndir, afleiðingar eineltis og tekið virka afstöðu gegn ofbeldi.

  • nemendum er skipt í lið og hvattir til að vinna saman. 
  • Starfsmaður HVE fer yfir líkamsvitund og einkastaði með nemendum. 
  • Símat

Heilsa og efling þekkingar

 • skýrt helstu áhrif hreyfingar á líkamlega og andlega líðan og mikilvægi góðrar næringar fyrir vöxt og viðhald líkamans, 

•rætt eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heilbrigði bæði sínu eigin og annarra, 

•útskýrt þjálfunaraðferðir og notað hugtök sem tengjast sundiðkun og ýmsum íþróttum, •vitað hvaða hlutverk helstu vöðvahópar líkamans hafa í tengslum við þjálfun líkamans, 

•sett sér skammtíma- og langtímamarkmið í íþróttum og heilsurækt, gert og framkvæmt eigin þjálfunaráætlun á grundvelli niðurstaðna prófa,

• sótt og nýtt sér upplýsingar við alhliða heilsurækt og mat á eigin heilsu, 

•notað mælingar með mismunandi mælinákvæmni við mat á afkastagetu,

•tekið þátt í leikjum af margvíslegu tagi, 

•sýnt ábyrgð í útivist. Skýrt tákn korta, tekið stefnu með áttavita og ratað um landsvæði eftir korti.

  • Starfsmaður HVE ræðir gildi heilbrigðis lífernis og mikilvægi hreinlætis 
  • SUND
  • Lífshlaupið, göngum í skólann o.s.frv.
  • göngutúrar
  • gönguskíðanámskeið
  • Símat

Öryggis- og skipulagsreglur

 • tekið ákvarðanir á grundvelli öryggis- og umgengnisreglna og brugðist við óvæntum aðstæðum. Framkvæmt og útskýrt helstu atriði skyndihjálpar, endurlífgunar og björgunar úr vatni og notkun björgunaráhalda. Bjargað jafningja á björgunarsundi.

  • farið yfir umgengisreglur sundstaðarins. 
  • Símat