Frábær fræðsludagur
Þann níunda maí síðastliðinn kom Chanel Björk Sturludóttir til okkar með fræðsluerindið „Hvaðan ertu?“ en þar fjallaði hún um fjölmenningu, fordóma og rasisma. Chanel byggði fræðsluna á fræðilegum grunni, eigin þekkingu og persónulegri reynslu af því að vera Íslendingur með blandaðan bakgrunn. Kennarar og nemendur frá Grunnskólanum á Hólmavík sem og frá Reykhólaskóla komu til að hlýða á erindið en almenn gleði var með daginn. Svo sannarlega þarft í okkar samfélagi að ræða þessi flóknu málefni – takk fyrir fræðsludaginn!