Gleðilegt sumar!
Við sendum okkar allra bestu sumarkveðjur héðan frá Drangsnesi. Í tilefni sumarkomunnar sungu nemendur í 1. og 2. bekk Nú er vetur úr bæ (þjóðlag við texta Jónasar Hallgrímssonar). Við þökkum fyrir veturinn og vonum að sumarið verði blítt og fagurt eins og stendur í textanum.