Árshátíðarsmiðja

Nú er árshátíðarsmiðja í fullum gangi hjá okkur hér í Grunnskóla Drangsness. Leikrit um hana Fíusól varð fyrir valinu að þessu sinni og sýningin mun fara fram í Baldri (samkomuhúsinu) fimmtudaginn 25. mars klukkan 19.00. Vegna takmarkana verða gestir ekki fleiri en 50 (börn fædd 2005 og síðar undanskilin) að þessu sinni og verður tveggja metra reglan (annars grímur) í hávegum höfð. Við erum mjög spennt!