Rýmingaráætlun vegna snjóflóðahættu og eldsvoða
Þegar snjóþungt er myndast hengjur fyrir ofan skólahúsnæðið sem starsfmenn og nemendur þurfa að varast. Ef líkur eru á snjóflóði berst skólanum aðvörun frá viðbragðsaðilum en við þannig aðstæður er fylgst sérstaklega með þeim svæðum þar sem ofanflóða má vænta. Ef tilkynning berst frá Veðurstofu Íslands um að hætta sé á ofanflóði á Drangsnesi skal unnið eftir eftirfarandi rýmingaráætlun:Skólastjóri fær boð frá Veðurstofu Íslands um að hætta sé á ofanflóði. Þar sem um hættuástand er að ræða ræsir skólastjóri viðvörunarvælu og hringir í síma 112 og tilkynnir um hættu.
2. Kennarar undirbúa rýmingu kennslustofunnar og fara eftir ákveðnum leiðbeiningum sem er að finna í öllum kennslustofum. Teikningar af útgönguleiðum eru á göngum skólans. Nemendur yfirgefa ekki kennslustofur fyrr en kennari hefur kannað hvort útgönguleiðin sé greið. Hver kennari er ábyrgur fyrir þeim bekk/hóp sem hann er að kenna þegar hættuástand skapast og að koma nemendum á rétt söfnunarsvæði og þarf hann að muna eftir nafnalista. Ætíð skal velja þann neyðarútgang sem er næstur. Sá aðili sem síðastur fer út úr hverri stofu skal loka öllum hurðum á eftir sér.
3. Þegar komið er út á söfnunarsvæðin er mjög mikilvægt að nemendur standi í stafrófsröð hjá sínum kennara sem fer yfir nafnalistann og kannar hvort allir séu komnir út. Kennarinn kemur síðan upplýsingum um stöðuna til umsjónarmanns söfnunarsvæðis.
4. Umsjónarmenn söfnunarsvæða koma upplýsingum um stöðuna til skólastjórnenda eða umsjónarmanns.
5. Þegar björgunaraðilar koma á staðinn gefur skólastjórnandi/umsjónarmaður varðstjóra upplýsingar um stöðuna.
Sjá um rýmingu skólahúsnæðis vegna eldsvoða hér
Rýmingaráætlun vegna eldsvoða.