Sauðburður, fuglar, vorið, verkefnavika og skólasund
Það er mikið um að vera allt í kringum okkur og ekki síst í skólanum.
Í næstu viku verður verkefnavika en þá þreyta nemendur próf og sinna öðrum verkefnum ásamt því að fara í skólasund eftir nokkuð langt hlé. Hjördís Klara íþróttakennari verður með okkur eins og áður og sér um sundprófin í öllum árgöngum. Nú er sauðburður hafinn og börnin fylgjast spennt með, við munum örugglega líta við í fjárhúsunum eins og alltaf á vorin. Börnin í yngstu deild eru næstum því útskrifuð úr íslenskum fuglum en í dag bjuggu þau til fuglagrímur og unnu að upplýsingaspjöldum um fuglana sem þau hafa valið sér. Vorið er skemmtilegur tími og tíminn líður á ógnarhraða þegar mikið er að gera.