Vorönnin hafin
Nú er vorönnin hafin og mörg spennandi verkefni framundan. Börnin í yngstu deild hafa verið að æfa sig í skrift og gengur ljómandi vel. Eins og flestir vita hefur ekki alltaf verið gott veður í vetur en nú ætti það að fara að breytast. Til þess að flýta fyrir vorinu og óska eftir betra veðri ákváðu nemendur í yngstu deild að blíðka góuna með því að búa til óróa úr trjágreinum og rauðri ull sem hanga nú í gluggum skólans. Við vonum að góan verði okkur góð og hlökkum til þess að njóta vorsins þegar það loksins lætur sjá sig. Nemendur skólans hefur í nógu að snúast við að æfa leikverkið sem frumflutt verður á árshátíð skólans föstudaginn 3. apríl nk. og miðdeildarstelpurnar eru að smíða leikmynd ásamt því að vinna í leikgerðinni.