Samstarf

Foreldrasamstarf og samstarf við nærsamfélagið

Gott samstarf heimilis og skóla liggur góðu skólastarfi til grundvallar. Foreldrar og forráðamenn skólans ásamt öðrum velunnurum skólans (ömmum, öfum, systkinum og íbúum hreppsins) eru sérstaklega hvattir til þess að heimsækja skólann. Foreldrar eiga greiðan aðgang að skólanum og starfsmönnum hans og samráðsfundir/foreldrafundir eru haldnir þrisvar sinnum yfir skólaárið. Foreldrar taka þátt í helstu viðburðum skólans og opnum húsum, skiptast á að sjá um veitingar og koma að undirbúningi árshátíðar. Kaldrananeshreppur er fámennt sveitarfélag og hefur skólinn mikilvægu og fjölþættu hlutverki að gegna, í honum er t.a.m. kapella þar sem kirkjulegar athafnir fara fram. Íbúar koma að starfi skólans á ýmsan hátt, heimsækja okkur á opnum húsum og koma til aðstoðar þegar þörf er á ásamt því að taka á móti nemendum og starfsmönnum. Þá hafa fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu einnig staðið vel við bakið á okkur. Mikilvægt er að hlúa áfram að þessu sambandi og samstarfi sem ríkir á milli íbúa hreppsins og skólans.