Enska

Grunnskóli Drangsness 2019-2020

Námsgrein: Enska í yngstu deild

Kennarar: Marta Guðrún Jóhannesdóttir 

Tímafjöldi á viku: 1-2 kennslustundir

Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn 

Nám í ensku í yngstu deild fer fyrst og fremst fram í gegnum leik, tónlist og myndrænt efni. Nemendur efla orðaforða sinn á ýmsa vegu og þó fyrst og fremst með Adventure Island orðasjóðnum. Unnið er eftir ákveðnum þemum t.d. dýr (woodland animals, pets, o.s.frv.), líkaminn, litir, form og tölur, hver er ég? o.fl. Eftir því sem líður á námið eru helstu málfræðiatriði kynnt s.s. eins og sagnirnar to be og to have, nútíð sagna, þátíð sagna, lh. nt. eða present continuous, fleirtala nafnorða, ákveðinn og óákveðinn greinir, persónufornöfn, eignarfornöfn, stigbreyting lýsingarorða og forsetningar.


Dæmi um námsefni í ensku í yngstu deild:


1.-2. bekkur: Adventure Island of English Words/Orðasjóður, efni af Britannica School, Learn English vefum á vegum British council https://learnenglishkids.britishcouncil.org/ o.s.frv.

3.-4. bekkur: Right on, Portfolio og Connect, efni af Britannica School, Learn English vefnum á vegum British council https://learnenglishkids.britishcouncil.org/ o.s.frv. 

 

Hæfniviðmið, við lok 4. bekkjar (1. stig)

Leiðir, kennari

Leiðir, nemandi

Námsmat

Hlustun 

Nemandi getur skilið einfalt mál er varðar hann sjálfan og hans nánasta umhverfi þegar talað er skýrt, – skilið það mál sem notað er í kennslustofunni og brugðist við með orðum eða athöfnum, -fylgt meginþræði í einföldum frásögnum um kunnuglegt efni með stuðningi, t.d. af myndum, hlutum eða líkamsmáli og notað sér upplýsingarnar í eigin verkefni, – fylgst með einföldu efni í myndmiðlum og úr heimi dægurmenningar sem er kunnuglegt úr heimi barna og unglinga og greint frá því helsta.

Kennari notar talað mál eins oft og kostur er ásamt því að tryggja fjölbreytt og áhugavekjandi efni á því máli sem unnið er með. Farið er reglulega í leiki sem byggja á virkri hlustun, myndefni t.d. stuttmyndir og tónlistarmyndbönd af síðu Briish Council eru reglulega nýtt til þess að þjálfa hlustun og skilning. Kennari notar fjölbreyttar leiðir sem byggja fyrst og fremst á leikrænni tjáningu, myndefni og leik. 

Nemendur þjálfist í að fara eftir fyrirmælum á ensku í töluðu máli. Hlustar á einfalt hlustunarefni og öðlast nægilegan skilning til þess að geta svarað einföldum spurningum út frá því sem er sagt eða fylgir fyrirmælum í leik og dansi..   Fái tækifæri til að hlusta og horfa á einfalt myndefni með mæltu máli og tjái sig um efnið á einföldu máli eftir því sem kostur er á.Tekur þátt í leikjum og verkefnum sem byggja á hlustun t.d. talnabingói og leikjum.

Símat, munnleg verkefni/kannanir sem byggja á hlustun. 

Lesskilningur

Nemandi getur lesið og skilið stutta texta með grunnorðaforða daglegs lífs um efni sem tengist þekktum aðstæðum og áhugamálum,- skilið megininntak í stuttum einföldum frásögnum dagblaða, tímarita og netmiðla með stuðningi, t.d. af myndum, -fundið afmarkaðar upplýsingar í einföldum texta og nýtt sér í verkefnavinnu, – lesið sér til gagns og gamans stuttar, einfaldar bækur og fræðsluefni fyrir börn og unglinga og rætt efni þeirra með stuðningi kennara eða skólasystkina.

Kennari tryggir námsefni við hæfi og fjölbreytta texta sem eru líklegir til þess að vekja áhuga nemenda og eða tengjast áhugasviði þeirra. Verkefni af ólíkum toga er nýtt til þess að efla færni nemenda og ýtt undir sjálfstraust nemenda í greininni auk þess að gefa þeim færi á að leika sér með málið á sem fjölbreyttastan hátt. Reglulega er fengist við styttri og lengri texta af ýmsu tagi og verkefnum bæði frá kennara, af vefnum (British Council og Britannica School) og úr námsbókum. 

Nemendur þjálfist í lestri fjölbreyttra texta og fái aðstoð við að öðlast skilning og auka orðaforða sinn m.a. með  notkun myndefnis. Vinni á skapandi hátt með texta og skrifi sinn eigin t.d. kynningu á sjálfum sér. Geti lesið um og lýst daglegu lífi s.s. eins og heimili sínu, fjölskyldu, áhugamálum o.s.frv. 

Símat.  Orðaforða- og lesskilningskannanir eftir því sem við á. 

Samskipti

Nemandi getur haldið uppi einföldum samræðum með stuðningi frá viðmælanda með eðlilegum framburði og áherslum á lykilorðaforða og kann að beita algengustu kurteisisvenjum, -spurt og svarað á einfaldan hátt um það sem stendur honum næst, -skipst á upplýsingum og skoðunum við skólasystkini og kennara um efni tengt náminu, -tekið þátt í samskiptaleikjum og unnið samtalsæfingar.

Kennari tryggir fjölbreytt námsefni og kennsluaðferðir til þess að auka sjálfstraust og hæfni nemenda í samskiptum á málinu. Leikræn tjáning notuð, leikir og fleira sem ýtt getur undir áhuga nemenda og hæfni þeirra í samskiptum á málinu. 

Nemendur fái sem oftast tækifæri til að tjá sig á málinu með því að ræða í hópi, pörum eða við kennara t.d. um viðfangsefnið hverju sinni t.d. veðrið eða annað sem tengist stað og stund. Nemandi öðlist færni í framburði með hlustun og reglulegum samskiptum á ensku eftir því sem kostur er á. 

Símat, leikir sem reyna á hæfni nemenda í samskiptum eru fyrst og fremst metnir. 

Frásögn

Nemandi getur í einföldu máli sagt frá og notað lykilorðaforða sem unnið hefur verið með í viðfangsefnum námsins og beitt eðlilegum framburði og áherslum, • sagt frá eða lýst sjálfum sér, vinum, fjölskyldu, áhugamálum og nánasta umhverfi á einfaldan hátt, • endursagt og lýst atburðum eða reynslu á einfaldan hátt með stuðningi hluta, mynda, tónlistar o.s.frv., • flutt atriði, sagt stutta sögu eða lesið upp eiginn texta sem hann hefur haft tækifæri til að æfa.

Kennari tryggir fjölbreytt námsefni og kennsluaðferðir auk þess að bjóða upp á verkefni sem reyna á hæfni nemendans í að tjá sig á málinu, hlusta á og segja sögur t.d. með endursögn. Sögur sagðar með aðstoð mynda sem dæmi. 

Nemendur takast á við ólík verkefni í töluðu og rituðu máli sem eflir færni þeirra í að segja frá. Nemendur fást við skapandi verkefni og nýta orðaforða sinn til þess að semja og flytja efni á málinu. 

Símat og regluleg samtöl ásamt munnlegum könnunum. Kynningar og önnur verkefni sem reyna á hæfni nemenda til þess að tjá sig á málinu. Jafningjamat. 

Ritun

Nemandi getur skrifað stuttan samfelldan texta um efni sem tengist honum persónulega, tengt saman einfaldar setningar, stafsett flest algengustu orðin og notað algengustu greinarmerki, eins og punkta og spurningarmerki, • skrifað texta með orðaforða úr efnisflokkum sem fengist er við með stuðningi frá mynd, hlut eða gátlista, • lýst í einföldu máli því sem næst honum er, fjölskyldu, áhugamálum, vinum og umhverfi, • skrifað einföld skilaboð, smáskilaboð og tölvupóst, • samið stuttan texta frá eigin brjósti með stuðningi mynda, hluta, tónlistar o.s.frv.

Kennari tryggir fjölbreytt námsefni og kennsluaðferðir. Reglulega er fengist við styttri og lengri ritunaræfingar og verkefni bæði frá kennara, af vefnum (British Council og Britannica School) og úr námsbókum. 

Nemandi skili reglulega af sér texta, í fyrstu með aðstoð mynda og nýtir sér þann orðaforða sem hann þá býr yfir. Lengri textar, bréfaskriftir, dagbókarskrif og fleira eftir því sem á líður. 

Símat, sjálfsmat og jafningjamat. Foreldrar leggja mat á ritun nemenda með því að fara yfir ritunar- og verkefnamöppur og gefa umsögn.  

Menningarlæsi 

Nemandi getur sýnt fram á að hann kann skil á ýmsum þáttum sem snúa að daglegu lífi, s.s. fjölskyldu, skóla, frítíma og hátíðum og áttað sig á hvað er líkt eða ólíkt því sem tíðkast í hans eigin menningu, • sýnt fram á að hann þekkir nokkuð til ytri umgjarðar menningarsvæðisins, s.s. landfræðilegrar legu, staðhátta og þekktra staða, • sýnt fram á að hann þekkir til þátta sem einkenna barna- og unglingamenningu viðkomandi málsvæðis, s.s. söguhetja barnabóka, leikja, söngva og ævintýra, • sýnt fram á að hann áttar sig á að mörg algeng orð í erlenda tungumálinu eru lík og skyld öðrum sem hann þekkir.

Kennari tryggir fjölbreytt námsefni og kennsluaðferðir auk námsumhverfis sem ýtir undir áhuga og þekkingu á menningu. . Myndefni, textar og fleira efni af Britannica School og úr námsbókum (Portfolio og Connect) lagt til grundvallar Samþætting námsgreinarinnar við samfélagsfræði, íslensku og náttúrufræði nýtt til þess að tryggja góðan og breiðan skilning á menningu og lífsháttum á málsvæðinu. 

Nemendur fást við verkefni sem reyna á skilning þeirra og þekkingu á málsvæðinu, taka þátt í umræðum um menningu svæðisins og kynnast sérkennum hennar ásamt því að fá reglulega færi á að bera saman það sem er sameiginlegt og það sem greinir að mál og menningu landanna á svæðinu. Lestur, hlustun og áhorf texta og myndefnis af vef er virkur þáttur í að reyna á kunnáttu nemenda í menningarlæsi. 

Símat, verkefni af ýmsu tagi s.s. eins og í tengslum við myndefni og texta af vefnum auk kannana úr námsbókum. 

Námshæfni 

Nemandi getur sett sér einföld markmið og lagt mat á námsframvindu með stuðningi frá kennara ef með þarf, • beitt einföldum námsaðferðum til að auðvelda námið, t.d. nýtt sér titil á texta eða myndir sem fylgja til að auðvelda skilning á inntaki, • beitt sjálfsmati sem tengist viðfangsefnum námsins með stuðningi kennara eftir því sem þörf krefur, • tengt ný viðfangsefni eigin reynslu og þekkingu, • tekið þátt í hóp- og tvenndarvinnu, hlustað á og tekið tillit til þess sem aðrir hafa að segja, • nýtt sér hjálpartæki, s.s. einfaldar orðabækur , veforðasöfn, leiðréttingarforrit og leitarvélar.

Kennari ræðir reglulega við nemendur um stöðu þeirra í náminu og tryggir að nemendur fái aðgang að námsefni sem hentar hverjum og einum og geti lagt stund á nám í málinu á eigin hraða (einstaklingsmiðuð kennsla). Nemendaviðtöl nýtt ásamt ólíkum matsaðferðum s.s. eins og sjálfsmat og jafningjamat. Nemendur skipuleggja að mestu leyti nám sitt með kennara í gegnum áformsgerð og meta því reglulega stöðu sína og kortleggja hvar skóinn kreppir að. Notast er við samvinnunám í ýmsum verkefnum og fá nemendur í hendur og eða aðgang að ýmsum hjálpartækjum sem þeir efla færni sína í að nýta eftir því sem líður á námið. 

Áformsgerð, nemendaviðtöl og fleira sem nemendur læra að nýta til þess að meta stöðu sína og skipuleggja nám sitt í samvinnu við kennara. Nemandi vinni verkefni sem byggja á því að nýta orðabækur, veforðasöfn o.fl. 

Símat, nemendaviðtöl við annarlok o.s.frv. 

 

Grunnskóli Drangsness 2019-2020

Námsgrein: Enska í miðdeild (5.-7. bekk)

Kennarar: Elín Agla Briem

Tímafjöldi á viku: 3 kennslustundir

Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn 

Á haustönn 2019 var áherslan fyrst og fremst á enska málfræði. Á miðönn og vorönn er enskukennsla nýtt til að sækja sér þekkingu um efni sem unnið er í öðrum fögum,fyrir heimildaöflun og rannsóknarvinnu.  þannig er samþætting greina meginþema í enskukennslu á þessum tveimur önnum. Einnig beinum við sjónum okkar að hugtökum úr íslenskukennslu er tengist ritun, það er söguþráður, sögusvið, sögupersónur og „drama“ Notast er við youtube, kvikmyndir og fjölmiðlagreinar í kennslu. Mikil  áhersla er á þjálfun í tjáningar og hlustun í hverjum tíma.

 

Hæfniviðmið, við lok 8. bekkjar (1. og 2. stig)

Leiðir, kennari

Leiðir, nemandi

Námsmat

Hlustun 

Nemandi getur skilið talað mál um efni er varðar hann sjálfan, áhugamál hans og daglegt líf þegar

talað er skýrt og áheyrilega, skilið í meginatriðum samtöl

og viðtöl um efni tengt daglegu lífi og efni sem tengist viðfangsefnum námsins og nýtt sér í ræðu og riti, fylgt þræði í aðgengilegu fjölmiðlaefni og efni

dægurmenningar sem höfðar til hans og getur sagt frá eða

unnið úr því á annan hátt, hlustað eftir einstökum nákvæmum atriðum þegar þörf krefur, eins og t.d. Tilkynningum og leiðbeiningum við

kunnuglegar aðstæður og brugðist við með orðum eða athöfnum.

Kennari notar talað mál eins oft og kostur er ásamt því að tryggja fjölbreytt og áhugavekjandi efni á því máli sem unnið er með. Farið er reglulega í leiki sem byggja á virkri hlustun, myndefni t.d. stuttmyndir og tónlistarmyndbönd eru reglulega nýtt til þess að þjálfa hlustun og skilning. Kennari tryggir námsefni sem hæfir hverjum og einum og notar fjölbreyttar kennsluaðferðir. 

Nemendur þjálfist í að fara eftir fyrirmælum á ensku bæði í rituðu og töluðu máli. Hlustar á einfalt hlustunarefni og öðlast nægilegan skilning til þess að geta svarað einföldum spurningum út frá því sem er sagt.  

 

Símat, munnleg próf og verkefni/kannanir sem byggja á hlustun. 

Lesskilningur

Nemandi getur 

– lesið sér til gagns og ánægju auðlesna texta af ýmsum gerðum um daglegt líf og áhugamál sem innihalda algengan orðaforða og beitt mismunandi lestraraðferðum eftir eðli textans og tilgangi

með lestrinum,

– skilið megininntak í

aðgengilegum frásögnum

dagblaða, tímarita og

netmiðla og brugðist við og

fjallað um efni þeirra,

-fundið lykilupplýsingar í

texta í þeim tilgangi að nýta í

verkefnavinnu,

-lesið sér til gagns og gamans

auðlesnar bækur og tímarit

ætluð ungu fólki og fjallað

um efni þeirra og skilið

leiðbeiningar og upplýsingar

um það sem snertir daglegt

líf, t.d. tómstundir og

ferðalög.

Kennari tryggir námsefni við hæfi og fjölbreytta texta sem eru líklegir til þess að vekja áhuga nemenda og eða tengjast áhugasviði þeirra. Verkefni af ólíkum toga er nýtt til þess að efla færni nemenda og lögð áhersla á tengslin á milli íslensku og ensku og tengsl þess að góð tök á eigin tungumáli eru forsenda þess að ná góðum tökum á öðrum tungumálum. sjálfstraust nemenda í greininni og gefa þeim færi á að leika sér með málið á sem fjölbreyttastan hátt. 

Nemendur þjálfist í lestri fjölbreyttra texta og fái aðstoð við að öðlast skilning og auka orðaforða sinn og vinni á skapandi hátt með texta og skrifi sinn eigin. Geti lesið og lýst daglegu lífi s.s. eins og heimili sínu, fjölskyldu, áhugamálum, námi  o.s.frv. 

Símat og kannanir í lesskilningi ásamt verkefnum sem reyna sérstaklega á lesskilning.

Samskipti

Nemandi getur sýnt fram á að hann er nokkuð vel samræðuhæfur um efni sem hann þekkir vel, beitir máli, framburði, áherslum og hrynjandi af nokkru öryggi, skilur og notar algengustu orðasambönd daglegs máls og viðeigandi kurteisivenjur og kann aðferðir til að gera sig skiljanlegan, t.d. með látbragði, tekið þátt í óformlegu spjalli um áhugamál sín og daglegt líf,  bjargað sér við algengar aðstæður, t.d. í verslunum, á veitingastöðum og á ferðalögum, notað málið sem samskiptamiðil í kennslustundum og undirbúið, tekið og veitt viðtal.

Kennari tryggir fjölbreytt námsefni og kennsluaðferðir til þess að auka sjálfstraust og hæfni nemenda í samskiptum á málinu. Leikræn tjáning notuð, leikir og fleira sem ýtt getur undir áhuga nemenda og hæfni þeirra í samskiptum á málinu. 

Nemendur fái sem oftast tækifæri til að tjá sig á málinu með því að ræða í hópi, pörum eða við kennara t.d. um viðfangsefnið hverju sinni t.d. veðrið eða annað sem tengist stað og stund. Nemandi öðlist færni í framburði með hlustun og reglulegum samskiptum á málinu, sín á milli og við kennara.

Símat, munnleg próf og alls kyns verkefni, fyrst og fremst leikir sem reyna á hæfni nemenda í samskiptum. 

Frásögn

Nemandi getur tjáð sig um það sem viðkemur daglegu lífi hans og því sem stendur honum nærri á vel skiljanlegu máli hvað varðar málnotkun, framburð, áherslur og orðaval, -sagt hnökralítið frá reynslu, framtíðaráformum og eigin skoðunum, 

-greint frá og lýst atburðum og athöfnum með stuðningi gátlista, tónlistar, mynda o.s.frv., 

-flutt einfalda, undirbúna kynningu á efni sem tengist náminu og flutt tilbúið eða frumsamið efni, t.d. stutt atriði eða sögu, einn eða í félagi við aðra.

Kennari tryggir fjölbreytt námsefni og kennsluaðferðir auk þess að bjóða upp á verkefni sem reyna á hæfni nemendans í að tjá sig á málinu.

Nemendur takast á við ólík verkefni í töluðu og rituðu máli sem eflir færni þeirra í að segja frá. Nemendur fást við skapandi verkefni og nýta orðaforða sinn til þess að semja og flytja efni á málinu. 

Símat og regluleg samtöl ásamt munnlegum prófum. Kynningar og önnur verkefni sem reyna á hæfni nemenda til þess að tjá sig á málinu. Jafningjamat. 

Ritun

Nemandi getur skrifað samfelldan texta

um efni sem hann þekkir,

beitt grunnreglum málfræði

og stafsetningar nokkuð

rétt, sýnt fram á allgóð tök

á daglegum orðaforða og

orðaforða sem unnið hefur

verið með, skapað samhengi

í textanum og notað til þess

algengustu tengiorð og

greinarmerki,

-skrifað texta af mismunandi

gerðum, með stuðningi, t.d.

gátlista og fyrirmynda og

hagað máli sínu í samræmi við inntak og viðtakanda,

-sagt nokkuð lipurlega frá og

brugðist við því sem hann

hefur lesið, séð eða heyrt,

– lýst atburðarás eða því sem hann hefur upplifað og notað orðaforða sem lýsir þróun, hraða, eftirvæntingu o.s.frv.,

– samið texta þar sem

ímyndunaraflið fær að njóta

sín.

Kennari tryggir fjölbreytt námsefni og kennsluaðferðir. Reglulega er fengist við styttri og lengri ritunaræfingar þar sem tengt er sérstaklega við námsefni í íslenskum bókmenntum .

Nemandi skili reglulega af sér texta, í fyrstu með aðstoð mynda og nýtir sér þann orðaforða sem hann þá býr yfir. Lengri textar, bréfaskriftir, dagbókarskrif og fleira eftir því sem á líður. 

Símat, sjálfsmat og jafningjamat. 

Menningarlæsi

Nemandi getur sýnt fram á að hann þekkir til og skilur allvel ákveðin lykileinkenni í menningu viðkomandi mál- og menningarsvæðis sem snúa að daglegu lífi og aðstæðum íbúanna, einkum ungs fólks og getur sett sig í þeirra spor, -sýnt fram á að hann þekkir til siða og hefða viðkomandi mál- og menningarsvæða og getur borið saman við eigin menningu, 

-sýnt fram á að hann áttar sig á skyldleika erlenda málsins við íslensku, eigið móðurmál eða önnur tungumál sem hann er að læra.

Kennari tryggir fjölbreytt námsefni og kennsluaðferðir auk námsumhverfis sem ýtir undir áhuga og þekkingu á menningu enskumælandi landa. 

Samþætting námsgreinarinnar við samfélagsfræði, íslensku og náttúrufræði nýtt til þess að tryggja góðan og breiðan skilning á menningu og lífsháttum á málsvæðinu. 

Nemendur fást við verkefni sem reyna á skilning þeirra og þekkingu á málsvæðinu, taka þátt í umræðum um menningu svæðisins og kynnast sérkennum hennar ásamt því að fá reglulega færi á að bera saman það sem er sameiginlegt og það sem greinir að mál og menningu landanna á svæðinu. Lestur, hlustun og áhorf texta og myndefnis er grunnþættir í uppfræðslu um menningu viðkomandi málsvæðis.

Símat, verkefni af ýmsu tagi s.s. eins og í tengslum við myndefni og texta völdum af kennara í samræmi við atburði líðandi stundar sem ungmenni fylgjast með. 

Námshæfni

Nemandi getur sett sér nokkuð raunhæf markmið, gert sér nokkra grein fyrir hvar hann stendur í náminu og beitt aðferðum til að skipuleggja sig og bæta þar sem þess gerist þörf,  beitt lykilnámsaðferðum til að auðvelda skilning og notkun á tungumálinu og valið aðferð sem hæfir viðfangsefninu, t.d. umorðað ef hann vantar orð og lesið í aðstæður og getið sér til hvaða samræður fara þar fram, 

-beitt sjálfsmati og tekið þátt í jafningjamati á raunsæjan hátt og veitt sanngjarna endurgjöf með stuðningi frá kennara, -nýtt sér eigin reynslu og þekkingu þegar kemur að því að tileinka sér nýja þekkingu, -tekið þátt í samvinnu um ýmiss konar viðfangsefni og sýnt öðrum tillitssemi, 

– nýtt sér algengustu hjálpartæki, s.s. uppflettirit orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarforrit og leitarvélar.

Kennari ræðir reglulega við nemendur um stöðu þeirra í náminu og tryggir að nemendur fái aðgang að námsefni sem hentar hverjum og einum og geti lagt stund á nám í málinu á eigin hraða (einstaklingsmiður kennsla). Námsvirknikannanir nýttar ásamt ólíkum matsaðferðum s.s. eins og sjálfsmat og jafningjamat. Nemendur skipuleggja að mestu leyti nám sitt með kennara í gegnum áformsgerð og meta því reglulega stöðu sína og kortleggja hvar skóinn kreppir að. Notast er við samvinnunám í ýmsum verkefnum og fá nemendur í hendur og eða aðgang að ýmsum hjálpartækjum sem þeir efla færni sína í að nýta eftir því sem líður á námið. 

Áformsgerð, námsvirknikannanir og fleira sem nemendur læra að nýta til þess að meta stöðu sína og skipuleggja nám sitt í samvinnu við kennara. Nemandi vinni verkefni sem byggja á því að nýta orðabækur, veforðasöfn o.fl. 

Símat, nemendaviðtöl við annarlok, námsvirknikannanir o.s.frv. 

 

Grunnskóli Drangsness 2019-2020

Námsgrein: Enska í unglingadeild (8.-10. bekk)

Kennarar: Elín Agla Briem

Tímafjöldi á viku: 5-7 kennslustundir, að hluta til kennt í smiðju og vali. 

Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn 

Í vinnslu. 

 

Hæfniviðmið, við lok 10. bekkjar

Leiðir, kennari

Leiðir, nemandi

Námsmat

Hlustun 

Nemandi getur fyrirhafnarlítið tileinkað sér talað mál um margvísleg málefni í kunnuglegum aðstæðum þegar framsetning er áheyrileg, – tileinkað sér aðalatriði úr kynningum og frásögnum sem eru innan áhuga-, náms- og þekkingarsviðs hans og brugðist við efni þeirra, sagt frá, unnið úr eða nýtt sér á annan hátt, án vandkvæða fylgst með aðgengilegu efni í fjöl- og myndmiðlum sér til gagns og ánægju, sagt frá og unnið úr, -hlustað eftir nákvæmum upplýsingum, valið úr þær sem við á og brugðist við eða unnið úr þeim.

     

Lesskilningur

Nemandi getur lesið sér til gagns og ánægju almenna texta af ýmsum toga með nokkuð fjölþættum orðaforða og valið lestraraðferð eftir eðli textans og tilgangi með lestrinum, – aflað sér upplýsinga úr texta, greint aðalatriði frá aukaatriðum, gert sér grein fyrir helstu niðurstöðum og nýtt sér í verkefnavinnu, 

-lesið sér til fróðleiks rauntexta, t.d. úr dagblöðum, tímaritum og netmiðlum sem fjalla um efni er varðar líf hans, aðstæður eða umhverfi, brugðist við efni þeirra, sagt frá eða unnið úr á annan hátt, -lesið sér til gagns, ánægju og þroska smásögur og skáldsögur ætlaðar ungu fólki og myndað sér skoðanir á efni þeirra og lesið og tileinkað sér efni sem tengist öðrum námsgreinum og hugtök sem tengjast þeim og nýtt í nýju samhengi.

     

Samskipti

Nemandi getur sýnt fram á að hann er vel samræðuhæfur um kunnugleg málefni, beitir nokkuð réttu máli, eðlilegum framburði, áherslum og hrynjandi, notar algeng föst orðasambönd úr daglegu máli og kann að beita viðeigandi kurteisis- og samskiptavenjum, hikorðum og ólíkum aðferðum til að gera sig skiljanlegan og skilja aðra, t.d. með því að umorða, -tekið þátt í óformlegu spjalli um daginn og veginn um efni sem hann er vel heima í -tekist á við margs konar aðstæður í almennum samskiptum, t.d. miðlað og tekið á móti upplýsingum á ferðalögum, sem gestgjafi eða í netsamskiptum, 

– tekið þátt í skoðanaskiptum, fært einföld rök fyrir máli sínu og tekið tillit til sjónarmiða viðmælanda.

     

Frásögn

Nemandi getur tjáð sig áheyrilega um málefni sem hann þekkir, beitt tungumálinu af nokkurri nákvæmni hvað varðar reglur um málnotkun, framburð, áherslur, hrynjandi og orðaval, 

-tjáð sig skipulega með undirbúið eða óundirbúið efni sem hann þekkir, hefur hlustað á, lesið um eða unnið með í námi sínu, sagt skoðun sína á því og brugðist við spurningum, 

-flutt stutta frásögn eða kynningu um undirbúið efni blaðalaust og af nokkru öryggi, 

-samið, æft og flutt frumsamið efni, t.d. stutt atriði eða sögu, einn eða í félagi við aðra.

     

Ritun

Nemandi getur skrifað lipran samfelldan texta á hnökralitlu máli um efni sem hann hefur þekkingu á, sýnt fram á góð tök á orðaforða og meginreglum málnotkunar, fylgt hefðum varðandi uppbyggingu og samhengi texta og notað tengiorð við hæfi, 

-skrifað ýmsar gerðir af textum, bæði formlega og óformlega og hagað orðum sínum með lesanda í huga og í samræmi við inntak og tilgang með skrifunum,  skrifað um eða brugðist skilmerkilega við því sem hann hefur hlustað á, séð eða lesið og fylgt ákveðnu formi textagerðar þar sem það á við, 

-tjáð sig um skoðanir sínar, tilfinningar, reynslu og þekkingu, leikið sér með málið og látið sköpunargáfuna og ímyndunaraflið njóta sín. 

     

Menningarlæsi 

Nemandi getur sýnt fram á að hann þekkir vel til mannlífs og menningar á viðkomandi málsvæði og gerir sér vel grein fyrir hvað er líkt eða ólíkt hans eigin aðstæðum, 

– sýnt fram á að hann þekkir nokkuð til innri samfélagsgerðar, hvað einkennir þjóðfélagið og það sem er efst á baugi hverju sinni, 

-sýnt fram á að hann kann nokkur deili á fjölbreyttum uppruna þegnanna á viðkomandi málsvæði og gerir sér grein fyrir takmörkunum staðalmynda og áhrifum fordóma, 

-getur greint á milli helstu afbrigða tungumálsins, t.d. hvað er danska, norska, sænska, færeyska, skoska, ameríska.

     

Námshæfni 

Nemandi getur sett sér raunhæf markmið, skipulagt nám sitt á markvissan hátt og lagt mat á eigin stöðu og námsframvindu, 

-beitt margvíslegum námsaðferðum sem geta komið að gagni í náminu og veit hvenær þær eiga við, t.d. nýtt sér samhengi í texta eða aðstæðum til að geta sér til um merkingu orða, 

– beitt á raunsæjan hátt sjálfsmati og jafningjamati í tengslum við viðfangsefni námsins og veitt sanngjarna endurgjöf, 

-nýtt sér reynslu sína og þekkingu til að skapa nýja þekkingu og nota í nýju samhengi, 

-unnið sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn og tekið tillit til þess sem aðrir hafa til málanna að leggja, 

– nýtt sér öll helstu hjálpartæki, s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarforrit, tungumálaforrit og leitarforrit og umgengist þau af gagnrýni.