Jólatré Grunnskóla Drangsness jólin 2022 sótt
Nemendur Grunnskóla Drangsness sóttu jólatré í skógrækt kvenfélagsins Snótar nú í vikunni. Um árlega hefð er að ræða og verður jólatréð sett upp á jólaskemmtun skólans þann 15. desember nk. Nemendur hjálpast að við að velja tréð ásamt kennurum, saga tréð og koma því í skólann. Við notum einnig tækifærið til þess að gera okkur glaðan dag, leika okkur í skóginum, fræðast um tré og drekka kakó. Í ár voru það þau Guðbjörg Ósk nemandi í 9. bekk og Friðgeir Logi í 5. bekk sem söguðu niður tréð og fengu til þess aðstoð frá Heiðrúnu Helgu kennara. Öll börnin fengu að klippa greinar til þess að skreyta með og áttu ánægjulega stund í skóginum.