Eld- smiðja
Skólaárinu er skipt upp í nokkur smiðjutímabil og er nú einni smiðjunni að ljúka en í henni var viðfangsefnið eldur skoðað út frá ólíkum sjónarhornum. Við rannsökuðum m.a. hvaða efni brenna, skrifuðum og sögðum sögur, veltum fyrir okkur uppruna eldsins og mikilvægi hans í menningu okkar. Miðdeildin rannsakaði sérstaklega skógareldana í Ástralíu en yngsta deildin fræddist um brunavarnir.