Árshátíð frestað
Árshátíð Grunnskóla Drangsness og miðdeildar Grunnskólans á Hólmavík frestast þar til eftir páska vegna veðurs. Áætlað er að árshátíðin verði fimmtudag og föstudag 11. og 12. apríl í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Árshátíðarleikritið okkar í ár heitir Ævintýraferð að miðju jarðar og er sérstaklega skrifað fyrir leikhópinn upp úr sögu Jules Verne um Leyndardóma Snæfellsjökuls. 21 nemandi frá 1. – 8. bekk hafa verið í nokkrar vikur að vinna að þessu verkefni. Þetta er ekki eingöngu leiklist heldur einnig heilmikil myndlist, hönnun hljóðmynd og söngur sem nemendur hafa verið að vinna að. Handrit og leikstjórn er í höndum Kolbrúnar Ernu Pétursdóttur.