Gull og grjót á Hólmavík
Föstudaginn 15. september mun skólinn fá heimsókn frá List fyrir alla sem að þessu sinni býður upp á verkefnið Gull og grjót. Þær Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt og María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir hönnuður hafa umsjón með verkefninu sem hefur það m.a. að markmiði að gefa grunnskólanemendum innsýn í heim arkitekta og hönnuða. Einnig mun gefast tækifæri til að kanna hvernig manngert umhverfi okkar hefur áhrif á okkur.
Við erum ótrúlega spennt að taka þátt í þessu verkefni en við munum verja deginum með vinum okkar á Hólmavík þar sem verkefnið fer fram frá kl. 8:30-14:30