Húrra jólaskemmtun!
Fimmtudaginn 15. desember höldum við okkar árlegu jólaskemmtun í Grunnskóla Drangsness. Börnin munu flytja skemmtiatriði, boðið verður upp á jólalegar veitingar og að lokum verður dansað í kringum jólatréð. Það er aldrei að vita nema nokkrir hressir jólaveinar heimsæki skólann og þá er hægt að treysta því að þeir hafi eitthvað í pokanum sínum handa börnunum.
Skemmtunin hefst stundvíslega kl. 17:00 og lýkur kl. 18:30
Öll hjartanlega velkomin!