Skólasetning mánudaginn 22. ágúst
Kæru nemendur og forráðamenn, Grunnskóli Drangsness verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 10:00.
Ásta Þórisdóttir skólastjóri mun setja skólann og að því loknu verður snæddur morgunverður.
Nemendum og foreldrum verður að endingu boðið upp á skoðunarferð um skólann.
Skóli hefst þriðjudaginn 23. ágúst kl. 8:30. Fyrstu vikur nýs skólaárs verður unnið í náttúrusmiðju og því mikilvægt að vera ávallt vel búin þar sem smiðjan mun að mestu leyti fara fram utandyra.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Starfsfólk Grunnskóla Drangsness