Saga skólahalds

Tekið hefur saman Torfi Guðbrandsson fyrrverandi skólastjóri að Finnbogastöðum í Árneshreppi.

Grunnskólinn á Drangsnesi

Drangsnes er í Kaldrananeshreppi við mynni Steingrímsfjarðar að norðanverðu. Þar var bændabýli fyrrum, en á þriðja áratug þessara aldar tók að myndast þar vísir að fiskimannaþorpi, þrátt fyrir hafnarleysi, því að staðurinn lá vel við til sjósóknar. En bátar voru smáir enda þurfti að seta þá upp á land að hverjum róðri loknum meðan ekki var ráðin bót á hafnarleysinu.

 Árið 1930 eru talin 11 heimili á Drangsnesi með samtals 66 íbúum. Tíu árum seinna hefur þorpsbúum fjölgað í 119. Á þessu tímabili komu öðru hverju upp fjörugar umræður um fræðslumál og brýna þörf að vera tveir, þ.e.a.s. heimangönguskóli á Selströnd og heimavistarskóli í Bjarnarfirði. -En athafnir í málinu drógust úr hömlu enda kreppuárin alræmdu yfirstandandi og afar erfiðir tímar. Var fræðsluþörf líðandi stunda því einungis mætt með bráðabirðaráðstöfum. -En fólkið á Drangsnesi hélt áfram að fjölga og árið 1942 töldust íbúarnir 140 og þar af voru 65 börn 16 ára og yngri, en alls voru þá í Kaldrananesi 488 manns að meðaltöldu 204 börnum. Gera má ráð fyrir að helmingur barnanna eða um 100 börn hafi þá verið á skólaskyldualdri, þ.e. 7-14 ára.

Þegar hér var komið sögu var flestum orðið ljóst, að framkvæmdir í skólabyggingarmálum þoldu enga bið, og þar sem efnahagur fór nú óðum batnandi var ákveðið í samráði við yfirvöld fræðslumála að byggja heimagönguskóla á Drangsnesi. Hófst verkið vorið 1943 og það verður að segjast heimamönnum og öðrum aðilum, er að byggingunni stóð til hróss, að þá loksins er hafist var handa, var unnið bæði af miklum dugnaði og forsjá að framkvæmd verksins eins og besta marka af því, að byggingin var það langt komið, einu árið síðar að kennsla var hafin í skólanum, áður en hann var vígður haustið 1944. Og þannig á Drangsnesskóli hálfrar aldra afmæli núna þegar þetta er ritað árið 1994. Aðdragandinn. Sérstaða Drangsnesskóla felst í því, að hann hefur tveim hlutverkum að gegna. Auk þess að vera kennsluhúsnæði þá fara þar fram guðsþjónustur og kirkjulegar athafnir. Er hann og útbúinn sérstaklega til þess með kapellu í öðrum enda og lausum skilrúmum í kennslustofum.

Áður en saga skólans er rakin þykir við hæfi að víkja að þróun fræðslumála í Kaldrananeshreppi.

Heimiliskennarar. 
Um aldir var prestum landsins gert skylt, að hafa eftirlit með lestrarnámi barna og kristindómsfræðslu þeirra. Fóru þeir í þessu skyni húsvitjunarferðir um sóknir sínar. Við þessa kvöð heimilanna bættust tvær námsgreinar á landshöfðingjatímabilinu því að samkvæmt landslögum frá 1880 voru fyrirmæli um að kenna börnum einning skrift og reikning. Með þeirri lagasetningu varð til ný starfsstétt, nefnilega heimiliskennararnir.

Þekkasti heimiliskennarinn í Kaldrananeshreppi var Jón Jónsson, er fékk viðurnefnið kennari. Hann var fæddur 10.júní 1850 og var frá Tumakoti í Vogum. Jón gerðist bóndi á Drangsnesi árið 1894 en bjó áður á Stað í Steingrímsfirði og hafði þar kennslu á hendi. Eftir að hann flutti til Drangsness kenndi hann þar á ýmsum bæjum í Kaldrannaneshreppi á árunum 1894-1898. Af skólaskýslum hans, sem geymdar eru á Þjóðskjalasafni, má sjá, að hann hefur haft afburðafagra rithönd. Ennfremur bera skýrslurnar það með sér að hann hefur fengist við að kenna bæði söngfræði og söng, sem er merkilegt miðað við þann tíma, þ.e. fyrir aldamót 1900. Hann átti langspil og notaði það við kennsluna. Hann kunni einnig að leika á orgel en hafði ekki ráð á að eignast það. 1) Já, það var ekki auðvelt að afla peninga í þá daga. Sem dæmi um það má nefna að Jón fékk 35 kr. styrk úr Landssjóði árið 1893 fyrir að kenna 28 börnum í 18 vikur. En að sjálfsögði mun hann hafa fengið frítt fæði á kennslustöðunum. (Magndís Aradóttir Strandapósturinn 14. árg. Bls. 22). Skýrslurnar bera með sér að Jón Jónsson hefur einnig haft kennslu á hendi í Kaldrananeshreppi veturinn 1913 – 1915. Nafni hans Jón Jónsson Strandféld var fæddur 22. sept. 1851 á Bassastöðum í Steingrímsfirði. Var hann af mörgum kenndur við þann bæ og kallaður Jón Bassi. Hann fékkst við kennslu á árunum 1911 – 1923 og var þá um eitt skeið ýmist nefndur eftirlitskennari eða umgangskennari. Mun hans hlutverk þá einkum hafa verið að fara milli bæja tvisvar á vetri og fylgjast með heimanámi barnanna. Jón Strandafjeld fékk góða einkunn fyrir starf sitt hjá formanni fræðslunefndar, Ingimundi Jónsini á Svanshóli, eftir bréfi hans frá árinu 1915 til fræðslumálastjóra að dæma.

Eysteinn Eymundsson frá Bæ á Selströnd var fæddur 10.ág. 1889. Hann var heimiliskennari í Kaldrananeshreppi á árunum 1911 – 1913, en flutti nokkru síðar alfarinn úr hreppnum. Af öðrum heimiliskennurum í Kaldrananeshreppi má nefna Sigríði Guðmundsdóttur f. 23. okt. 1870 á Munaðarnesi, Gísla Guðmundsson á Gjögri, f.26 okt. 1870 í Kjós og Guðjón Kristmundsson f. 5. des. 1881 í Skeljavík. En aðal starfsvetur þessara kennara var þó í heimabyggðum þeirra, þ.e.a.s. í Árnes- og Hrófbergshreppum.

Slitrótt farskólahald 
Eftir að skólaskyldu 10-14 ára barna var lögleidd árið 1907 var reynt að taka fræðslumálin fastari tökum en gert hafði verið áður. Fyrsta fræðslunefndin í Kaldrananeshreppi leit dagsins ljós sumarið 1908. Formaður hennar var Björn Björnsson þá bóndi á Gautshamri en fluttu stuttu síðar til Hólmavikur . Hann var fædduur 31. okt. 1875. Með honum í nefndinni voru Sigvaldi Guðmundsspn bóndi á Sandnesi f. 31. júlí 1869 og Matthías Helgason þá bóndi á Bjarnarnesi, f. 21. júní 1878. Þessum nefndarmönnum var ljóst, að heimakennslan fullnægði engan veginn þeim kröfum, sem samtíminn gerði til almennrar menntunar. Skyldi markið því sett hærra og tilraun gerð til að koma farskóla á fót í sveitinni. En ekki komst þó hreyfing á þá hugmynd fyrr en Loftur Gumundsson hafði tekið við formennsku í fræðslunefndinni. Loftur var frá Eyjum, fæddur 23. nóv. 1879. Hann skrifaði Jóni Þórarinssyni fræðslumálastjóra bréf 30. des. 1910 þar sem hann skírði frá því, að fræðslunefndin ráðgerði að byggja kennslustofu í Kaldrananesi „… sem er miðdepill sveitarinnar, þingstaður og kirkjustaður. Þar eru þrír búendur, allir vel efnaðir, sem gætu vel tekið að sér farskólahald…“ Vorið 1911 biður Loftur fyrir hönd fræðslunefndarinnar um teikningu að kennslustofu úr steini og timbri, er rúmi 10-11 börn og óskar jafnan eftir kostnaðaráætlun. Leit nú út fyrir að skriður kæmist á skólamálið, en um sumarið sló í baksegl fyrir þeim, því að 5. ág. 1911 skýrir Loftur fræðslumálastjóri frá því, að ekki hafi fengist leyfi til að byggja á Kaldrananesi. Var þá horfið frá byggingaráformum að sinni. Það kann líka hafa dregið úr mönnum kjark og áhuga, að efnahagur hreppsbúa var víða bágborinn og sveitarþyngsli afar mikil. En þótt ljónin lægju víða á veginum til menntagyðjunnar, vildi fræðslunefndin ekki gefast upp við svo búið. Í nóvemberbyrjun 1911 tilkynnir Loftur fræðslumálastjóra eftirfarandi ákvarðanir : „…… Þó það sé máske ekki með sem ljúfustum vilja allra verður kennt í hreppnum í 8 mánuði 34-36 börnum á þremur kennslustöðum og ráðnir tveir kennarar…“ Kostnaður hreppssjóðs var áætlaður hátt á fjórða hundrað krónur vegna farskólahaldsins.

Elsta gjörðabók fræðslunefndarinnar hefur ekki ennþá komið í leitirnar, en af gömlum skólahaldsskýrslum má sjá að fyrstu kennararnir, sem ráðnir voru ef opinberum aðiljum til starfa í Kaldrananeshreppi voru þeir Eysteinn Eymundsson frá Bæ á Selströnd f.10.ág. 1889 og Jón Jónsson Strandfjeld, sem áður hefur verið getið. Og að þessu leyti markar haustið 1911 tímamót í skólasögu Nessveitar. Eysteinn er skráður kennari í tvo vetur. En þessi farskólatilraun, sem virtist lofa góðu, stóð skamma hríð eða aðeins einn vetur. Kostnaður þótti mikill þar sem kr. 365 voru greiddar til menntamála. Hins vegar kom á móti styrkur úr ríkissjóði veittur til farskólahalds kr. 146 (til þess að átta sig betur á gildi peninganna á þeim tíma má hafa í huga, að dagsverk í vegavinnu var metið á kr. 2,50. Krónan var þannig rúmlega þúsund sinnum meira virði en nú, 1994) Eitt helsta verkefni hreppsnefnda þeirra tíma var að skera úr útsvarskærum og ráðstafa ómögum. Gat þá farið svo að skólamál drægjust inn í umræðurnar eins og bréf oddvitans í Kaldrananeshreppi, ritað 27.12.1912 ber með sér. Trúlega mun mörgum reynast erfitt að skilja hve embættismanninum léttir við bakslagið í skólamálum: “…….. Í fyrra hækkuðu útsvör hér afar mikið vegna fræðslulaganna, sem þá voru fyrst praktiseruð hjer. Sá kostnaður sem af því leiddi kom þyngst niður á barnamennina, þeir þurftu að kaupa bækur fyrir börnin, kosta þau frá heimilum sínum o.fl. Af þessari ástæðu var þeim hlíft sjerstaklega (við háum útsvörum) sem höfðu börn á skólaskyldualdrinum og þar á meðal var kærandi……. Aptur á móti var gjaldabyrðin lögð þyngri á efnaðri mennina. Nú hagar þessu öðruvísi, nú er engin fræðsla sem teljandi er, aðeins eftirlit með heimafræðslu, sem lítið kostar og fáir sem kosta nokkuð til fræðslu fyrir börnin sín nema það sem heimilin veita. Af þessu leiðir að allir þeir sem börn hafa á skólaaldri hafa betri ástæður en í fyrra….” Og þess vegna voru útsvör þeirra hækkuð. Á þennan hátt var útsvarshækkunin á barnmörgum heimilisfeðrum rökstudd. Svo virðist sem skólahald hafi mest legið í láginni næsta ár. Til menntamála er þá aðeins varið 50 krónum vegna kennslu veturinn 1912-13 samkvæmt reikningum hreppsins. Kemur þetta heim við fyrrgreint bréf hreppsnefndaroddvitans.

En árið 1913 komu nýjir menn í fræðslunefnd. Þeir voru Ingimundur Jónsson á Svanshóli, f. 15. júlí 1868 og var hann formaður nefndarinnar, Gestur Loftsson Eyjum, f. 12. okt 1860 og Bjarni Jónsson Skarði, f.1873. Eitthvað hefur nýja nefndin látið til sín taka, því að framlag hreppsins næsta ár var hækkað upp í 229 krónur. En á móti kemur afturstyrkur úr ríksisjóði, 98 krónur. Veturinn 1914-15 eftir að heimsstyrjöldin fyrri var hafin voru greiddar frá Ríkinu 122 krónur til styrktar farskólahaldi, en Kaldrananeshreppur lagði fram 354 krónur alls til menntamála. Um þessar mundir hefur fræðslunefndin greinilega leitað hófanna um skólahúsbyggingar og ætlað sér að kanna hvort unnt væri að taka þráðinn í þeim efnum upp á nýju með bréfaskiptum við fræðslumálastjórnina, sem tekið hefur málaleitan þeirra vinsamlegast. En hér verður sá vendipunktur að aðstæður allar verða þeim andsnúnar. Framlög næsta árs til skólamála lækka um meira en helming bæði frá Ríkinu og sveitarfélgi og falla síðan alveg niður um sex ára skeið að því er best verður séð. Það er því engin furða þótt tónninn í bréfi Ingimundar sé dapurlegur þegar hann skrifar fræðslumálastjóra 14.okt.1915: „Hr.fræðslustjóri. Upp á vinsamlegt bréf yðar frá 15. júli er því til að svara: Hreppsbúar eru algjörlega á móti skólabyggingu nú sem stendur-efni allt er afar dýrt og ástæður hreppsins ekki svo góðar, að leggjandi sé út í slíkan kostnað eins og útlitið er nú. ………. Sannleikurinn er sá, að megnasta óánægja hefur alltaf verið hjá mörgum yfir fræðslulögum og hafa þeir aldrei viljað neina kennslu og varla myndu þeir verða ánægðari þó skóli yrði reistur……. Fræðslunefndin er satt að segja ekki öfundsverð af því starfi sem henni er ætlað : Að gera bæði hreppsbúum og yfirboðurum sínum til geðs. …..“ Það er rétt, sem fram kemur í bréfi skólanefndarformannsins, að ástæður hreppsins voru ekki góðar. Þurfamenn voru á þeim árum 12-17 og for þannig oftast um helmingur af útsvarstekjum til fátækraframfærslu. Almannatryggingar komu löngu síðar til sögunnar. Þetta atriði verður m.a. að hafa í huga þegar leitað er orsaka fyrir framtaksleysi hreppsbúa í skólamálum á þessum árum.

Sumarið 1922 verða mannaskipti í fræðslunefndinni. Til liðs við Ingimund Jónsson koma þá Matthías Helgason á Kaldrananesi að nýju (áður á Bjarnarnesi) og Kjartan Ólafsson f.28.des.1877 einnig bóndi á Kaldrananesi. Var þess þá skemmst að bíða, að hreyfing kæmi á skólamálið á ný. Eftir að samþykkt hafði verið í febrúarbyrjun 1923 að byggja fundarhús á Kaldrananesi skrifaði fræðslunefndin bréf til Jóns Þórarinssonar fræðslumálastjóra og lýsir þeirri hugmynd sinni, að nýta fyrirhugað þinghús sem skóla og sækir á þeim forsendum um 1.500 króna byggingarstyrk úr ríkissjóði, en allur byggingarkostnaður var áætlaður kr.5000. Rökstuddu nefndarmenn styrkbeiðni sína á þennan hátt: „….Vér könnumst við, að svona hús samsvarar að líkindum ekki fyllstu kröfum sem gera ber til skólahúsa, en hins vegar teljum vér, að bjargast mætti við það til bráðabirgða og gæti þá orðið vísir til fullkomnara skólahúss á sínum tíma. … Þó þetta yrði allt í smáum stíl og ófullkomið, þá ber að líta að það, hversu erfitt uppdráttar allt þetta kennslustrit á hér og finnst oss því, að sem best þurfi að taka öllu sem miðar í áttina….. Gæti þetta ekki gengið fram nú teljum vér tækifærinu sleppt úr hendi til þess að hressa við það daufa ástand sem nú er í fræðslumálum…..“ Ekki verður séð af reikningum Kaldrananeshrepps, að þessi beiðni um ríkisstyrk hafi borið árangur. En upp komst þinghúsið og var kostnaður við það orðinn kr. 3695, sem hreppurinn greiddi árið 1924, en það kom að litlum notum sem skólahús, þó að fyrir kæmi að þar færi kennsla fram, þótt húsnæðið væri óhentugt til þeirra hluta. Eftir margra ára hlé byrja loks greiðslur aftur til ársins 1923 til barnafræðslu bæði frá ríki og sveitarfélaginu og er ýmist kallað styrkur vegna eftirlits með heimakennslu eða styrkur til fararskólahalds. En upphæðirnar eru afar lágar 100 – 200 krónur. Árið 1930 eru greiddar kr. 679 til barnafræðslu, en þá fara kreppuárin í hönd og styrkirnir um skeið. Kunnugt er um þrjá kennara, sem störfuðu að barnafræðslu í Kaldrananeshreppi á árinu 1926 – 32. Það voru þeir Jóhann Kristmundsson í Goðdal f.23.júlí 1906 Jóhannes Jónsson frá Asparvík f.25 des. 1906 og Jóhann Hjaltason frá Vatnshorni f.6.sept. 1899. Þeir Jóhann Kristmundsson, sem nefndur var eftirlitskennari og Jóhannes Jónsson mun einkum hafa starfað í Bjarnafirði og norðurhluta hreppsins Jóhann Hjaltason kenndi á Drangsnesi í leiguhúsnæði , sem nefnt var Baldur, en það var einmitt tekið í notkun um þær mundir, sem Jóhann byrjaði kannslu á Drangsnesi, árið 1928. Samkomuhúsið Baldur á Dranngsnesi kemur við sögu barnaskólans því að þar fór fram kennsla í hálfan annan áratug áður en skólahúsið var byggt. þykir því við hæfa fara nokkrum orðum um þennan undanfara skólans. Þegar fólki tók að fjölga á Drangsnesi þótti mönnum hvimleytt að hafa ekkert samkomuhús. Úr þessu bættu nokkrir framtakssamir menn undir forystu Ingimundar Guðmundssonar á Hellu með því að stofna hlutafélag 13. maí árið 1928 sem þeir gáfu nafnið Baldur. Markmið þessa félagskapar var að reisa samkomuhús og annast rekstur þess. Þessu takmarki var náð, húsið var reist innantil í þorpinu og leikt út til samkomuhalds og fljótlega var farið að not a salinn fyrir kennslustofu. Leiksvið var við enda salarins, en fleiri voru vistarverurnar ekki. Vatnshorni Hrófb. h.

Fyrsti kennarinn í þessu húsnæði var Jóhann Hjalltason fræðimaður/,f.6.sept,1899 sem hafði skólastjornina á hendi á árunum 1928-32. Í bréfi til Ásgeirs Ásgeirssonar 17.nóv.1928 segir Bjarni Bjarnason á Gautshamri, formaður fræðslunefndar f.23.ap.1889 :“…Kennari var ráðinn í 4 mánuði Jóhann Hjaltason. Séra Þorsteinn Hóhannesson, prestur á Stað í Steingrímsfirði og prófdómari, telur hann með ritfærustu mönnum og minnugan…. “ Auk barnanna í þorpinu lærðu í skóla Jóhanns börn af Selströndinni og norðan frá Bjarnarnesi. Flest áttu þau langt að fara og var þeim komið fyrir hjá frændfólki og vinum á Drangsnesi því að engin var heimavistin.

Fræðslumálum var nú komið í betra horf en áður, þótt húsnæði skólans væri vissulega ófullkomið og aðeins ætlað til bráðabirgða. Einkum hamlaði kuldinn skólastarfinu, þegar veðri var þannig háttað. Jóhann Hjaltason sagði upp stöðu sinni vorið 1932 og settist í Kennaraháskólann til að afla sér fullra kennsluréttinda. Þá tók við skólastjórn Þorsteinn Matthíasson á Kaldrananesi f. 23.apríl 1908. Þorsteinn Matthíasson kenndi í Kaldrananeshr. á árunum 1932-1938 að tveim vetrum undanskyldum, þ.e 1935-36 þegar Kristvarður Þorvarðsson frá Leikskálum í Dalasýslu, f.14.jan.1875, annaðist kennsluna, og 1936-37 þegar Steinunn Davíðsdóttir frá Reistará í Eyjafirði, f.10.jan 1905 hafði kennsluna á hendi. Ekki mun hafa verið kennt að staðaldri í samkomuhúsinu Baldri á þessum tíma. Þorsteinn kenndi til dæmis í nýju þinghúsi sem byggt hafði verið á Kaldrananesi 1930 og faðir hans, Matthías Helgason leysti hann af að hluta meðan Þorsteinn var við nám í Kennaraskólanum 1932-34. (Þ.M. Strandapósturinn 22. árg. bls. 72-74)

Þorsteinn Matthíasson hreyfir snemma við þeirri hugmynd að byggja heimavistarskóla á jarðhitasvæði í Kaldrananeshreppi eins og sjá má af bréfi hans, er barst fræðslumálastjóra 4. des. 1934: „… Til þess að koma barnafræðslunni í gott horf þá verður að byggja heimavistarskóla við heitar laugar hér í hreppnum….“ Ári síðar voru skólamál rædd á almennum hreppsfundi á Kaldrananesi 11. júní 1935. formaður skólanefndar, Jón Bjarnason á Skarði, f. 28. okt. 1907, hafði framsögu í málinu og studdi byggingarhugmynd Þorsteins Matthíassonar. Aðrir vildu fara hægar í sakirnar og að lokum var samþykkt tillaga með 20 atkvæðum gegn 13, er hljóðaði þannig: „Fundurinn ákveður vegna fjárhagsörðugleika hreppfélagsins ekki fært að leggja í byggingu heimavistarskóla á þessum erfiðu tímum. “ Og vissulega voru tímarnir erfiðir því að mikið verðfall hafði orðið á íslenskum framleiðsluvörum strax í byrjun heimskreppunnar á fjórða áratugnum. Það var einmitt um þessar mundir, sem Kaldrananeshreppur tók rúmlega 5000 kr. lán úr Kreppulánsjóði til þess að ná saman endum. ástand skólamálanna var því óbreytt enn um sinn, – kennslan fór fram í húsi Baldurs á Drangsnesi og ýmsum bæjum í norðurhluta hreppsins. En skólanefndarformaðurinn á Skarði var bjartsýnn maður, sem vildi ekki láta kreppuna stjórna framvindu fræðslumálanna. Tólfta maí 1936 skrifar hann Ásgeiri Ásgeirssyni fræðslumálastjóra og óskar eftir rannsókn á heppilegum skólastað. Segir þá fyrirhugað, að koma upp yfirbyggðri sundlaug „…og verður hún þar byggð, sem skólinn á að vera. Þetta er aðkallandi á þessu sumri…“ En hér fór sem fyrr, að tími athafnanna var enn ekki kominn.

Veturinn 1937 – 38 kenndi Þorsteinn Matthíasson á tveim stöðum í skólahverfinu, Kaldrananesi og Drangsnesi, 4 mánuði á hvorum stað og jafnframt var Loftur Loftsson ráðinn farkennari. Kristvarður Þorvarðsson er einnig skráður kennari þann vetur. Haustið 1938 tók Árni M. Rögnvaldsson við skólastjórn og settist að á Drangsnesi ásamt konu sinni Steinunni Davíðsdóttur. Árni var fæddur að Dæli í Svarfaðardal 5.feb.1909, en Steinunn, sem kennt hafði á Drangsnesi veturinn 1936-37 var fædd á Reistará í Eyjafirði 10.jan.1905. Hún var einnig stundakennari hjá manni sínum og kenndi m.a. söng. Bjuggu þau hjón í þröngum húsakynnum uppi á lofti í húsi Jóns P. Jónssonar og Magndísar Aradóttur. Borgar Sveinsson f.9.feb.1896 var skólanefndarformaður um þær mundir. Segir hann í bréfi til fræðslumálastjóra 3.nóv. 1938 að yfir 80 börn séu á aldrinum 8-14 ára í skólahverfinu. Skólahús sé ekki fyrir hendi. “…….Reyndar eru hér tvö samkomuhús, sem kennt hefur verið í, en þau geta ekki heitið forsvaranleg til þess að kenna í þeim og heimavist vantar. En það sem verst er, er það, að efnahagur hreppsbúa er svo slæmur, að fæstir munu geta kostað börnin sín í heimavistaskóla, þó til væri og því síður lagt nokkuð af mörkum til þess að reisa hann…..” Já, það var ýmsum örðuleikum bundið fyrir skólastjórahjónin að setjast að á þessum stað þar sem flest vantaði nema viljann til þess að láta gott af sér leiða. En þau létu ekki deigan síga heldur tóku ótrauð til starfa. Og það er oft undrunarefni, hve góðum árangri er hægt að ná við frumstæð skilyrði.

Laust eftir áramótin þennan fyrsta vetur sinn á Drangsnesi skrifar Árni fræðslumálastjóri fréttir af skólastarfinu.: “……Um 60 börn eru skólaskyld þ.e. á aldrinum 10-14 ára. Af þeim ganga til mín tæp 30 af Drangsnesi og austurhluta Selstrandar. Tveir kennarar aðrir stunda kennslu. Annar sem farkennari innst á Selströnd og í Bjarnafirði, en hinn heimiliskennari og kosta hann þrjú heimili….” Þá kvartar Árni um það, að 10 ára börnin hafi verið illa læs er þau komu í skólann og bendir á, að færa þurfi skólaskylduna niður og kenna smábörnunum mánaðartíma haust of vor. Í lokin minnir hann á þörfina fyrir heimavistaskóla, sem sé aðkallandi. Fræðslumálastjóri svarar bréfinu í febrúar 1939 og bendir á, að ágreiningur sé um staðarval.. Gefur í skyn, að maður verði sendur næsta sumar til að velja skólalóð. Þá var og farið að tillögum Árna með að færa skólaskylduna niður, þannig að hún næði til barna á ldrinum 7-14 ára í skólahverfinu og skólatími 36 vikur eða 9 mánuðir (í þorpinu). Af þessu má sjá, að tillögum Árna hefur verið vel tekið.

Það dróst þó enn um sinn að ákveða skólastaðinn. Í ársbyrjum 1941 ritar Matthías Helgason oddviti Kaldrananeshrepps fræðslumálastjóra og vill hafa áhrif á staðarval skólans, sem rætt er um að reisa í sveitarfélaginu: “…. Hús það sem kennt er í er eign hlutafélags og því dregið úr þeim umbótum sem nauðsynlegar eru, enda mjög illt þessu við að koma, því að upphaflega var húsinu hróflað upp í allt öðru augnamiði. Hins vegar illt fyrir hreppinn að kosta þar miklu til, þar sem það gæti ekki orðið til frambúðar. Þrátt fyrir þetta hefur hreppurinn oftast orðuð nokkru til að kosta og þar að auki að greiða talsverða leigu fyrir húsið. Það má því telja að mest af þeim skólakostnaði, sem hreppsfélagið leggur fram, fari til skólahaldsins á Drangsnesi…” Matthías bendir á, að heppilegra sé að byggja heimavistarskóla á Klúku en á Drangsnesi bæði vegna jarðhitans og landrýmis, og að hreppurinn á þægilega jörð í Bjarnafirði þar sem hvort tveggja er til staðar. Að endingu hvetur oddvitinn til þess, að óvilhallur maður verði fenginn til að líta á staðhætti. Árni M. Rögnvaldsson hefur þetta að seigja um skólamálið í bréfi til Helga Elíassonar fulltrúa fræðslumálastjóra 14. feb. 1941 :“…. Yður mun vera kunnugt af bréfum frá mér og fyrrverandi skólarnefndarmönnum Kaldrananeshrepps að til vandræða horfir hér með skólahús á næstu árum. Húsið sem nú er kennt í, er eign nokkurra og leigt til eins árs í senn og því engin trygging með húsnæði skólans í framtíðinni. Er það jafnframt notað fyrir skemmtisamkomur. Húsið er nú orðið of lítið og í allastaði ófullkomið og óhentugt…… Í vetur afhenti ég skólanefndinni tillögur þess efnis, að nú þegar yrði safnað fé til fyrirhugaðrar skólabyggingar, skólastaður ákveðinn og safnað gjafavinnu, er notuð yrði til undirbúnings á meððan ekki er hægt, vegna dýrtíðar og efnisskorts, að reisa skólahúsið,,,, Ég tel nauðsynlegt að ákveða skólastað og hefja undirbúning á þessu ári. Skólastaðurinn er ágreiningsefni innan hreppsins og verður því sennilega sérfróður maður að skera úr um val hans. Skólasjóð mætti stofnameð frjálsum framlögum og hefi é gefið kr. 200 til hans….“ Af brefi Árna má sjá, hversu skólabygging er honum mikið kappsmál vegna fræðslustarfsins, en einnig sá hann fram í húsnæðisvanræði fjöldskyldu sinnar, sem fór stækkandi.-

Almennur hreppsfundar var haldinn í kaldranarnesi 19. apríl 1941. Þar hafði Árni M. Rögnvaldsson framsögu um skólanálið. Fjörugar umræður fóru fram á fundinum, sem var fjölsóttur. samþykkt var eftirfarandi tillaga frá Jóhanni Kristmundssyni í Goðdal : “ Þar sem þörf er fyrir tvo skóla í hreppnum, heimagönguskóla á Selströnd og heimarvistaskóla í Bjarnarfyrði, felur fundurinn skólenefndinni að útvega samþykki fræðslumálaráðuneytinsins til skiptingarr hreppsins í tvö fræðsluhéruð.“ Féllu atkvæði þannig, að 29 greiddu tillögu í atkvæði en 2 voru á móti. Jón Bjarnason á Skarði lagði fram tillögu um að hreppsnefndin útvegaði sérfróðan mann til að benda á hentuga skólastaði í kaldrananeshreppi og var hún samþykkt. Þriðja tillagan var frá Guðmundi R. Guðmundsyni í Bæ og var hún samþykkt í einuhljóði : „Almennur hreppfundar fyrir Kaldrananeshrepp haldinn að Kaldrananesi þann 19.4. 1941 samþykkir að byggður verði heimavistarskóli á Selströnd svo fljótt sem auðið er og undirbúningur hefjist nú þegar „

Loks var skorað á hreppsnefnd Kaldrananeshrepps að leggja 1500 krónur í skólasjóð á árinu. Áður en þessum mikilvæga fundi lauk voru kosnir 6 menn skólanefnd til aðstoðar við framgang skólamálanna, þrír úr hvoru skólahverfi sem fyrirhuguð voru. Úr nyrðri hlutanum, Bjarnafirði, hlutu þessir kosningu : Benidikt Benjamínsson á Brúará, Jón Bjarnason Skarði og Jóhann Kristmundsson Goðdal. En af Selströnd voru kosnir : Jón P Jónsson Drangsnesi, Björn Guðmundsson Drangsnesi og Guðmundur Jóhannsson Kleifum. Ákveðið hafði verið á fundinum, að 2 bæir af Selströnd, Bassastaðir og Bólstaður skyldu fylgja norðurhlutanum ásamt Bjarnanesi. Bæði oddvitinn, Mattías Helgason á Kaldrananesi og skólanefndarformaðurinn, Borgar Sveinsson á Drangsnesi skrifuðu fræðslumálastjóra og sögðu frá þeim tíðindum, sem gerst höfðu á hreppsfundinum í Kaldrananesi 19.apríl, þar sem kom fram eindreginn vilji til að gera stórátak í skólamálum. Það var sem tillagan um skiptingu skólahverfisins hefði léð byggingaráformunum nýja vængi.

Nú yrði ekki aftur snúið, hvað sem dýrtíð leið og erfiðleikum á að nálgast byggingarefni. Svarbréf barst frá Helga Elíassyni dags. 30. maí 1941. Segist hann vera sammála um þörfina á því, að bæta hag og aðstöðu kennslumálanna. Boðar komu sína eða séra Jakobs Kristinssonar um sumarið til skrafs og ráðagerða um skólamálin. Það var reyndar Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, sem fór norður með Helga og leist þeim vel bæði á Klúku og Drangsnes, sem skólastaði. Bið varð þó á, að hafist væri handa. Ýmislegt varð til hindrunar. M.a. bárust upplýsingar um það frá æðri stöðum, að skólahverfið væri ekki skipt nema þar störfuðu tveir fastir skólar.

Auðsætt var, að þótt fastur skóli kæmi á Drangsnes hlaut farskólafyrirkomulagið að vera óbreytt í norðurhluta hreppsins allra næstu árin a.m.k. Þegar Árni M.Rögnvaldsson sá, að skólabyggingin dróst á langinn, venti hann sínu kvæði í kross, sagði upp skólastjórastöðunni og settist að á Grenivík, þar sem hann var kennari næstu tvö árin. Í hans stað var ráðinn Jónatan Jakobsson f. 22.sept. 1907 að Torfustaðahúsum í Miðfirði. Jónatan var aðeins einn vetur og tók þá við skólanum Björn Ólafur Pálsson, ættaður frá Skápadal í Patreksfirði, f. 10.9. 1916 og var jafn lengi eða veturinn1942-43 en kom 21 ári síðar aftur í skólann. Hafist handa. Á árinu 1942 virðist sem einskonar keppni hafi byrjað milli Bjarnfirðinga og Selstrendinga um það, hvor aðilinn yrði fljótari að láta til skarar skríða við gerð skólamannvirkja.

Jón Bjarnason á Skarði skrifar Helga Elíassyni 6. febrúar 1942 að sundfélagið Grettir Bjarnarfirði hafi ákveðið að byggja nýja sundlaug og íþróttahús við fyrsta tækifæri á Klúku í Kaldrananeshreppi, er valin hefði verið sem skólastaður í Bjarnarfirði. Í svarbréfi Helga Elíassonar segir hann, að æskilegt sé að samvinna verði milli Kaldrananeshrepps og sundfélagsins Grettis um að koma upp hæfilega stórum skóla, íþróttahúsi og sundlaug fyrir Bjarnarfjörðinn, sem yrði sennilega að Klúku. Jafnframt telur hann sanngjarnt að sundlaug og fimleikahús byggð að helmingi vegna barnaskólans verði styrkt að þeim hluta að hrepps- og ríkissjóði. Eitthvað mun Bjarnfirðingum hafa þótt vanta á, að þeir gætu hafist handa, en úr því var ritsímuð hraðskeyti til skólanefndarinnar á Drangsnesi 27. apríl 1942 líklega ætlað að bæta: „Föllumst á að sundlaug og barnaskóla fyrir Bjarnarfjörð verði valinn staður á Klúku. Fræðslumálastjóri.“

Við þennan kraft í Bjarnfirðingum mun Selstrendingum hafa hlaupið kapp í kinn, nema fleira hafi komið til eins og vaxandi barnafjöldi eða batnandi efnahagur í tengslum við byggingu hraðfrystihússins á Drangsnesi á árinu 1942, því að nú tók skólanefnd af skarið og bað yfirvöld fræðslumála um heimild til að hefjast handa og óskaði eftir tillögu að grunnteikningu af skólahúsi. Beiðni nefndarinnar hlaut jákvæða afgreiðslu og í janúarmánuði árið 1843 barst skólanefndarformanninum, Borgari Sveinssyni, grunnriss af barnaskóla fyrir Drangsnes frá Húsameistara ríkisins. -Borgar skoðaði teikninguna vandlega ásamt hinum skólanefndarmönnum, Jóni P. Jónssyni og Einar Sigvaldasyni. Þessi teikning var lögð fram til sýnis fyrir hreppsbúa. – Þá kom fram óvænt hugmynd og hún var sú, að byggja kapellu við enda skólans og hafa laus skilrúm milli skólastofanna þannig að guðsþjónustur og kirkjulegar athafnir gætu farið fram í skólahúsinu, sem mundi koma sér einkarvel fyrir sóknarbörn á Selströnd, 1) Um framhald sundlaugarmálsins má lesa í Strandir 2 í grein Ingimundar Ingimundarsonar um sundfélagið Gretti.

Þar sem langt var og erfitt að sækja kirkju að Kaldrananesi eins og samgöngum var háttað. Þessi hugmynd, að reisa hús er hefði tveim hlutverkum að gegna sem skóli og kirkja, fékk strax mikið fylgi og var sóknarprestinum séra Ingólfi Ástmarssyni falið að skrifa biskupi og leita samþykkis hans á því fyrirkomulagi og samvinnu um það við fræðslumálastjórn. Séra Ingólfur, sem þá var búsettur á Hólmavík, var málinu mjög hlynntur og reifaði það 12.febrúar 1943 í bréfi til Sigurgeirs Sigurðssonar biskups. Var leyfi hans veitt fúslega og sama var að segja um afstöðu fræðsluyfirvalda, sem gáfu samþykki sitt með vissum skilyrðum. Að þessum heimildum fegnum breytti Húsameistari ríkisins teikningunni og lengdi fyrirhugaða skólabyggingu um þrjá metra vegna kapellurnar.

Var þá ekkert lengur til fyrirstöðu að verkið gæti hafist, enda var aðdragandinn orðinn ærið langur. Skólabyggingin. Marteinn Sívertsen húsasmíðameistari í Reykjavík var ráðin yfirsmiður við bygginguna. Hann var 30 ára gamall, fæddur á Sjávarborg Skagafirði, stór og dugnaðarlegur maður á léttasta skeiði. Marteins var ekki vænta norður fyrr en um mitt sumar, eftir að grunnur hússins hafðir verið steyptur. Undirbúningur verksins hófst nú af fullum krafti. Mæld var út lóð í landi Jóns P. Jónssonar 26.júní 1943 og þökur ristar af grunninum, jafnframt var byrjað að flytja steypuefni á staðinn. Möl var tekin útundir Malarhorni en sandur sóttur út í Sandvík í Bæjarlandi. Heimamenn, sem margir hverjir voru liðtækir smiðir þótt þeir hefðu ekki réttindi í iðnaði, slóguupp mótum fyrir sökkum og steyptu grunninn. Þeir veittu og mikilvæga aðstoð meðan á allri smíðinni stóð. Má þar nefna Halldór Jónsson frá Asparvík, Björn Guðmundsson frá Bæ og Sigurð Bjarnason, er bjuggu allir á Drangsnesi um þær mundir. Byggingarmeistarinn kom um mitt sumar og með honum húsasmiður að sunnan, Hallgeir Elíasson að nafni. Höfðu þeir báðir fæði og húsnæði á heimili Borgars Sveinssonar.

Var nú tekið til óspilltra málanna með bygginguna. Það flýtti mikið fyrir að hússgrunnurinn var tilbúinn en hann var 215 fermetrar að flatarmáli. Unnið var 10 tíma á dag, frá klukkan sjö á morgni til sjö á kvöldi, sex daga vikunnar á jafnaðarkaupi. Öll steypa var hrærð á höndum eins og þá tíðkaðist. Það var erfið vinna en menn drógu þó hvergi af sér. – Gluggar og hurðir komu að sunnan frá Völundi hf. þar sem hvort tveggja var smíðað og flýtti það mikið fyrir. Er skemmst frá að segja, að uppsláttur og steypuvinna gekk bæði fljótt og vel, þannig að húsið var orðið fokhelt um haustið. Gerði Marteinn Svívertsen þá hlé á vinnu sinni og fór suður og Hallgeir Elíasson með honum. En Halldór Jónsson og fleiri heimamenn héldu áfram smíði við innréttingar í skólastjóraíbúð og kjallara.

Og vel hefur þeim miðað áfram, því að seint í nóvember fékk smábarnadeild skólans handavinnustofu nýja hússins til afnota og 16. desember flutti Árni M. Rögnvaldsson skólastjóri inn í íbúðina með fjölskyldu sína og fögnuðu þau umskiptum frá því að búa í herbergiskyrtunum á lofti Símstöðvarinnar, enda þótt sambýlið við húsráðendur, hjónin Jón P. Jónsson og Magndísi Aradóttur hefði verið með miklum ágætum og mótast af gagnkvæmri vinsemd og tillitsemi.- Í ársbyrjun 1944 kom yfirsmiðurinn aftur að sunnan og að þessu sinni einsamall. Dvaldi hann þaðan frá hjá Guðmundi Sigurgeirssyni oddvita og Valgerði Magnúsdóttur konu hans meðan á smiðinni stóð. Mikil ánægja var með byggingarmeistarann, því hann kunni sitt fag og sagði mönnum ekki aðeins fyrir verkum, heldur gekk sjálfur að smíðum og var mesta hamhleypa við störf sín.- Múrverkið annaðist Ragnar Einarsson smiður frá Hvammstanga. Hjálmar Halldórsson símstöðvarstjóri á Hólmavík sá um raflögn og lýsingu. Samstarfsmaður Hjálmars var Guðmundur Björgvin Bjarnason, einnig frá Hólmavík. Þriðji Hólmvíkingurinn, Magnús Hansson, tók að sér pípulögn og uppsetningu miðstöðvarkerfis. Tveir menn voru fengnir frá Reykjavík til þess að mála skólann. Voru það þeir Matthías Matthíasson málarameistari og Helgi Vigfússon málari. Komu þeir báðir með konur sínar og bjuggu í Símstöðunni meðan á verkinu stóð, í herbergjum þeim sem Árni skólastjóri hafði áður haft til afnota. – –

Öllum þessum verkþáttum miðaði það vel áfram að hægt var að taka aðra kennslustofuna í notkun í byrjun febrúarmáðaðar. – Um vorið var smíðavinnu lokið og hvarf Marteinn Sívertsen þá á braut. – – Allt sumarið var unnið af kappi við að mála og ljúka öðrum frágangi innan húss svo sem unnt var, þannig að vígsla gæti farið fram um haustið. Og sú áætlun tókst með sameiginlegu átaki allra er að verkinu unnu.

Skólavígsla á lýðveldisári. Biskupinn yfir Íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, kom norður og vígði nýja húsið 3. september á því merka ári 1944. Það var skemmtileg tilviljun að þessi bygging, sem helguð var störfum í þjónustu menntunar og kristnihalds, kom jafnframt til sögunnar eins og kærkomið framlag eða góð gjöf til hins nýstofnaða lýðveldis. – Margt manna var viðstatt vígsluna og fagnaði því innilega, að loksins var langþráðu takmarki náð. – Reyndar mátti með sanni segja, að byggingin hafði gengið með ævintýralegum hraða eftir að undirbúningi lauk og hafist var handa, enda ríkti samstaða og einhugur um framkvæmdina meðal hreppsbúa. – – –

Stærð alls hússins var 1002 rúmmetrar, og þar af var skólastjóraíbúðin 290 rúmmetrar. Í byggingunni voru tvær kennslustofur ásamt rúmgóðum gangi og kennaraherbergi, sem einnig mátti nota sem bókageymslu. Skólastjóraíbúðin var þrjú herbergi og eldhús, ásamt baðherbergi. Í kjallara undir íbúðinni var handavinnustofa, böð, salerni, miðstöðvarklefi og geymslur. – Í hinum enda byggingarinnar var kapellan með altari, ræðustól og skrúðhúsi. Kapellan var aðgreind frá skólastofu með færanlegu þili. Kennslustofurnar voru aðskildar á sama hátt með lausu skilrúmi og voru þau bæði höfð opin við kirkjulegar athafnir og blasti þá altarið við gestunum eins og í kirkju. Voru menn sammála um að þessum umbúnaði öllum væri haganlega fyrir komið og af mikilli smekkvísi. – –

Góðar gjafir – – Þeir voru margir, sem lagt höfðu þessari byggingu lið, bæði beint og óbeint. Sumir gáfu vinnu sína en aðrir peninga eða dýrmætar gjafir. Sem dæmi má nefna eftirfarandi: Árni M. Rögnvaldsson skólastjóri gaf 200 krónur í peningum, Guðbjörg Jóhannsdóttir kennari gaf vönduð gluggatjöld í skólastofu, Magndís Aradóttir gaf messuklæði og dúka á altari sem hún hafði saumað sjálf, og síðar gaf hún einnig dyratjöld í kapellu og var sú handavinna öll hin prýðilegasta. Kristján Einarsson forstjóri í Reykjavík gaf tvo forkunnarfagra kertastjaka úr silfri og sjómenn á Drangsnesi skutu saman fé fyrir altaristöflu, og er af þeirri gjöf athyglisverð saga, sem hér verður rakin, því að hún lýsir vel þeirri samstöðu, sem var um þessa byggingu.

Eins og að líkum lætur hvíld undirbúningur og skipulag verksins að mestu á herðum skólanefndarmanna, þeirra Jóns P. Jónssonar, Einars Sigvaldasonar og Borgars Sveinssonar, sem var formaður nefndarinnar. Fjármálin voru í höndum oddvita hreppsnefndar, Guðmundar Þ. Sigurgeirssonar, sem annaðist reikningshald og sá um greiðslu vinnulauna og byggingarefnis. Eins og þegar hefur komið fram var Kristján Einarsson forstjóri einn af þeim mörgu sem færði skólastofnunni gjafir. En hann veitti einnig mikilvægan stuðning meðan á byggingunni stóð. Þannig beitti hann áhrifum sínum til að greiða fyrir efniskaupum, en á þeim tímum voru vörukaup háð innflutningsleyfum, sem ósjaldan töfðu húsbyggingar um lengri eða skemmri tíma.

Sagan að baki altaristöflunnar. Sumarið 1943 var byrjað að byggja skólahús ásamt kapellu á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Fyrirkomulag hússins var þannig, að með opanlegum skilrúmum var hægt að breyta skólanum í kirkju. Mikill og almennur áhugi var meðal þorpsbúa fyrir þessari framkvæmd. Á útmánuðum 1944 var húsbyggingin langt komin, en ýmis áhöld og húsbúnað vantaði bæði í skólann og kapelluna. Þá bar svo við í dymbilvikunni að skip kom að kvöldlagi að Drangsnesi með vörur, sem skipa þurfti upp fyrir páskahátíðina. Var þá leitað eftir mannskap í uppskipunarvinnu. Brugðust menn vel við þeirri beiðni og meðal þeirra, sem gáfu sig fram til næturvinnunnar voru tveir nafnkenndir formenn fiskibáta, þeir Einar Sigvaldason og Andrés Magnússon,, báðir stórir og harðduglegir víkingar. Unnið var í hópum við uppskipunina, sumir niðri í lest skipsins, aðrir í flutningum milli skips og bryggju en þriðji hópurinn tók á móti vörunni í landi. Formennirnir fyrrnefndu unnu hvor í sínum hópi. – – – Um lágnættið var gert hlé á vinnunni til að fá sér hressingu. Víkur þá Einar Sigvaldason sér að þeim félögum sínum, er næstir stóðu og segir: „Heyrið þið drengir. Ættum við ekki að gefa næturvinnukaupið okkar til skolabyggingarinnar og mælast til að peningunum verði varið til að kaupa altaristöflu í kapelluna ?“ Þetta fannst félögum Einars góð hugmynd og voru þeir strax tilbúnir að gefa næturkaupið sitt. Tala þeir þá um að hér geti orðið um drjúga upphæð að ræða, því að vafalaust vilji allir vera með. Við þau orð fær einn piltanna bakþanka og lítur í kringum sig um leið og hann segir :“ Það geta varla allir verið með. Þið gleymið honum Drésa. Hann hefur víst áræðanlega þörf fyrir alla sína peninga.“ Þá slá þögn á hópinn, því að Andrés Magnússon hafði fyrir óvenjustóru heimili að sjá, þar sem hann var 15 barna faðir. Loks stakk einhver uppá því, að Andrés yrði ekki látinn vita af þessari ráðagerð. Hann væri of stórlátur til þess að draga sig í hlé, ef hann vissi um samskotin. Öðrum þótti ófært að fara þannig á bak við Andrés. Það væri ekki greiði, heldur ódrengskapur, sem hann mundi taka nærri sér. – Og þannig skeggræddu menn um málið, sem virtist komið í sjálfheldu áður en því var hleypt af stokkunum. –

Þegar uppskipuninni var lokið bjarmaði fyrir nýjum degi og páskahátíðin fór í hönd Vinnuhóparnir söfnuðust saman á hafnarbakkanum Í dagrenningunni, fengu sér í nefið og röbbuðu um viðburði næturinnar. En rétt áður en mannþyrpingin dreifðist og hver hélt til síns heima stökk Andrés Magnússon öllum að óvörum upp á flatningsborð, strauk lófanum um sterklega kjálkana og leit glaðbeittum svip yfir vinnulúinn hópinn. Skraf manna féll samstundis niður, er þeir sáu að Drési ætlaði að halda ræðu. “ Jæja strákar“, byrjaði hann og hélt að hiklaust áfram.“ Þetta hefur verið góð skorpa hjá okkur. Hvað segið þið um að gefa vinnulaunin ykkar núna til kapellunnar ? Þið vitið að hana vantar svo margt. Væri ekki gaman fyrir okkur að gefa henni til dæmis altaristöflu með mynd af einhverju, sem minnir á sjómennskuna, því að þetta þorp stendur og fellur með sjósókninni? Hvað segið þið um að gera þetta, svona til hátíðabrigða ?“ Tillögu Andrésar var fagnað með dynjandi lófataki.- Og þannig var það fimmtán barna faðirinn sem greiddi óvænt úr málunum á sinn hressilega hátt þegar þau virtust komin í harðan hnút. – – – Og altaristaflan kom fyrir vígsludaginn 3. september í krafti þeirrar fjársöfnunar, er sjómennirnir stóðu fyrir. Hún var máluð af Eggerti Guðmundssyni listmálara og myndefni hennar var svo viðeigandi sem best varð á kosið : Jesús kyrrir vind og sjó.

Greiðslubyrðin Það kostar sitt að byggja stórt hús og þegar skólinn varð fokheldur árið 1943 kom í ljós að byggingarkostnaður yrði þyngri í skauti en gert hafði verið ráð fyrir. Árni skólastjóri var meðal þeirra, sem hafði miklar áhyggjur út af þessu. Kemur það vel fram í bréfi hans 26. janúar 1944 til Helga Elíassonar fræðslumálastjóra, en þar segir hann að byggingin verði dýr. „sem eðlilegt er á þessum tímum, en hún er líka vönduð og hentug að því er virðist. Hún verður hreppnum til sóma svo framarlega að hann rísi undir hinum fjárhagslegu byrðum. Þær fara að verða ískyggilega þungar og er mér nær að halda að hreppurinn lendi í miklum ógöngum ef honum berst ekki góð hjálp…“ sem Árni taldi að hann verðskuldaði.- Helgi Elíasson svarar Árna 8. febrúar og segir það sem allir vissu, að Ríkissjóður ,,geti ekki greitt nema 1/3 af byggingarkostnaði heimangönguskóla „, en vonandi verða einhverjir fjársterkir velunnarar til að víkja honum einhverju, t.d. stærstu atvinnurekendur þar nyrðra? Gengi og gæfa fylgi skólanum og öllum þeim störfum er þar fara fram.“ Hafi Árni búist við aukafjárveitingum að sunnan hefur hann orðið fyrir vonbrigðum með þetta svar þótt gott væri að heyra heillaóskirnar.- – –

Tuttugasta nóvember 1944 sýndi byggingarreikningur oddvitans að skólinn hafði kostað 271.650 krónur. Þar af voru vinnulaun kr. 111.000. Var þá enn eftir að múra húsið að utan og mála, en að öðru leiti var frágangi að mestu lokið. Fyrir milligöngu þingmannsins, Hermanns Jónassonar var tekið tekið 110.000 króna lán í Búnaðarbankanum og rétt fyrir jólin kom styrkur úr Ríkissjóði að upphæð kr. 90.000.- sem var hinn lögbundni þriðjungur að stofnkostnaði skólans. Samtals voru því tekjurnar 200.000 krónur, þannig að í árslok 1944 skuldaði Kaldrananes hreppur auk Búnaðarbankalánsins um 70.000 krónur sem taldist allmikið fé um þær mundir.

En það varð til bjargar að þá voru uppgangstímar og hagur manna fór batnandi og þar með jukust tekjur sveitafélagsins, þannig að auðveldara varð að standa í skilum með allar skuldbindingar. Síðustu styrkveitingar úr Ríkissjóði vegna skólastofnunarinnar á Drangsnesi bárust oddvita Kaldrananeshrepps nær 8 árum síðar. Ástæða var sú, að lögum var breytt þannig, að heimilt var að greiða 3/4 af byggingarkostnaði skólastjóraíbúða úr Ríkissjóði. Á þessum breyttu forsendum sótti því skólanefndin um styrk úr Ríkissjóði 28. jan. 1952. Fræðslumálastjóri svarar umsókninni 5. mars sama ár og segir m.a. : “ …… Skólabyggingin var ákveðin 1942, þá áttu 40 börn þar heima….. Vart var ár liðið frá því byggingin var hafin þar til hluti hennar var nothæfur til l-kennslu …. Engin ákvæði voru þá í lögum um styrk til skólastjórabústaða nema í heimavistarskólum…“ Taldi fræðslumálastjóri sanngjarnt að umbeðinn styrkur verði veittur. „Og samkvæmt því, átti styrkur til skólans að verða samtals 128.280 krónur. Áður haöfðu verið greiddar 90 þúsund krónur og varð lokagreiðslan því kr. 38.280. Var þessi útfærsla gerð í samráði við Bárð Ísleifsson arkitekt.

Vorið 1944 var Árni M. Rögnvaldsson skipaður skólastjóri nýja skólans á Drangsnesi og um mitt árið fékk Guðbjörg Jóhannsdóttir skipunarbréf fyrir kennarastöðunni. Stundakennarar voru ráðnir til að kenna handavinnu o.fl. Þannig kenndi Halldór Jónsson frá Asparvík drengjunum handavinnu á smíðarverkstæði sínu og Steinunn Davíðsdóttir kona Árna skólastjóra kenndi söng. Áður hafði hún verið farkennari í Kaldrananeshreppi. Guðbjörg Jóhannsdóttir kenndi jafnan stúlkum hannyrðir. – – –

Nemendum fór fjölgandi eins og fólkinu í þorpinu og voru milli 50 og 60 næstu árin. Kennslutíminn var 8 mánuðir á vetri og voru nemendur barnaskólans á aldrinum 7-14 ára, en 13 og 14 ára nemendur voru í unglingadeild skólans. Mikill var nú munurinn fyrir kennara og nemendur að starfa í nýja skólanum , sem var hlýr og rúmgóður miða við það húsnæði í Baldri, sem áður hefði verið notað. Það færðist nýtt líf í skólahaldið. Árni M.Rögnvaldsson pantaði óðara námsbækur og ýmis kennslu áhöld til eflingar fræðslustarfinu. En heimsstyrjöldinni var enn ekki lokið og setti sú staðreynd mark sitt á viðskiptahætti þjóðarinnar. Þetta kom m.a. vel fram í svari fræðslumálastjóra við beiðni Árna um útvegun kennsluáhalda. Það barst símskeyti 15.janúar 1945 : „Umbeðin jarðlíkan og saumavél ófáanleg. Verður sent þegar fæst. Fræðslumálastjóri „. Stutt og laggott en vissulega gremjulegt svar fyrir áhugassaman skólamann. Og það fór svo, að veturinn leið án þess að áhöldin kæmu. Um sumarið lauk styrjöldinni við Þjóðverja, en stríðið út af skólahöldunum hélt áframog 15.nóvember endurnýjar Árni pöntunina með bréfi til Fræðslumálaskrifstofunnar. Þar segir m.a. : „Sérstaklega er baglegt að hafa ekki landakort og jarðlíkanið. Ennfremur er slæmt að hafa ekki saumavél og útsögunartæki til handavinnunnar.“ Því miður hefur skrá yfir áhöld og kennslutæki frá þeim tíma ekki komið í leitarnar og er því ekki vitað hve lengi það dróst, að skólinn fengi umbeðin hjálpargögn til kennslunnar.

Það var mikið lán fyrir þorpsbúa að fá Árna aftur til að stjórna nýja skílanum og móta þar starfshætti og siðvenjur.Árni var reglusamur og gekk ríkt eftir þv, að gengið væri um húsið með tillitsemi og virðingu. Ekki er að efa, að nærvera kepellunnar hefur þann aga , sem áhugi nauðsynlegur er . Bæði voru þau hjón Árni og Steinunn vinsæli og vel látin með afbrigðum. enda gerðu þau ýmislegt fyrir börnin til að krydda skólalífið t.d. fór Árni með nemendur sína í skoðunnarferðir um nágrennið og m.a út í Grímsey á Steingrímsfirði það mun því hafa komið mörgum á óvatr þegar Árni sagði stöððu sinna lausri sumarið 19947 og flutt norður í Eyjafjörð, þar sem hann gerðist skólastjóri Barnaskólans í Öngulsstaðahreppi.

Tók Guðbjörg Jóhannesdóttir þá við skólastóra til vorsins 1955 að undanskildim vetrinum 1948-50 þegar Þórarinn Hálfgrímsson frá Hringveri í Skagafirði hafði skólastjórn á hendi . Kona Þórainns Vigdís Elíasd. kenndi einnig við sk Eftir Guðbjörg kom Sigurði Richarsdson frá Reykjavík og ver einn vetur. Þá tók við Hjörtur Guðmundsson frá Stekkjarflötujm í Akrahreppi og var jafnlengi. Hausið 1957 kom Sveinn Víkingur Þórarinsson að skólanum og stjórnaði honum næstu 6 árin . Hann var ættaður frá Búðum í Fáskrúðsfirði . Kona Sveins Víkings Guðrún E Þorsteinssdóttir var jafnan ráðin kennari við skólann og starfaði þar jafnlengi eða sex ár alls. Hilmar Þormósson úr Reykjavík var skólastjóri 1963-1964 og kona hans Björg Atladóttir kennari sama vetur. Haustið 1964 kom Björn Ólafur Pálsson aftur að Drangsnesi og var skólastjóri í tvo næstu vetur. Konan hans Þórgunnur Björnssdóttir kenndi við skólann fyrir veturinn. Sveinn Sigursson úr Hafnarfirði var skólastjóri veturinn 1966-1967 konan hans Kolbrún Oddbergsdóttur kenndi með honum sama verturinn. Þá kom kom að skólanum Gústaf Óskarsson ættaður frá Ísafirði og stjórnaði honum til vors 1971, alls 4 vetur. Konan hans, Kristbjörg Markúsdóttur, var þau ár stundakennari.En er hér var komið sögu árið 1971 var skólahúsið á Drangsnesi orðið 27 ára gamalt og á því tímabili höfðu starfað það 10 skólastjórar, flestir um skamma hríð og enginn lengur en 6 ár. En þá um haustið 1971 voru ráðin skólastjórahjón að Drangsnesi sem tóku sérstaka tryggð við staðinn og störfuðu við skólann í 18 ár . Það voru þau Þórir Haukur Einarsson ættaður frá Skagaströnd og kona hans Lilja Sigrún Jónsdóttir. ættuð úr Tálknafirði. Sigrún var ráðinn stundakennari 1971 en var fastur kennari frá 1986. Þórir tók sér orlof skólaárið 1985-86 en kom aftur til starfa og hafði skólastjórn í hendi sér til vorsins 1990. Sá sem leysti Þóri af veturinn 1985-86 var Jóhannes Stefánsson talmeinafræðingur úr Reykjavík.

Það var seint á því tímabili, sem Þórir Einarsson fór með skólastjórn, að tekin var ákvörðun um að byggja við skólahúsið, er þá hafði þjónað hlutverki sínu í rúmlega fjóra áratugi. Það fullnægði ekki lengur þeim kröfum, sem gerðar voru til slíkra stofnana, þó gott væri talið á sinni tíð. Áður en byggingunni væri lokið urðu skólastjóraskipti og þá kom Bragi Melax, ættaður frá Fljótum í Skagafirði, að skólanum og var næstu tvo vetur til 1992. Á þeim tíma var ákveðið að stofna foreldrafélag og reynt að afla heimilda til að hefja kennslu í 9.bekk,1) þannig að nemendur þyrftu ekki að leita út fyrir skólahverfið til þess að ljúka grunnskólanámi. Það takmark náðist ekki fyrr en haustið 1994, þegar Klúkuskóli var lagður niður. 9.bekkur samsvarar 10.b. eftir lagabreytingu nr.49 árið 1991. Skólakerfinu skipt.

Vorið 1946 endurnýjaði skólanefndin beiðni til fræðsluyfirvalda um að Kaldrananeshreppi væri skipt í tvö skólahverfi og vitnaði til samþykktar, sem gerð var á almennum hreppsfundi á Drangsnesi 13. maí. sama ár. Undir bréfið skrifuðu allir skólanefndarmennirnir, sem voru þeir sömu og áður : Borgar Sveinsson, Einar Sigvaldason og Jón P. Jónsson. Svarskeyti barst frá fræðslumálastjóra 27. maí, þar sem fallist er á skiptingu hreppsins í tvö skólahverfi, Drangsnesskólahverfi og Kaldrananesskólahverfi. Nokkrum árum áður hafði slíkri beiðni verið hafnað á þeim forsendum, að lög heimiliðu ekki slíka skiptingu nema því aðeins að fastur skóli starfaði í viðkomandi hverfum.

Nú hafði orðið sú breyting á, að ákveðið var að stofna heimavistarskóla á Klúku í Bjarnarfirði, er starfa skyldi í 6 mánuði árlega og var Þorsteinn Matthíasson frá Kaldrananesi ráðinn þar skólastjóri. Fyrirhugaðar voru endurbætur á skíðaskála á staðnum er nota átti sem bráðabirgðahúsnæði fyrir skólann. Saga Klúkuskólans og Laugarhóls er rakin á öðrum stað í þessu riti og verður því ekki fjallað nánar um hann hér. Þess skal þó getið, að eftir að Klúkuskólinn var fullbyggður þá fóru unglingar frá Drangsnesi þangað og luku þar grunnskólanámi á árunum.

Var þannig góð samvinna milli skólanna á þessu sviði um alllangt skeið. Skólahúsið stækkar. Mikil umsvif voru á Drangsnesi í tengslum við útgerð og fiskvinnslu á 4. og 5. áratug þessara alda. Fólki fjölgaði jafnt og þétt og voru íbúar þorpsins komnir á þriðja hundraðið um 1950. En um það leyti lagðist fiskur frá Húnaflóa og fækkaði fólki þá mjög mikið næstu árin á Hólmavík og Drangsnesi eins og eðlilegt var, þar sem atvinna þorpsins byggðist á sjávarútvegi. Á Drangsnesi fækkaði fólki um meira en helming. Og það sem bjargaði staðnum frá því að leggjast í auðn var, að rækjuveiðar hófust á Húnaflóa á sjöunda áratugnum og hleyptu þær nýju lífi í byggðina. Atvinna varð næg, ungt fólk settist að á staðnum og byggði sér vönduð íbúðarhús og barnafjöldi óx að nýju. Árið 1984 var skólahúsið orðið 40 ára gamalt og þurfti þá orðið lagfæringar við og endurbóta.

Skólanefnd skipuðu á þeim tíma þau Jenný Jensdóttir formaður, Guðmundur B. Magnússon útibússtjóri og Bjarni Guðmundsson bóndi í Bæ. Hélt nefndin nokkra fundi með skólastjóra, Þóri H. Einarssyni til þess að ræða um, hvernig endurbótum skyldi háttað. Var sú umræða reyndar í gangi allt frá árinu 1982 og beindist að viðgerð og breytingum á því húsnæði, sem fyrir var. En brátt tók málið aðra stefnu, þegar menn þóttust sjá, að skynsamlegast væri að stækka skólahúsnæðið með viðbyggingu. Hvort tveggja var, að nemendum fór fjölgandi og þorpsbúar þrýstu stöðugt fastar á það, að kennsla í 7. og 8. bekk grunnskólans færi fram á Drangsnesi, en nemendum í þessum bekkjum hafði verið kennt í Klúkuskóla síðan 19 Loks varð ekki fram hjá því litið, að Klúkuskóli hafði ekki lengur starfsgrundvöll sökum nemendafæðar. Kæmu því allir nemendur í Kaldrananeshreppi til með að sækja Grunnskólann á Drangsnesi í náinni framtíð.

Að Gjörðarbók hreppsnefndar Kaldrananeshrepps 20.ap.1984 má sjá að góð hreyfing hefur verið komin á málið, því að þá lagði oddvitinn Guðmundur B. Magnússon, fram undirskriftarlista frá 62 íbúum á Drangsnesi, sem gera þá kröfu til sveitarstjórnar að hún sjái til þess, að kennsla í 7. og 8. b. grunnskólans hefjist á Drangsnesi strax á næsta hausti, þ.e. 1984. Eftir nokkrar umræður um málið samþykkti hreppsnefndin eftirfarandi tillögu frá oddvita með fjórum atkvæðum gegn einu : „Hreppsnefnd Kaldrananeshrepps samþykkir að kennsla í 7. og 8. bekk í grunnskóla í Kaldrananeshreppi (ég hata að vélrita) fari fram í Drangsnesskóla frá og með næsta hausti, sé þess nokkur kostur. Skulu þegar í stað hafnar viðræður við Fræðslustjóra og menntamálaráðuneytið er miði að því að leysa þau vandamál er upp kunna að koma í þessu sambandi“. Þá var og skólanefnd falið umboð sveitarstjórnar til þess að vinna að framgangi tillögunnar.

Á sama hreppsnefndarfundi var lesið upp bréf frá skólanefnd Drangsnesskóla þar sem þess er krafist “ að þegar í stað verði hafist handa um uppbyggingu skólamannvirkja á Drangsnesi“. Að loknum umræðum um efni bréfsins veitti sveitarstjórnin skólanefndinni umboð til að hefja viðræður við menntamálaráðuneytið um uppbyggingu skólamannvirkja á Drangsnesi er miðuð að því að leysa húsnæðisvanda skólans á komandi árum. Á þessum fundi lagði Guðmundur B. Magnússon fram tillögu um að starfrækja aðeins einn skóla í Kaldrananeshreppi, Drangsnesskóla. Flutti framsögumaður alllanga greinargerð fyrir þeirra tillögu. Þar kom fram, að sveitarfélagið átti í fjárhagslegum örðuleikum með að reka tvo skóla og að framtíðarstefnu vantaði um skipan skólamála í hreppnum, þannig að vandkvæðum var bundið að útvega fjármagn til nauðsynlegra endurbóta og uppbyggingar. Einnig kom fram í greinargerðinni, að ófremdarástand ríkti við úthlutun kennslukvóta til skólanna,“þar sem úthlutað er eins og um einn skóla sé að ræða og ætla nemendur fái ekki tilskilinn kennslustundafjölda.“ Að lokum segir svo í greinargerðinni, að líkur bendi til þess, að Hófbergshreppur muni innan tíðar hætta þátttöku í rekstri Klúkuskóla, en hann sé eignaraðili þess skóla að 1/3 hluta og hafi greitt 30% af rekstrarkostnaði skólans. Nái sú breyting fram að ganga hljóti greiðslubyrði Kaldrananeshrepps vegna fræðslumála að vaxa til mikilla muna. Taldi Guðmundur B. Magnússon að tímabært væri orðið að marka ákveðna stefnu í skólamálum Kaldrananeshrepps og að heppilegast sé að tillögur til úrbóta komi frá heimamönnum. Eftir nokkrar umræður var afgreiðslu tillögunnar frestað til næsta fundar. Þetta ár, 1984, voru tíð fundahöld í Kaldrananeshreppi vegna skólamálanna. 26. ágúst var boðað til almenns borgarafundar að Drangsnesi til að ræða þá tillögu, sem Guðmundur B.Magnússon hafði talað fyrir á hreppsnefndarfundi 20.apríl um framtíðarskipan skólamála í sveitarfélaginu. Á fundinum 26.ágúst var samin tillaga í þrem liðum, sem var nánari útfærsla á þeim hugmyndum, sem áður voru fram komnar. Tillagan var ekki borin undir atkvæði, heldur vísað til framhaldsumfjöllunar í báðum skólahverfum. Í Drangsnesskólhverfi var sá fundur haldinn 2. september. Tíu manns, þar af ein kona, létu í ljósi skoðanir sínar á skólamálinu. Eftir að breytingartillögur höfðu komið fram frá Magnúsi Guðmundssyni var samin eftirfarandi ályktun: Almennur fundur í Drangsnesskólahverfi haldin að Drangsnesi 2. september 1984 um framtíðarskipan skólamála í Kaldrananeshreppi ályktar eftirfarandi: 1. Einn grunnskólinn verði í hreppnum, staðsettur á Drangsnesi, með kennslu í 0-8. bekk. 2. Stefnt verði að heimanakstursskóla. 3. Hreppsnefnd hefji nú þegar undirbúning að uppbyggingu skólamannvirkja ´aDrangsnesi með illit til að hann geti þjónað öllum börnunum í Kaldrananeshreppi á komandi árum. Annar liður ályktarinnar fjallaði um úrbætur í vegamálum með tillit til aksturs skólabarnanna.

Í Gjörðarbók skólanefndar Drangsnesskóla er frá því greint 22.ágúst 1984, að Húsameistara ríkisins hafi verið falið að hanna og gera teikningar að væntanlegri viðbyggingu við skólahúsið á Drangsnesi. En smíði hússins virtist þó enn eiga langt í land, því að tveim árum síðar eða 15.september 1986 samþykkir skólanefndin teikningar að viðbyggingu og endurbótum Grunnskólans á Drangsnesi og væntir þess að hreppsnefndin greiði fyrir útvegum fjármagns til þeirra framkvæmda. Greindi formaður skólanefndar, Jenný Jensdóttir, frá þessum atriðum á hreppsnefndarfundi 27.nóvember 1986. Kom þá fram, að oddviti hafði þegar sent beiðni um fjárveitingu úr ríkissjóði og óskað eftir stuðningi alþingismanna við málið. Ári síðar eða 18.júní 1987 hefur skólanefndin enn teikningarnar til umfjöllunar eftir síðustu breytingar frá hendi Húsameistara. Þá er og tekin ákvörðun um að klæða bæði skólahúsið og nýbygginguna með utanhússklæðningu frá ISPO. Í skólanefndinni með Jenný Jensdóttur formanni hennar, voru þá Guðmundur B. Magnússon og Sólrún Hansdóttir, sem kom í nefndina í stað Bjarna Guðmundssonar. Þetta ár 1987 var loksins byrjað á smíði nýbyggingarinnar, sem er tveggja hæða, 117 fermetrar að grunnfleti ásamt tengibyggingu sem er glerskáli 15 fermetrar að stærð. Gólfflötur nýbyggingarinnar er þannig samtals 249 fermetrar. Á neðri hæðinni er forstofa og fatakrókur, tómstundarrými, snyrtiherbergi og geymsla. Uppi er skrifstofa skólastjóra, kennarastofa, vinnuherbergi kennara, kennslurými og snyrtiherbergi. Verktakar. Fjarðarsmiðjan í Hafnarfirði steypti húsið upp og skilaði því fokheldu. Benedikt Grímsson húsasm.meistari á Hólmavík sá um innréttingar og trésmíði innan húss. Sigurður Þorsteinsson múrari í Reykjavík annaðist flísalögn. Ölver Ragnarsson rafvirki á Hólmavík lagði rafmagn. Óskar Torfason vélvirkjameistari á Drangsnesi sá um pípulögn og járnsmíði. Málningu hússins annaðist Gunnar Grímsson málarameistari á Hólmavík. BYGGINGARKOSNAÐUR NAM ALLS KR. 29,764,725,- Er í þeirri tölu innifalið efni, öll vinna, húsgögn og annar kosnaður. Smíði nýbyggingarinnar lauk sumarið 1992 og var hún tekin í notkun um haustið.

Nýr skólastjóri hafði þá verið ráðinn að Drangsnesi. Bragi Melax sagði upp stöðunni eftir tveggja ára starf og við tók Arndís Bjarnadóttir. Öll aðstaða til skólahaldsins hafði nú batnað til mikilla muna, bæði fyrir nemendur og kennara og svaraði þessi stækkun á húsnæðinu vel kröfum tímans um aukið rými bæði vegna kennslunnar og nauðsynlegra tækja og kennsluáhalda, sem komin voru til sögunnar. En skólinn naut ekki lengi starfskrafta Arndísar, því hún hætti störfum fyrir hátíðar og um áramótin kom Finnur Gunnlaugsson frá Hvilft í Önundarfirði og stjórnaði skólanum síðari hluta vetrar tiil vorsins 1993. En þá um haustið tók Einar ólafsson (f.6.feb. 1948 í Reykjavík) við skólastjórn og flutti að Drangsnesi með fjölskyldu sína. Kona Einars, Solveig Vignisdóttir, kenndi einnig við skólann og starfa þau bæði enn á Drangsnesi, þegar þetta er ritað í nóv.1994 Kennslutæki og áhöld. Fyrsta veturinn, sem Jóhann Hjaltason kenndi á Drangsnesi í gamla samkomuhúsinu „Baldri“, tók hann saman skrá yfir kennsluáhöld farskólans í Kaldrananeshreppi og er hún dagsett 1. 3. 1929 : I. Landsupprættir o.fl. Tvær veggtöflur. Jarðlíkan. Uppdráttur Íslands (Þorvaldur Thorooddsen ). – Evrópa (ríkjaskipan lanndslag). – Asíu – Afriku – Ástralíu – N. Ameríku – S. Ameríku II. Lífæramyndir. (Anatomiske Billeder ). Beinagrind mannsins og vöðvar. Líffæri í brjóst- og kviðarholi. Taugakerfi og skynfæri. III. Danske Billeder fra Land og By Dönsk húsdýr á 12 spjöldum. Hinir 5 mannflokkar. Þessi skýrslu sendi Jóhann Fræðslumálaskrifstofunni ásamt beiðni um áhöld í eðlisfræði og grasafræði. Samskot vegna kaupa á kvikmyndavél. Þegar Þórarinn Hallgrímsson var skólastjóri á Drangsnesi á árunum 1948-1950 eignaðist skólinn kvikmyndavél af Victorgerð. Aflað var fjár til vélarkaupanna með almennum samskotum. Þátttaka hefur verið góð, sem sýnir áhuga fyrir málefninu, því að 45 manns, bæði karlar og konur skrifuðu nöfn sín á og lofuðu að gefa allt frá 10-100 krónur. Stórtækust voru skólastjórahjónin, Þórarinn Hallgrímsson og Vigdís Elíasdóttir ásamt Guðmundi Þ. Sigurgeirssyni, sem gáfu 100 krónur hvert þeirra. En alls söfnuðust 1395 krónur.