Nýsköpunarsmiðja

Nú er fyrri hluti nýsköpunarsmiðju afstaðinn. Verkefnið er að búa til áningarstað í Kvennfélagslundinum sem er hjá kirkjugarðinum á Drangsnesi í um 20 mínútna göngufæri f´rá skólanum. Hugmyndavinna, vettvangsferð og tilraunir með efni úr lundinum er það sem nemendur hafa verið að bralla undanfarnar vikur í smiðjutímum. Við stefnum á að halda áfram vinnunni þegar snjóa leysir.