Tónmennt
Grunnskóli Drangsness 2019-2020 Námsgrein: Tónmennt í yngstu deild (1.-4. bekk) Kennarar: Marta Guðrún Jóhannesdóttir Tímafjöldi á viku: 1 kennslustund, tónmennt er samþætt öðrum greinum og snar þáttur í öllu námi barna á yngsta stigi skólans. Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn |
Hæfniviðmið í tónmennt sem koma til viðbótar sameiginlegum hæfniviðum í list- og verkgreinum má nálgast á heimasíðu Menntamálastofnunar https://vefir.mms.is/namsmat/pdf/haefnividmid/tonmennt/tonmennt.pdf Í yngstu deild fer fram kennsla í tónlist þó sér í lagi söng í öllum námsgreinum, nemendur læra lög með hreyfingum í ensku, sungnir eru söngvar sem tengjast þemum og eða viðfangsefnum í námsgreinum eins og íslensku og náttúrufræði. Í aðdraganda jóla og annarra viðburða/hátíða leikur tónlist lykilhlutverk, nemendur flytja tónlist á jólaskemmtun og á árshátíð skólans. Unnið er með ýmislegt efni sem hefur það að markmiði að nemendur læri að þekkja ákveðin hljóðfæri og geti t.d. unnið með líkama sinn til þess að skapa takt og hljóð. Nemendur taka þátt í að flytja tónverk og semja eftir því við á – ræði um tónlist út frá smekk og helstu stílbrögðum í tónlist. Meðal þess námsefnis sem nýtt er í tónmenntakennslu í yngstu deild er: Tónlist og umhverfi Tónlist og líkaminn Tónmennt og tónmenntakennsla Nordic sounds, nýtt samnorrænt efni á vef https://www.nordicsounds.info/app/#/0/start Söngvasöfn og fleira sem kennari tekur saman og er aðgengilegt í kennslustofu alla daga. |
Grunnskóli Drangsness 2019-2020 Námsgrein: Tónmennt í miðdeild (5.-7. bekkur) og unglingadeild (8.-10. bekkur) Kennarar: Bjarni Þórisson stundakennari Tímafjöldi á viku: 2 kennslustundir á mið- og vorönn Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn |
Hæfniviðmið í tónmennt sem koma til viðbótar sameiginlegum hæfniviðum í list- og verkgreinum má nálgast á heimasíðu Menntamálastofnunar https://vefir.mms.is/namsmat/pdf/haefnividmid/tonmennt/tonmennt.pdf Í mið- og unglingadeild þjálfast nemendur í tónlist með því að starfrækja hljómsveit. Hljómsveitin samanstendur af nemendum í miðdeild / unglingadeild sem velur í samráði við kennara lög til flutnings, útsetur þau undir stjórn kennara og nýtir þekkingu sína til þess að velja viðeigandi hljóðfæri. Tölvur og tónlistarforrit eru áberandi í tónsköpun í mið- og unglingadeild, nemendur læra helstu hugtök í raftónlist og átti sig á ólíkum leiðum til þess að skapa tónlist auk þess að átta sig á helstu straumum og stefnum í tónlist í gegnum söguna. |