Eld-smiðja

Hvað er eldur og hvaða hlutverki hefur hann gengt í lífi okkar mannanna frá örófi alda og fram til dagsins í dag. Í Eld-smiðju veturinn 2019-2020 glímdu nemendur við alls kyns spurningar varðandi eld t.d. hvað brennur, eyðileggingarmátt eldsins en einnig hvernig hann endurnærir og hefur í gegnum tíðina tryggt afkomu okkar. Sögur, ljóð og ýmsar trúarlegar athafnir sem tengjast eldinum voru kynnt fyrir nemendum og í lok eld-smiðjunnar var haldinn eldhátíð þar sem nemendur og kennarar vígðu eldstæði skólans.