
Náttúrugreinar í yngstu deild
Þessi kafli verður uppfærður haust 2025
Grunnskóli Drangsness 2025-2026 Námsgrein: Náttúrugreinar í yngstu deild Kennarar: Ásta Þórisdóttir Tímafjöldi á viku: 1-3 kennslustundir, kennsla í náttúrugreinum fer einnig fram í smiðju. Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn |
Kennsla náttúrugreina í yngstu deild er þemaskipt og er stefnt að því að ljúka við að byggja góðan grunn undir áframhaldandi nám í sem flestum greinum sem falla undir námssviðið. Börnin læra þannig að þekkja helstu dýrategundir og skiptingu þeirra t.d. í húsdýr og villt dýr, áhersla er lögð á að nemendur öðlist góða þekkingu á náttúru í heimabyggð; dýrategundum, afkomu sem byggir t.d. á sjávarútvegi o.s.frv. Gerðar eru einfaldar tilraunir úti og inni sem miða allar að því að kynda undir áhuga og forvitni nemenda á námsgreininni.
Dæmi um námsefni í náttúrufræði á yngsta stigi: Húsdýrin, fuglavefurinn, þemahefti og fleira efni sem finna má á vef Menntamálastofnunar. Leikir og ýmis önnur námsgögn sem reyna á skilning nemenda á plöntum, dýraríkinu, líf á landi og líf í sjó o.s.frv. Myndbönd nýtt reglulega, sértaklega áhugavekjandi og stuttar fræðslumyndir af vefnum. Verklegar æfingar og kennsla utandyra eins oft og mögulegt er, þátttaka í smiðjum s.s. eins og flóru-, fugla- og plánetusmiðju. |