Rithöfundaheimsókn

Þriðjudaginn 21. janúar vorum við svo ljónheppin að fá Gunnar Helgason rithöfund og leikara í heimsókn. Verk Gunnars þekkja nemendur vel enda hafa bækur hans verið lesnar upp til agna af mörgum þeirra, það var því um nóg að ræða í heimsókn Gunnars. Við erum Gunnari afskaplega þakklát fyrir heimsóknina, spjallið, lesturinn og samveruna. Eftir spjall um bókmenntir og upplestur bauð Alla skólastjóri okkur öllum upp á ljúffenga kjötsúpu. Þessi heimsókn líður börnunum seint úr minni og við hlökkum öll til næstu bókar eftir þennan frábæra rithöfund.