Störf í boði

Grunnskóli Drangsness auglýsir eftirfarandi störf fyrir skólaárið 2025-2026.
Gert er ráð fyrir 10 nemendum í 3. – 10. bekk næsta skólaár.
Matráður
Um er að ræða 40% starf. Unnið er mánudaga til fimmtudags, frá kl. 8:30 – 12:50. Um er að ræða skipulag, innkaup, matreiðsla, framreiðsla og frágangur skólamáltíða 4 daga vikunnar.
Starfsmaður í skólasel
Um er að ræða 10% starf sem unnið er á tímabilinu 13:30 – 16:00 á mánudögum til fimmtudags og er mislengi eftir dögum. Leitað er að skapandi starfskrafti sem skipuleggur frístundastarf fyrir yngri deild eftir skóla í skólaseli. Um er að ræða 3 – 4 nemendur.
Hægt er að vinna þessi tvö störf saman, þar sem annað tekur við af hinu. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf 18. ágúst nk.
Nánari upplýsingar gefur Ásta Þórisdóttir skólastjóri í s. 6635319.
Í umsókn skal koma fram nám, fyrri störf og meðmælendur. Gerð er krafa um hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 6. ágúst og umsóknir sendist á skoli@drangsnes.