Skólamyndataka
Við skelltum í skólamynd síðastliðinn föstudag „tíundubekkingurinn okkar“ sem stundar nú nám við Menntaskólann á Akureyri fékk að vera með á myndinni.
Við skelltum í skólamynd síðastliðinn föstudag „tíundubekkingurinn okkar“ sem stundar nú nám við Menntaskólann á Akureyri fékk að vera með á myndinni.
Nemendur og starfsfólk munu hefja páskafrí í dag en hefð er fyrir því að árshátíð sé haldinn þennan dag en vegna ástandsins hefur henni verið frestað um óákveðin tíma.
Nemendur fóru þess í stað í páskaeggjaratleik og áttu svo notalegan morgun í skólanum. Vorið er komið í pásu en þau létu veðrið ekki hafa áhrif á sig og luku við allar þrautirnar.
Meðfylgjandi er myndband af yngstu nemendunum stíga dans á þessum apríldegi.
Við í Grunnskóla Drangsness óskum ykkur öllum gleðilegra páska og njótum þess að vera heima yfir hátíðarnar.
Miðdeildarstelpurnar fóru í göngutúr á þessum fallega degi og tóku myndir og myndbönd. Þrátt fyrir snjó er vor í lofti. https://www.youtube.com/watch?v=upgwfyVU6t8
Hér geta áhugasamir skoðað myndir úr skólastarfinu 🙂
Eftir tilmæli frá heilsugæslu þá mun frá og með deginum í dag og þar til samkomubanni verður aflétt mun ríkja gestakomubann í skólanum. Staðan verður metin að nýju eftir páska.
Ekki verður tekið á móti nýjum gestanemendum eða utanaðkomandi gestum á tímabilinu en öllum velkomið að hafa samband í síma 451-3436 og í gegnum netfangið skoli@drangsnes.is
Grunnskóli Drangsness verður settur miðvikudaginn 21. ágúst nk. en kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 22. ágúst. Foreldrar barna í 1.-4. bekk eru beðnir um að senda inn umsókn um vist í skólaseli hið fyrsta eða fyrir föstudaginn 16. ágúst. Við hvetjum foreldra einnig til þess að virkja lykilorð sitt að námsumsjónarkerfinu Námfúsi þar sem m.a. má fá aðgang að stundaskrám o.s.frv.
Við hlökkum til samstarfsins framundan, nýrra og spennandi verkefna á skólaárinu!
Með síðsumarkveðju
skólastjóri
Mánudaginn 8. október tóku umsjónarkennarar skólans þær Aðalbjörg (Alla) og Heiðrún þátt í PALS námskeiði í Reykhólaskóla. PALS er lestraraðferð sem byggir upp færni nemenda í lestri og lesskilningi með æfingum sem þeir vinna í 35-45 mínútur í senn, þrisvar sinnum í viku. Námskeiðið var haldið á vegum SÍSL (Sérfræðingateymi í samfélagi sem lærir) sem átti frumkvæði að innleiðingu PALS í íslensku samfélagi. Eftir haustfrí munu kennarar hefja PALS kennslu á yngsta stigi og miðstigi.