Þorrablót barnanna

Í dag föstudaginn 31. janúar héldu börnin í Grunnskóla Drangsness þorrablót og buðu hreppsbúum öllum í heimsókn. Boðið var upp á þorramat, yngri deildin söng nokkur þorralög og allir dönsuðu skottís og hókí pókí. Í lokin buðu nemendur og kennarar upp á grínatriði, myndbönd þar sem nemendur gerðu grín að kennurum og kennarar að nemendum. Við þökkum gestunum fyrir komuna og óskum öllum góðrar helgar!