Opið hús við annarskil
Við bjóðum alla íbúa Kaldrananeshrepps; foreldra, ömmur, afa, frænkur, frændur og aðra vini skólans hjartanlega velkomna á opið hús föstudaginn 4. nóvember hér í skólanum frá kl. 11:00-12:10
Dagskráin verður fjölbreytt en nemendur og starfsfólk munu sýna og segja frá verkefnum haustannar. Foreldrar barnanna munu sjá um veitingar en nemendur í heimilisfræði munu einnig bjóða upp á eitthvað spennandi að smakka úr gróðurhúsinu. Meðal þess sem verður á dagskrá opna hússins er upplestur, hreyfimynd um skólann í framtíðinni og leikin mynd sem byggir á sögulegum viðburði eða þegar skotið var á vitann í Grímsey í heimstyrjöldinni síðari.
Við hlökkum til að sjá ykkur!