Fyrsti skóladagurinn – Takk fyrir daginn!
Í dag fræddi hún Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur okkur um starfið sitt, og tóftirnar í Sandvík sem þau eru að grafa upp um þessar mundir. Við skoðuðum þúsund ára nagla og bein sem þau hafa verið að finna og allir fengu að prufa að nota litla múrskeið til að grafa með. Eldri deild teiknaði umhverfið og yngri tíndu ber og léku sér í fjörunni. Hér að neðan eru nokkrar myndir og svo hlekkur á video neðst 🙂 Góða helgi.