Stærðfræði á yngsta stigi

Grunnskóli Drangsness 2019-2020

Yngri deild (1.-4. bekkur)

Námsgrein: Stærðfræði

Kennarar: Aðalbjörg Óskarsdóttir og Marta Guðrún Jóhannesdóttir 

Tímafjöldi á viku: 5-7 kennslustundir þar af 2-3 inni í smiðjutímum

Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn 

Í fámennum skóla eins og Grunnskólanum á Drangsnesi fer kennsla að mestu leyti fram í samkennslu árganga. Kennslan er einstaklingsmiðuð og reynt að hafa hana sem fjölbreyttasta. Nemendum er kennt að nýta sér hin ýmsu verkfæri t.d. talnagrind, kubba, tölvur, talnalínu, kennslupeningar o.fl. Í fyrsta og öðrum bekk eru nemendur með „búð“ í skólanum en í þriðja og fjórða bekk fara nemendur í verslunina á Drangsnesi og kanna vöruverð ásamt því að taka þátt í verslun fyrir skólastarfið. 

Svæðið í kringum skólann sem og þorpið allt er skemmtilegt og samtvinnum við útiveru og stærðfræði eins og hægt er. Á haust- og vorönn og eru ýmsir möguleikar í boði:

Talning – t.d. telja orma, skref á sparkvellinum, finna húsið með flesta gluggana o.s.frv. 

Algebra – er hægt að finna mynstur í kringum okkur?

Mælingar- mæla hitastig á heitu pottunum og halda dagbók. Finna ummál og flatarmál ýmissa hluta úti

Tölfræði- ganga um þorpið og skrá niður liti á bílum íbúa og setja inn í súlurit. 

Rúmfræði- Hvaða form sjáum við í kringum okkur? 

 

Sprotabækurnar (Sproti 1a,1b, 2a, 2b, 3a, 3b, 4a og 4b) frá MMS eru aðalnámsgagn stærðfræði 1.-4. bekkjar en auk þess eru ýmsar bækur og fleiri námsgögn notuð sem og námsforrit í stærðfræði. 

Námsmat: Yngstu nemendurnir eru í símati. Þegar komið er í 3. bekk fara nemendur í könnun úr hverjum kafla Sprotabókanna auk símats. Nemendur í 4. bekk þreyta samræmt könnunnarpróf í september. Talnalykill er lagður fyrir í 3. bekk skv. sjálfsmatsáætlun skólans en niðurstaða prófsins veitir upplýsingar um styrk og veikleika í kunnáttu nemanda í námsþáttum stærðfræðinnar. 

Hæfniviðmið, við lok 4. bekkjar

Leiðir, kennari

Leiðir, nemandi

Námsmat

Spurt og svarað með stærðfræði

Nemandi getur:

-tekið þátt í samræðum um spurningar og svör stærðfræðinnar

– leyst þrautir sem gefa tækifæri til að beita innsæi, notað áþreifanlega hluti og eigin skýringarmyndir

  • Einstaklingsmiðað nám
  • umræður
  • stöðvavinna
  • útikennsla
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • umræður
  • Símat

 

Tungumál og verkfræði stærðfræðinnar

Nemandinn getur: 

– notað myndmál ,frásögn og texta jafnhliða táknmáli stærðfræðinnar. 

– túlkað og notað einföld stærðfræðitákn, þar með talið tölur og aðgerðarmerki og tengt við daglegt mál. 

– notað hentug verkfæri til að leysa viðfangsefni

  • einstaklingsmiðað nám
  • umræður
  • stöðvavinna
  • útikennsla
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • umræður
  • Símat

Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar

Nemandinn getur:

– sett fram tilgátu og gert tilraunir með áþreifanlegum gögnum

– getur flutt kynningar á eigin vinnu með stærðfræði

– geri sér grein fyrir verðgildi peninga

  • einstaklingsmiðuð kennsla
  • vettvangsferð í Búðina
  • Umræður
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • umræður
  • Símat

Tölur og reikningur

Nemandinn getur: 

– notað náttúrulegar tölur, raðað og borið saman.

– notað tugakerfisrithátt

– reiknað með náttúrulegum tölum á hlutbundinn og óhlutbundinn hátt.

– leyst viðfangsefni sem eru sprottinn úr daglegu lífi og umhverfi.

– getur leyst samlagningar- og frádráttardæmi

– þekkir margföldun sem endurtekna samlagningu og þekkir deilingu sem skiptingu og endurtekinn frádrátt. 

– þekkir tengsl margföldunar og deilingar

– þekkir almenn brot sem hluta af heild

Þekkir hugtökin teljari og nefnari

– þekkir tíunduhluta og getur raðað þeim í stærðarröð.  

-Einstaklingsmiðuð kennsla

-vettvangsferð í Búðina

-útikennsla

-umræður

– stöðvavinna

-Sjálfstæð vinnubrögð

– umræður

-hópvinna

  • Símat
  • lotupróf

Algebra

Nemandi getur:

– kannað, lýst og haldið áfram með einfalt talnamynstur eða talnarunu. 

– leyst einfaldar jöfnur

– þekkir tákninn <>= og getur metið hvort fullyrðing er sönn eða ósönn 

  • Einstaklingsmiðuð kennsla
  • umræður
  • stöðvavinna
  • útikennsla
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • umræður
  • hópvinna
  • Símat
  • Lotupróf





Rúmfræði og mælingar

Nemandi getur: 

– lýst einkennum tvívíðra forma (ferhyrningur, rétthyrningur, ferningur og samsíðungur) 

– lýst einkennum þrívíðra forma (teningur, ferstrendingur, píramídi) 

– þekkt rétt, hvöss og gleið horn 

– lesið á klukku

– notað mismunandi mælieiningar þegar mælt er lengd, flötur, rými, þyngd, tíma og hitastig. 

  • Einstaklingsmiðuð kennsla
  • útikennsla
  • stöðvavinna
  • umræða
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • umræður
  • hópvinna
  • Símat 
  • lotupróf

Tölfræði

Nemandi getur:

– safnað gögnum í umhverfi sínu og um eigið áhugasvið

– talið, flokkað og skráð, lesið úr niðurstöðum sínum og sett upp í einföld myndrit. 

– gert einfaldar tilraunir með líkur

  • Einstaklingsmiðuð kennsla
  • umræður
  • myndrit unnið
  • útikennsla
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • umræður
  • hópvinna
  • Símat
  • lotupróf