Sjónlistir
Grunnskóli Drangsness 2019-2020 Námsgrein: Sjónlistir í yngstu deild (1.-4. bekk) Kennarar: Marta Guðrún Jóhannesdóttir ásamt gestakennurum. Tímafjöldi á viku: 1 kennslustund, sjónlistir eru samþættar öðrum greinum og snar þáttur í öllu námi barna á yngsta stigi skólans. Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn |
Hæfniviðmið í sjónlistum sem koma til viðbótar sameiginlegum hæfniviðum í list- og verkgreinum má nálgast á heimasíðu Menntamálastofnunar https://vefir.mms.is/namsmat/pdf/haefnividmid/sjonlist/sjonlist.pdf Í yngstu deild fer fram kennsla í sjónlistum í öllum námsgreinum, nemendur læra að nýta sér ólíkan efnivið, öðlast formskynjun og grunnþjálfun í litafræði. Verkefni í öllum námsgreinum fela í sér skapandi vinnu þar sem nemendur nýta sér aðferðir sjónlista við að miðla þekkingu sinni og öðlast skilning á viðfangsefnum í t.d. náttúrufræði, íslensku, stærðfræði og öðrum greinum. Nemendur taka þátt í að skapa sameiginlega ýmis verk s.s. eins og líkan af sinni heimabyggða og eða sveitabæ í samfélags- og náttúrufræði. Nemendur fái sem oftast tækifæri til að ræða myndlist og hönnun út frá eigin smekk og geti með aðstoð greint helstu efniviði og aðferðir. Námsumhverfi í yngstu deild tekur mið af mikilvægum þætti sköpunar og sjónlista í öllu námi á yngsta stigi. Meðal þess námsefnis sem nýtt er í kennslu sjónlista í yngstu deild er: Myndmenntavefur MMS https://www1.mms.is/myndmennt/?page_id=28 Sýningar og söfn skoðuð í gegnum vefinn t.d. á vef Google https://artsandculture.google.com/ og á Sarpi www.sarpur.is þar sem sérstök verk frá ýmsum tímum, löndum, úr ólíkum efnum og unnin eftir mismunandi aðferðum eru grandskoðuð auk þess sem nemendur fá færi á að endurskapa verkin eftir eigin höfði. Ýmsar bækur, vettvangsheimsóknir o.s.frv. nýtt til þess að kynna innlenda listamenn fyrir nemendum og ýta undir skilning á mikilvægi lista og hönnunar og áhrif þeirra á umhverfi okkar. |
Grunnskóli Drangsness 2019-2020 Námsgrein: Sjónlistir í miðdeild (5.-7. bekk) Kennarar: Elín Agla Briem ásamt gestakennurum. Tímafjöldi á viku: 1 kennslustund Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn |
Hæfniviðmið í sjónlistum sem koma til viðbótar sameiginlegum hæfniviðum í list- og verkgreinum má nálgast á heimasíðu Menntamálastofnunar https://vefir.mms.is/namsmat/pdf/haefnividmid/sjonlist/sjonlist.pdf |
Grunnskóli Drangsness 2019-2020 Námsgrein: Sjónlistir í unglingadeild (8.-10. bekk) Kennarar: Elín Agla Briem ásamt gestakennurum. Tímafjöldi á viku: 1 kennslustund Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn |
Hæfniviðmið í sjónlistum sem koma til viðbótar sameiginlegum hæfniviðum í list- og verkgreinum má nálgast á heimasíðu Menntamálastofnunar https://vefir.mms.is/namsmat/pdf/haefnividmid/sjonlist/sjonlist.pdf |