Heimabyggðin mín
Tveir ungir Drangsnesingar, þær Inga Hermannsdóttir og Sandra Dögg Guðmundsdóttir tóku nýverið þátt í verkefninu Heimabyggðin mín annað árið í röð. Á síðasta ári fengu þær þriðju verðlaun fyrir ritgerðina Ferðamannaparadísin Drangsnes. Nú í ár var lagt upp með að útfæra nánar hvernig þetta á að gerast og fyrir valinu var Grásleppu og nytjasetur. Teiknað og skipulagt var hús ásamt því að staðsetja það og ákveðið hvernig útstillingar yrðu.
Fyrir ritgerðarhlutann fengu þær fjórða sætið af átta þátttakendum víðsvegar um land. Nú bíðum við bara spennt eftir því hvernig kynningin gekk og hvaða sæti þær fá þar. Á myndinni eru þeir sem voru á kynningunni í Grunnskólanum. Þess má geta að við stofnun Grásleppusetursins í kvöld munu þær kynna verkefnið sitt í Malarkaffi.