Stærðfræði á unglingastigi
Grunnskóli Drangsness 2023-2024
Unglingadeild (8.-10. bekkur) Engir nemendur á unglingastigi þetta skólaárið Námsgrein: Stærðfræði Kennarar: Tímafjöldi á viku: 4-6 kennslustundir þar af 2-3 inni í smiðjutímum Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn |
Stærðfræðikennsla í Grunnskóla Drangsness er í samkennslu og byggist á einstaklingsmiðaðri kennslu. Þó er áhersla lögð á að nemendur vinni í hópum þar sem hægt er að koma því við.
Í vinnslu! |
Í lok 10. bekkjar skal nemandi hafa náð eftirfarandi viðmiðum
Hæfniviðmið | Leiðir, kennari | Leiðir, nemandi | Námsmat |
Að geta spurt og svarað með stærðfræði
Að nemandi geti: – rætt um stærðfræðileg hugtök, tilgang þeirra og takmörk. – fundið, sett fram og afmarkað stærðfræðiþrautir, lagt mat á lausnir m.a. með því markmiði að alhæfa út frá þeim – sett upp, túlkað og gagnrýnt stærðfræðilegt líkan af raunverulegum aðstæðum – unnið með einfaldar sannanir |
|
|
|
Að kunna að fara með tungumál og verkfræði stærðfræðinnar
Að nemandi geti: – sett fram og notað mismunandi framsetningu sama fyrirbæris – þýtt úr daglegu máli yfir á táknmál stærðfræðinnar – tjál sig munnlega, skriflega og myndrænt um stærðfræðileg efni. – valið verkfæri og notað markvisst til að rannsaka stærðfræðileg efni og setja fram niðurstöður. |
| ||
Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar
Að nemandi geti: – notað hlutbundin gögn og teikningar til að þróa lausnaleiðir – sett fram tilgátur og gert tilraunir með áþreifanlegum gögnum – undirbúið og flutt stærðfræðikynningar – notað stærðfræði til að finna lausnir á verkefnum sem takast þarf á við í daglegu lífi og gera sér grein fyrir verðgildi peninga. |
| ||
Tölur og reikningur
Að nemandi geti: -notað rauntölur og greint samhengi milli talna í ólíkum talnamengjum – notað sætiskerfisrithátt og sýnt að hann skilur þær reglur sem gilda um hann. – skýrt sambandið milli almennra brota, tugabrota og prósenta. – leyst viðfangsefni daglegs lífs með hugarreikningi, vasareikni, tölvuforritum og skriflegum útreikningum. – reiknað með ræðum tölum m.a. við lausnir á jöfnum – notað almenn brot, tugabrot og prósentur við útreikninga á daglegum viðfangsefnum – nýtt sér samhengi og tengsl reikniaðgerðanna og notað þá þekkingu við útreikninga og mat á þeim |
|
| |
Algebra
Að nemandi geti: -unnið með talnarunur og rúmfræðimynstur til að rannsaka og koma skipulagi á og alhæfa um það á táknmáli algebrunnar og sett fram stæður með breytistærðum – leyst jöfnur og einfaldar ójöfnur – leyst saman jöfnur með fleiri ein einni óþekktri stærð. – ákvarðað lausnir á jöfnum og jöfnuhneppum með myndritum og lýst samandi breytistærða með föllum. |
| ||
Rúmfræði og mælingar
Að nemandi geti: – notað undirstöðuhugtök rúmfræðinnar þar með talin hugtök um stærðarhlutföll, innbyrðis afstöðu lína, færslur og fræðilega eiginleika tví- og þrívíðra forma – teiknað skýringarmyndir og unnið með teikningar annarra – notað mælikvarða og unnið með einslaga form, útskýrt Pýþagoras og reglu um hornasummu í marghyrningi og beitt henni í margvíslegu samhengi. Reiknað út hliðarlengdir og horn þríhyrninga út frá þekktum eiginleikum. – mælt ummál, flöt og rými, reiknað stærð þeirra. – sett fram einföld rúmfræðileg rök og sannanir – Túlkað jöfnur í hnitakerfi og notað teikningar í hnitakerfi til að leysa þær. |
|
|
|
Tölfræði og líkindi
Að nemandi geti: -geti notað tölfræðihugtök til að setja fram, lýsa, skýra og túlka gögn. – skipulagt og framkvæmt einfaldar tölfræðikannanir og dregið ályktanir af þeim. – lesið, skilið og lagt mat á upplýsingar á tölfræðiupplýsingar – framkvæmt tilraunir og túlkað niðurstöður | – Einstaklingsmiðuð kennsla
– Þrautalausnir – umræða | -Kaflapróf
– vinnusemi |