Samfélagsgreinar á yngsta stigi
Grunnskóli Drangsness 2019-2020 Námsgrein: Samfélagsgreinar í yngstu deild Kennarar: Marta Guðrún Jóhannesdóttir Tímafjöldi á viku: 2 kennslustundir á viku auk kennslustunda í smiðju. Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn |
Í 1.-4. bekk fer nám í samfélagsgreinum fram í smiðjutímum og er samþætt öðrum námsgreinum s.s. eins og íslensku og náttúrufræði. Unnið er eftir fyrirframákveðnum þemum yfir skólaárið sem taka m.a. til landafræði, sögur, trúarbragðafræði, siðfræði o.s.frv. Lífsleikni er kennd sérstaklega á haustönn og námsefnið Spor 1 lagt til grundvallar. Rík áhersla er á að þjálfa félagsfærni nemenda og leitað stuðnings fagaðila ef þörf krefur. Bókmenntir leika lykilhlutverk í kennslu samfélagsgreina og leitast kennarar við að nota texta þar sem fengist er við ólík samfélagsform, fjölskyldugerðir, trúar- og menningarheima ásamt öðru. Landafræði er fyrst og fremst kennd á myndrænan hátt og með árlegum skólaferðalögum en námsefnið Lubbi finnur málbein felur í sér afar hentuga leið til þess að kynna Ísland fyrir nemendum. |
Hæfniviðmið, við lok 4. bekkjar getur nemandi | Leiðir, kennari | Leiðir, nemandi | Námsmat |
Reynsluheimur Umhverfi, samfélag, saga , menning: Hæfni nemanda til að skilja veruleikann.•borið kennsl á gildi, svo sem virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhyggju og sáttfýsi, • bent á tengsl valinna þátta í samfélagi, náttúru, trú og lífsviðhorfi, einkum í nærsamfélaginu, • lýst samhengi orða, athafna og afleiðinga, • nefnt dæmi um einkenni og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu, sögu og menningar, •sagt frá einkennum og sögu heimabyggðar og tengslum við önnur svæði á Íslandi, • aflað sér og nýtt vitneskju um samfélagsmálefni í námsgögnum og miðlum. • rætt um samfélagið og notað valin hugtök í því samhengi, • gert sér grein fyrir nokkrum einkennum þess að náttúrufar breytist vegna ytri áhrifa, • sagt frá dæmum, um hvernig loftslag og gróðurfar hafa áhrif á hvernig fólk lifir, •bent á dæmi um áhrif tækni og framkvæmda á mannlíf og umhverfi, • gert sér grein fyrir gildi náttúru og umhverfis og mikilvægi góðrar umgengni, • áttað sig á hlutverki landakorta og notagildi þeirra, • sagt frá atburðum og persónum á völdum tímum, sem tengjast nærsamfélaginu,• velt fyrir sér upplýsingum, gildi þeirra og áreiðanleika, • komið auga á nokkra þætti sem hafa haft áhrif á mannlífið í tímans rás, svo sem umhverfi og skipulag samfélaga, • sagt frá gerð og mótun íslensks samfélags fyrr og nú, • sagt frá völdum þáttum og tímabilum í sögu fjölskyldu og heimabyggðar, • bent á dæmi um hvernig sagan birtist í munum og minningum, • áttað sig á að trúar- og lífsviðhorf fólks birtast í mismunandi viðhorfum, siðum og venjum, • velt fyrir sér nærtækum spurningum sem tengjast trú, lífsviðhorfi og breytni, • sagt deili á nokkrum frásögnum, helstu hátíðum og siðum kristni og annarra trúarbragða, einkum í nærsamfélaginu, • áttað sig á muninum á völdum þáttum trúar- og lífsviðhorfa, • komið auga á dæmi um áhrif Biblíunnar á samfélagið, • nefnt dæmi um trúarlegar vísanir í listum og bókmenntum, • áttað sig á mikilvægi fjölskyldunnar og fjölbreytni fjölskyldugerða í samfélagi manna, • bent á dæmi um lýðræðislega þætti í nærsamfélaginu, • bent á nokkrar mikilvægar stofnanir samfélagsins, • áttað sig á gildi samhjálpar í samfélaginu, • áttað sig á að hann er hluti af stærra samfélagi, • varast hættur á heimili sínu og í nágrenninu. | smiðjuvinnabein kennsla, söguaðferð, verklegar æfingar, hópverkefni, hreyfing, söngur, umræða, hugmyndavinna, námsleikir, samvinnunám, sköpun, tjáning, umræður, viðfangsefni tengd daglegu lífi, vinnubókarkennsla, útikennsla,vettvangsferðir, t.d. í Fiskvinnsluna Drang, að Kerlingunni, viðtöl við eldri íbúa í þorpinu, fræðsla (vitundarvakning) , fræðsla frá fulltrúum stofnana, s.s. heilsugæslu, slökkvilið o.fl. sem veita fræðslu um ýmislegt sem kemur að öryggi barna, Unicef dagurinn, , samstarf við Galdrasýningu á Ströndum. | Umræður, sjálfstæð, vinnubrögð, undirbúa og flytja kynningar myndbandagerð og fleira. | Sjálfsmat, jafningjamat og leiðsagnarmat. Umsögn við annarlok. |
Hugarheimur Sjálfsmynd: Hæfni nemanda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum.• sagt frá sjálfum sér með hliðsjón af búsetu, uppruna, fjölskyldu, siðum og venjum, • bent á gildi jákvæðra viðhorfa og gilda fyrir sjálfan sig, • bent á dæmi um hefðbundin kynhlutverk og breytingar á þeim, • gert sér grein fyrir hvar styrkur hans liggur, •bent á fyrirmyndir sem hafa áhrif á hann, • áttað sig á og lýst ýmsum tilfinningum, svo sem gleði, sorg og reiði, • gert sér grein fyrir þörf sinni fyrir næringu, hvíld, hreyfingu og hreinlæti, • gert sér grein fyrir að í umhverfinu eru margvísleg áreiti, jákvæð og neikvæð, sem hafa áhrif á líf hans, • gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna,•sett sig í spor annarra jafnaldra | smiðjuvinnabein kennsla, verklegar æfingar, hópverkefni, hreyfing, söngur, umræða, hugmyndavinna, námsleikir, samvinnunám, sköpun, tjáning, umræður, viðfangsefni tengd daglegu lífi, vinnubókarkennsla, útikennsla, vitundarvakning, (fræðsla frá t.d. ‘78, Tabú o.fl.) | Sjálfstæð vinnubrögð, undirbúngingur og flutningur kynninga. | Sjálfsmat, jafningjamat og leiðsagnarmat. Umsögn við annarlok. |
Félagsheimur Samskipti: Hæfni nemanda til að mynda og þróa tengsl við aðra.•tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi, • áttað sig á að fólk býr við ólík fjölskylduform, hefur ólíkan bakgrunn og ber virðingu fyrir mismunandi lífsviðhorfum og lífsháttum, • hlustað á og greint að, ólíkar skoðanir, • rætt um valin samfélagsleg og siðferðileg málefni, • rætt um réttindi sín og skyldur í nærsamfélaginu og sýnt ábyrgð í samskiptum við aðra og þekki til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, • tjáð þekkingu sína og viðhorf með ýmsum hætti, • áttað sig á gildi jafnréttis í daglegum samskiptum• sýnt tilitssemi og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra, • áttað sig á ýmiss konar afleiðingum athafna sinna, • sýnt að hann virðir reglur í samskiptum fólks, skráðar og óskráðar, og nefnt dæmi um slíkar reglur, • sett sig inn í málefni nærsamfélagsins, • sýnt tillitssemi og umhyggju í leik og starfi. | smiðjuvinnabein kennsla, verklegar æfingar, hópverkefni, hreyfing, söngur, umræða, hugmyndavinna, námsleikir, samvinnunám, sköpun, tjáning, umræður, viðfangsefni tengd daglegu lífi, vinnubókarkennsla, | Sjálfstæð vinnubrögð, undirbúngingur og flutningur kynninga. | Sjálfsmat, jafningjamat og leiðsagnarmat. Umsögn við annarlok. |