Sviðslistir

Grunnskóli Drangsness 2024-2025 Námsgrein: leiklist  Kennarar: Ásta Þórisdóttir, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir ásamt gestakennurunum Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur rithöfundi, Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur ásamt öðrum gestakennurum. Tímafjöldi á viku: Kennt í lotum Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn
Hæfniviðmið í sviðslistum (dans og leiklist) sem koma til viðbótar sameiginlegum hæfniviðum í list- og verkgreinum má nálgast á heimasíðu Menntamálastofnunar https://vefir.mms.is/namsmat/pdf/haefnividmid/svidslistir/svidslist.pdf Nemendur leika, syngja auk þess að sinna öðrum verkefnum sem fylgja leikhúsinu (förðun, sviðsmynd, búningar, ljós o.fl.). Aðaláherslan er á að efla sjálfstraust, þjálfa samvinnu,  þolinmæði og framsögn. Auk þess sem lýðræðið skipar stóran sess í ferlinu þar sem nemendur taka þátt frá upphafi. Nemendur Grunnskóla Drangsness stunda nám í danskennslu undir stjórn danskennara á vorönn. Leiklistin skipar stóran sess á hverju vori þar sem nemendur setja upp stóra leiksýningu. Ferlið hefst með því að nemendur og kennarar ákveða hvort skuli flytja tilbúið leikrit eða hvort það eigi að vera frumsamið eða byggt á bókmenntum. Á síðasta skólaári hófum við samstarf við Grunnskólann á Hólmavík og Leikfélag Hólmavíkur. Miðdeildir beggja skóla unnu að undirbúningi leikverksins í þematímum og list- og verkgreinum á Hólmavík auk þess sem allir nemendur á Drangsnesi unni einnig í sínum heimaskóla. Nemendahópurinn æfði svo leikverk í Samkomuhúsinu Baldri tvær vikur fyrir páska og voru tvær sýningar haldnar. Sama fyrirkomulag er skólaárið 2024 – 2025 og er þá unnið með goðafræði í víðum skilningi. Styrkur fékkst á verkefnið frá Barnamenningarsjóði fyrir leikstjóra og gestakennurum í ritsmiðju og dansi sem tengjast verkefninu. Stefnt er að því að skrifa aftur leikverk fyrir leikhópinn út frá þemanu og þeirra hugmyndum í ritsmiðju. Kolbrún Erna Pétursdóttir leikkona mun leiða þá vinnu auk þess að leikstýra verkinu. 2023 – 2024 – Ævintýraferð að miðju jarðar – Byggt á ævintýri Jules Vernes um Leyndardóma Snæfellsjökuls. Nemendur á miðstigi á Hólmavík tóku þátt í verkefninu með okkur og voru 2 sýningar. Kolbrún Erna Pétursdóttir skrifaði leikritið fyrir hópinn og leikstýrði. 2022- 2023 – EmiLína. Byggt á ævintýrum Astrid Lindgren um Emil í Kattholti og Línu langsokk. Kennarar og nemendur gerðu leikgerðina og allir komu að gerð búninga, leikmyndar og leikmuna. 2021 – 2022 – Rauðhetta. Eftir leikhópinn Lottu. Kennarar og starfsfólk leikstýrðu. 2020 – 2021 –  Fíasól. Unnið upp úr bókum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Kennarar og starfsfólk leikstýrðu. 2019 – 2020 – Árshátíð féll niður vegna Covid 2018 – 2019 – Sossa Sólskinsbarn. Byggt á bókum Magneu frá Kleifum og nemendur skrifuðu leikgerðina með aðstoð kennara. 2010 – 2011 – Rauðhetta.