Fuglaskoðunarferð í yngri deild
Yngri deildin mun fást við fugla næstu vikurnar og hófst námið á fuglaskoðunarferð í Sandvík. Við vorum einstaklega heppin með veður og skráðum hjá okkur tíu ólíkar tuglategundir sem við sáum í ferðinni. Þar á meðal voru álftir, rjúpur, grágæsir, spóar, lóur, hrossagaukar og skógarþrestir. Tvær fallegar heiðlóur tóku á móti okkur og kvöddu okkur með fallegum söng að lokinni skoðunarferðinni. Nú þegar vorið er loksins komið munum við nýta hvert tækifæri sem gefst til þess að færa kennsluna út undir beran himin – þar er best að læra!