Jafnréttisáætlun
Í Grunnskólanum á Drangsnesi er lögð áhersla á jafna aðkomu allra og jöfn tækifæri meðal nemenda og starfsmanna. Jafnréttis- og mannréttindaáætlun skólans má nálgast hér að neðan.
Frá hausti 2015 hefur verið unnið markvisst að því að beinum sjónum að jaðarsettum hópum og fá fræðslu frá stofnunum og félagasamtökum fyrir nemendur, starfsfólk, forráðamenn og alla þá sem að starfi skólans koma með beinum eða óbeinum hætti. Lífsleikni hefur verið kennd í öllum bekkjardeildum. Áherslan í lífsleikni hefur verið á stöðu flóttamanna, barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, heimsmarkmið sameinuðuþjóðanna, jafnrétti og mannréttindi ásamt fleiru. Haldið verður áfram með slíka vinnu í öllum námsgreinum eins og fram kemur í jafnréttisáætlun skólans. Jafnrettisaetlun_2021_