Náttúrugreinar í yngstu deild
Grunnskóli Drangsness 2019-2020 Námsgrein: Náttúrugreinar í yngstu deild Kennarar: Marta Guðrún Jóhannesdóttir Tímafjöldi á viku: 1-3 kennslustundir, kennsla í náttúrugreinum fer einnig fram í smiðju. Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn |
Kennsla náttúrugreina í yngstu deild er þemaskipt og er stefnt að því að ljúka við að byggja góðan grunn undir áframhaldandi nám í sem flestum greinum sem falla undir námssviðið. Börnin læra þannig að þekkja helstu dýrategundir og skiptingu þeirra t.d. í húsdýr og villt dýr, áhersla er lögð á að nemendur öðlist góða þekkingu á náttúru í heimabyggð; dýrategundum, afkomu sem byggir t.d. á sjávarútvegi o.s.frv. Gerðar eru einfaldar tilraunir úti og inni sem miða allar að því að kynda undir áhuga og forvitni nemenda á námsgreininni. Dæmi um námsefni í náttúrufræði á yngsta stigi: Húsdýrin, fuglavefurinn, þemahefti og fleira efni sem finna má á vef Menntamálastofnunar. Leikir og ýmis önnur námsgögn sem reyna á skilning nemenda á plöntum, dýraríkinu, líf á landi og líf í sjó o.s.frv. Myndbönd nýtt reglulega, sértaklega áhugavekjandi og stuttar fræðslumyndir af vefnum. Verklegar æfingar og kennsla utandyra eins oft og mögulegt er, þátttaka í smiðjum s.s. eins og flóru-, fugla- og plánetusmiðju. |
Hæfniviðmið, verklag, við lok 4. bekkjar getur nemandi |
Leiðir, kennari |
Námsmat |
Hæfniviðmið, viðfangsefni, við lok 4. bekkjar getur nemandi |
Geta til aðgerða Nemandi getur útskýrt hvernig tækni hefur áhrif á lífsgæði íbúa og umhverfi þeirra, tekið frumkvæði við öflun upplýsinga til að skoða tiltekið málefni frá ýmsum sjónarhornum, •sýnt virkni og látið sig varða nánasta umhverfi og lífsskilyrði lífvera í því, • greint á milli ólíkra sjónarmiða sem varða málefni daglegs lífs. |
Að búa á jörðinni Nemandi getur tekið þátt í og sagt frá einföldum athugunum á jarðvegi, veðrun og rofi, •sagt frá hvernig Ísland myndast og tekur breytingum, •lýst landnotkun í heimabyggð, fylgst með og skráð upplýsingar um veður í heimabyggð, • lýst breytingum á náttúru Íslands eftir árstíðum og áhrifum þeirra á lífsskilyrði fólks, • notað gervihnatta- og loftmyndir af yfirborði jarðar til að lýsa heimabyggð. |
||
Nýsköpun og hagnýtingu þekkingar Nemandi getur komið auga á þarfir og vandamál í umhverfi sínu, •unnið eftir verkferli nýsköpunar, þ.e. leitað að þörfum í daglegu umhverfi fólks, fundið lausn, hannað afurð, •bent á störf sem krefjast sérþekkingar. |
Lífsskilyrði manna Nemandi getur útskýrt á einfaldan hátt byggingu og starfsemi mannslíkamans, •útskýrt mikilvægi hreyfingar, hreinlætis, hollrar fæðu og svefns, •bent á skaðleg efni og hvernig ýmsir sjúkdómar og sýklar eru smitandi, • útskýrt á einfaldan hátt hvernig barn verður til og þekkir einkastaði líkamans, •rætt fjölbreytni í nýtingu vatns á heimilum og í umhverfinu, • lýst skynjun sinni og upplifun af breytingum á hljóði, ljósi og hitastigi og áhrifum sólarljóss á umhverfi, hitastig og líkamann og tengt hitastig við daglegt líf. |
||
Gildi og hlutverk vísinda og tækni Nemandi getur í máli og myndum miðla hugmyndum sem tengjast náttúruvísindum, notað einföld hugtök úr náttúruvísindum í textaskrifum, • útskýrt hvernig tækni nýtist í daglegu lífi þeirra, • gert sér grein fyrir hvernig maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans byggist á samspilinu við hana. |
Náttúra Íslands Nemandi getur sagt frá eigin upplifun á náttúrunni og skoðun á lífveru í náttúrulegu umhverfi, • útskýrt einkenni lifandi vera, skýrt með dæmum lífsskilyrði lífvera og tengsl við umhverfi, •lýst algengustu lífverum í nánasta umhverfi sínu, •útskýrt fæðukeðjur og rakið fæðu til frumframleiðenda, •greint á milli algengustu orkugjafa á Íslandi, •sagt frá náttúruhamförum sem búast má við á Íslandi og hvar þær verða. |
||
Vinnubrögð og færni í náttúrugreinum Nemandi geti sagt frá og framkvæmt með hversdagslegum hlutum einfaldar athuganir úti og inni, tekið þátt í vali á náttúrufræðilegum verkefnum og kynningu á niðurstöðum, aflað sér upplýsinga er varða náttúruna, skráð atburði og athuganir, s.s. með ljósmyndum, teikningum, eigin orðum og sagt frá þeim, • notað ólíkar heimildir við öflun upplýsinga, útskýrt valda atburði og hugmyndir á fjölbreyttan hátt, hlustað á og rætt hugmyndir annarra. |
Heilbrigði umhverfisins Nemandi getur fjallað um samspil manns og náttúru, •flokkað úrgang, •gert grein fyrir þjónustu, sem náttúrulegir ferlar veita, • sett í samhengi mismunandi ástand efna og eiginleika þeirra, •rætt krafta sem koma við sögu í daglegu lífi manna. |
||
Efling ábyrgðar á umhverfinu Nemandi getur tekið eftir og rætt atriði í umhverfinu sínu, sýnt félögum og náttúru alúð, skoðað og skráð dæmi um áhrif af gjörðum mannsins á náttúru og manngert umhverfi í heimabyggð, nýtt reynslu og hæfni í námi og daglegu lífi, einn og með öðrum, rætt eigin lífssýn og gildi, gert sér grein fyrir samspili náttúru og manns, tekið þátt í að skoða, greina og bæta eigið umhverfi og náttúru. |
Samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélaginu Nemandi getur flokkað gerviefni og náttúruleg efni eftir tilurð þeirra, • rætt hvernig uppfinningar hafa gert líf fólks auðveldara eða erfiðara, á heimilum og í ólíkum atvinnugreinum, • lýst eiginleikum hljóðs og ljóss og ýmsum fyrirbærum með tilliti til hljóðs og lita, • sagt frá þróun algengra rafmagnstækja og áhrifum segla, •gert grein fyrir hvernig holl fæða er samsett úr öllum flokkum fæðuhringsins og mikilvægi við geymsluaðferðir. |