Fullveldishátíð og opið hús 29. nóvember
Í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands bjóðum við til fullveldishátíðar og opins húss í skólanum fimmtudaginn 29. nóvember nk. Nemendur skólans hafa unnið ýmiss konar verkefni í smiðjunni 1918-2018; skrifað leikþátt, samið fræðsluerindi, tekið viðtöl og fengist við þetta tímamótaár ásamt því að skoða atburði liðinnar aldar. Elsti nemandi skólans hefur unnið að þemaverkefni með unglingadeild Grunnskólans á Hólmavík og verða m.a. erindi sem snúa að viðburðum ársins 1918 flutt á hátíðinni. Boðið verður upp á veitingar og gefst gestum einnig kostur á að skoða önnur verkefni sem nemendur hafa unnið að á haustönninni.
Komum saman og fögnum aldarafmæli fullveldis Íslands!