Upplýsinga- og tæknimennt
Upplýsinga- og tæknimennt fær gott rými í námi nemenda við Grunnskóla Drangsness. Skólaárið 2018-2019 varð skólinn hluti af verkefninu Forritarar framtíðarinnar en í því felst m.a. skólinn er skuldbundinn til þess að kenna forritun og vinna að því að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu á tækni meðal nemenda og starfsmanna skólans. Skólaárið 2017-2018 fékk skólinn Microbit tölvur í gegnum verkefnið Microbit sem hleypt var af stokkunum haustið 2016 af mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Samtökum iðnaðarins, Menntamálastofnun, KrakkaRúv og fjölda fyrirtækja á Íslandi. Markmið verkefnisins er að efla þekkingu og áhuga ungs fólks á Íslandi á forritun og tækni, enda ljóst að á næstu árum verður þekking á forritun og tækni forsenda flestra starfa hér á landi eins og annars staðar. Kennarar sjá um kennslu í upplýsinga- og tæknimennt en starfandi forritari hefur haft umsjón með kennslu í forritun sem hefst á miðstigi. Auk þess hafa nemendur og starfsmenn tekið á móti gestum sem kynnt hafa óþrjótandi möguleika á sviði upplýsinga- og tæknimenntar ásamt því að kynna starfssvið sitt sem byggir á þróun og notkun tækni s.s. eins og hugbúnaðar o.s.frv. Í öllu námi við skólann er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á námsforritum og fleiru sem auðveldað getur þeim nám og dagleg störf.
Grunnskóli Drangsness 2019-2020 Námsgrein: Upplýsinga- og tæknimennt í yngstu deild (1.-4. bekkur) Kennarar: Marta Guðrún Jóhannesdóttir Tímafjöldi á viku: 1 kennslustund Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn |
Upplýsinga- og tæknimennt er samþætt öðrum greinum s.s. eins og íslensku þar sem unnin eru ýmis konar verkefni sem reyna á hæfni nemenda til þess að afla sér upplýsinga og vinna úr þeim. Eftir því sem líður á nám í yngstu deild eru gerðar auknar kröfur til nemenda hvað varðar fingrasetningu, sjálfstæði í vinnubrögðum, skilningi á tækjabúnaði og helstu forritum sem nýtt eru í kennslu ólíkra námsgreina. Unnið er með ábyrga notkun og öryggi á markvissan hátt með ýmsum verkefnum; umræðum, skapandi verkefnum o.s.frv. |
Hæfniviðmið, við lok 4. bekkjar getur nemandi |
Leiðir, kennari |
Leiðir, nemandi |
Námsmat |
Vinnulag og vinnubrögð nýtt upplýsingaver sér til gagns og ánægju, s.s. til lesturs, hlustunar og leitarnáms, • nýtt rafrænt námsefni á einföldu formi til stuðnings við vinnutækni og vinnulag, • sýnt frumkvæði og tekið þátt í samvinnuverkefnum undir leiðsögn, • gert sér grein fyrir ólíkum aðferðum við notkun á ýmsum tæknibúnaði, • beitt undirstöðuatriðum í fingrasetningum. |
Kennari kennir rétt vinnulag við tölvur. Þekkingar í öllum greinum leitað með hjálp tölvunnar og veraldarvefsins. Námsforrit eru nýtt í ýmsum verkefnum s.s. Eins og sögugerð (stop motion o.fl. aðgerðir nýttar). Ritun fer að hluta til fram í ChromeBook _ GoogleDrive, þar sem safnað er saman efni nemanda í ritun. Aðferðir verklegrar kennslu, umræðu- og spurnaraðferðir, þulunám- og þjálfunaræfingar og þrautalausnir eru meðal þeirra leiða sem kennari fer í sinni kennslu. |
Nemandi öðlast færni í að leita sér upplýsinga, vinna sjálfstætt með aðstoð ólíkra námsforrita og nýta sér alla þá möguleika sem tæknin felur í sér. |
Námsmat byggist á verkefnum og virkni í tímum og er sett fram í formi umsagna. |
Upplýsingaöflun og úrvinnsla leitað upplýsinga og nýtt við verkefnavinnu, • nýtt rafrænt og gagnvirkt námsefni, • unnið með heimildir, • nýtt upplýsingatækni og forrit við uppbyggingu einfaldra verkefna, • nýtt hugbúnað/forrit við framsetningu á einföldum tölulegum gögnum. |
Í öllum námsgreinum leggur kennari áherslu á að efla færni nemenda í að nýta rafrænt efni, gagnvirkt efni o.s.frv. Í náttúrufræði er t.d. notast við efni af vef, myndbönd, gagnvirkar æfingar o.s.frv. nýtt til þess að gefa nemendum innsýn inn í viðfangsefni hverju sinni. |
Nemendur sýna m.a. aukin skilning á mikilvægi þess að geta nýtt sér forrit, hugbúnað o.s.frv. til þess að miðla upplýsingum og leita þeirra. |
Námsmat byggist á verkefnum og virkni í tímum og er sett fram í formi umsagna. |
Tækni og búnaður notað hugbúnað/forrit við einföld ritunarverkefni og framsetningu tölulegra gagna, • notað einfaldan hugbúnað/ forrit við myndvinnslu, • nýtt hugbúnað við einfalda vefsmíð. |
Kennari nýtir ýmsar leiðir til þess að gefa nemendum færi á að nýta hugbúnað og forrit við að miðla efni ásamt því að setja upp kyningar og eða aðrar upplýsingar með aðstoð vefsins. |
Nemendur geti unnið sjálfstætt í í helstu ritvinnsluforritum (word, googledocs…) og geti valið sér hugbúnað / forrit sem hæfi verkefnum og viðfangsefnum hverju sinni. |
Námsmat byggist á verkefnum og virkni í tímum og er sett fram í formi umsagna. |
Sköpun og miðlun lýst á með einföldum hætti eigin upplýsinga- og miðlalæsi, • notað hugbúnað/forrit við miðlun þekkingar á einfaldan hátt. |
Kennari hvetur til umræðna um upplýsinga- og miðlalæsis og tryggir að nemendur öðlist sjálfstæði í að nota heppileg forrit við miðlun þekkingar. |
Nemendur geti tjáð sig um upplýsinga- og miðlæsi ásamt því að að velja viðeigandi forrit til þess að miðla eigin þekkingu og upplýsingum. |
Námsmat byggist á verkefnum og virkni í tímum og er sett fram í formi umsagna. |
Siðferði og öryggismál sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga, • farið eftir einföldum reglum um ábyrga netnotkun og er meðvitaður um siðferðislegt gildi þeirra. |
Kennari ræðir um og setur reglur um netnotkun, hann velur námsefni sem hvetur til áhuga og skilnings nemenda á mikilvægi öruggrar netnotkunar. |
Nemendur geti rætt um og unnið verkefni í tengslum við ábyrga netnotkun. Þeir sýni jafnframt skilning á mikilvægi öruggrar netnotkunar innan og utan skóla. |
Námsmat byggist á verkefnum og virkni í tímum og er sett fram í formi umsagna. Rættt um ábyrga notkun á samráðsfundum og gripið til viðeigandi ráðstafana ef þurfa þykir. |
Grunnskóli Drangsness 2019-2020 Námsgrein: Upplýsinga- og tæknimennt í miðdeild (5.-7. bekkur) Kennarar: Bjarni Þórisson forritari Tímafjöldi á viku: 1-2 kennslustundir Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn |
Í vinnslu! |
Hæfniviðmið, við lok 7. bekkjar getur nemandi |
Leiðir, kennari |
Leiðir, nemandi |
Námsmat |
Vinnulag og vinnubrögð nýtt upplýsingaver sér til gagns bæði í stýrðu námi og á eigin forsendum, • nýtt rafrænt námsefni á ýmsu formi í tengslum við vinnutækni, vinnulag og annað nám, • sýnt sjálfstæði í vinnubrögðum undir leiðsögn og í samvinnu með öðrum, • nýtt sér mismunandi tæknibúnað á hagkvæman og fjölbreyttan hátt, • beitt réttri fingrasetningu. |
|||
Upplýsingaöflun og úrvinnsla nýtt fjölbreyttar leiðir og leitarvélar við markvissa öflun upplýsinga við hæfi, • nýtt rafrænt og gagnvirkt námsefni á fjölbreyttan hátt, • verið gagnrýninn á gæði ýmissa upplýsinga, • unnið með heimildir og sett fram einfalda heimildaskrá, • nýtt hugbúnað og forrit við einfalda uppbyggingu og uppsetningu ritsmíða, • nýtt hugbúnað/forrit við einfalda framsetningu á tölulegum gögnum. |
|||
Tækni og búnaður nýtt hugbúnað/forrit við gerð ritunarverkefna og framsetningu tölulegra gagna, • nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, gerð stuttmynda og hljóð- og tónvinnslu, • nýtt hugbúnað/forrit við vefsmíðar. |
|||
Sköpun og miðlun rætt og útskýrt á gagnrýninn hátt eigið upplýsinga- og miðlalæsi, • nýtt hugbúnað/forrit við miðlun þekkingar á skapandi og skýran hátt. |
|||
Siðferði og öryggismál sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga og við heimildavinnu, • farið eftir reglum um ábyrga netnotkun, er meðvitaður um siðferðislegt gildi þeirra og tekur ábyrgð á eigin samskiptum og gögnum á Neti- og netmiðlum. |