Dagur íslenskrar tungu // örsmiðja
Í dag er Dagur íslenskrar tungu, 16. nóv. 2020, að því tilefni gerðu nemendur í Grunnskóla Drangsness þrjú tónlistar/ljóða-myndbönd, endilega skoðið þau 🙂
Flutningur á frumsömdum rapp texta og myndband. Nemendur: Kristjana Kría, Sara Lind, Elísabet Lea, Júlía og Þorsteinn. Texti (eftir nemendur eldri deildar) :
Já, ég er sko býfluga og sef á Malarhorni
hva ætlaru að gera ef ég sting þig með litlu horni,
búin að fljúga í allan dag er orðinn þreytt,
enda er ég lika orðinn frekar beitt.
Gul, svört og röndótt og
frekar feit
sting þig í lærið
æjæj greyið þarftu mömmu?
Þarftu mömmu?
————– //// ————————————————————————
Ljóðaupplestur og myndband – ljóð: Norður Strandir eftir Ingimar Karl Elíasson.
Nemandi: Guðbjörg Ósk.
Norður Strandir liggja leiðir
langar götur út með sjó.
Húnaflói hugann seiðir
heimabyggðar kyrrð og ró.
Sígur alda að svörtum björgum
sömu fjöllin standa vörð.
Eins og fyrir öldum mörgum,
Ennishöfði, Drangaskörð.
Sé ég ótal undraheima
er ég kem í dalinn minn.
Fornar sagnir sögur geyma
um Svan er gekk í fjallið inn.
Gleði vekja gömul kynni,
grænu flosi skrýdd er jörð.
Aldrei hverfur mér úr minni
minningin um Steingrímsfjörð.
————– //// ————————————————————————
Söngur og stafatré.
Nemendur í yngri deild: Katrín Halla, Marianna Fiserova, Friðgeir Logi og Tomás Fisera.
Siglingavísur – íslenskt þjóðlag við texta Einars Benediktssonar
Austankaldinn á oss blés,
upp skal faldinn draga.
Þó velti aldan vargi hlés,
við skulum halda á Siglunes.
Haustvísa. – Þjóðlag frá Belgíu. Texti: Herdís Egilsdóttir
Hvert er horfið laufið
sem var grænt í gær?
Þótt ég um það spyrji
verð ég engu nær.
Blöðin grænu hafa visnað,
orðin gul og rauð.
Ef ég horfi miklu lengur
verður hríslan auð.
Hvínandi vindur – Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Hvínandi hvínandi vindur
hvaðan ber þig að?
hvert ertu‘ að fara
viltu segja mér það?