Author Archive

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember. 

Í tilefni Dags íslenskrar tungu fóru nemendur í heimsókn í Fiskvinnsluna Drang og í búðina og kynntu fyrir fólki nýyrði Jónasar Hallgrímssonar, en dagurinn er einmitt haldinn á fæðingardegi hans.

Nemendur skólans völdu sér hvert eitt af nýyrðum Jónasar til að skoða og myndlýstu svo orðin líka og kynntu bæði orð og mynd fyrir fólki í morgun. Jónas Hallgrímsson er flestum kunnugur en hann er eitt af stórskáldum Íslendinga en hann orti ekki einungis ljóð heldur var hann ötull talsmaður íslenskunnar og bjó til fjöldann allan af nýjum orðum sem nú eru daglega í notkun.

Nemendur kynna nýyrði í Fiskvinnslunni Drangi. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Nemendur með Mörtu kennara, kynna nýyrði í búðinni á Drangsnesi. Mynd: Ásta Þórisdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Continue Reading