Sviðslistir
Grunnskóli Drangsness 2019-2020 Námsgrein: Dans og leiklist Kennarar: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Elín Agla Briem, Marta Guðrún Jóhannesdóttir og Jón Pétur Úlfljótsson ásamt öðrum gestakennurum. Tímafjöldi á viku: Kennt í lotum Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn |
Hæfniviðmið í sviðslistum (dans og leiklist) sem koma til viðbótar sameiginlegum hæfniviðum í list- og verkgreinum má nálgast á heimasíðu Menntamálastofnunar https://vefir.mms.is/namsmat/pdf/haefnividmid/svidslistir/svidslist.pdf Nemendur Grunnskóla Drangsness stunda nám í danskennslu undir stjórn Jóns Péturs Úlfljótssonar með nemendum Grunnskólans á Hólmavík árlega eina viku í senn á vorönn. Leiklistin skipar stóran sess á hverju vori þar sem nemendur setja upp stóra leiksýningu. Ferlið hefst með því að nemendur og kennarar ákveða hvort skuli flytja tilbúið leikrit eða hvort það eigi að vera frumsamið eða byggt á bókmenntum. Skólaárið 2018-2019 settu nemendur á svið leikrit um Sossu Sólskinsbarn sem var byggt á bókum Magneu frá Kleifum og nemendur skrifuðu leikgerðina með aðstoð kennara. Nemendur leika, syngja auk þess að sinna öðrum verkefnum sem fylgja leikhúsinu (förðun, sviðsmynd, búningar, ljós o.fl.). Aðaláherslan er á að efla sjálfstraust, þjálfa samvinnu, þolinmæði og framsögn. Auk þess sem lýðræðið skipar stóran sess í ferlinu þar sem nemendur taka þátt frá upphafi. |